Fréttablaðið - 29.11.2013, Síða 36

Fréttablaðið - 29.11.2013, Síða 36
FÓLK|HELGIN FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 VILLIJURTIR „Ég notaði aðalblá- berjalauf, blóðberg, einiber og birki- lauf.“ Rúllupylsukeppnin, sem haldin er í samvinnu við Slow Food-sam-tökin, fór nú fram í annað sinn en í fyrra fór keppnin fram í Króksfjarðar- nesi. Þá fengu Strandamennirnir Matt- hías Lýðsson og Hafdís Sturlaugsdóttir í Húsavík fyrstu verðlaun fyrir léttreykta rúllupylsu. Þau hjónin mættu fílefld til keppni í ár með rúllupylsu sem heitir því virðulega nafni Fjalladrottning, og vörðu titil sinn með sóma. Hafdís hefur nýtt slög í rúllupylsur allan sinn búskap. „Ég hef yfirleitt gert reyktar rúllupylsur og það var slík rúllu- pylsa sem við fórum með í keppnina í fyrra. Reyndar var hún bara léttreykt þá því við vorum bara búin að kveikja upp tvisvar þegar keppnin fór fram,“ segir Hafdís glettin en pylsan sló í gegn og þótti mjög góð. „Í upphafi gerði ég rúllupylsur svipaðar þeim sem mamma gerði en hef síðan prófað mig áfram með uppskriftir,“ segir Hafdís sem hefur mik- inn áhuga á villtum íslenskum jurtum og þær nýtti hún nú í Fjalladrottninguna. „Í hana notaði ég eingöngu villtar ís- lenskar jurtir sem krydd auk salts,“ segir Hafdís og telur upp þær jurtir sem hún notaði í verðlaunarúllupylsuna. „Ég notaði aðalbláberjalauf, blóðberg, einiber og birkilauf.“ Fjalladrottningin lagðist vel í dómarateymið sem Sverrir Þór Halldórsson matreiðslumeistari fór fyrir. „Villijurtabragðið kemur vel í gegn og sérstaklega er blóðbergið yfir- gnæfandi,“ segir Hafdís og bendir á að timjanbragðið af blóðberginu eigi mjög vel við lambakjöt. Hjónin í Húsavík vinna mikið með framleiðslu búsins. Þau eru með eigin kjötvinnslu þar sem þau saga og pakka lamba- og ærkjöti eftir óskum kaupenda. Þá eru þau einnig í nýsköpun. „Við bjuggum til Lostalengjur sem er aðalblá- berjagrafið og aðeins reykt ærkjöt sem einnig er þurrkað,“ lýsir Hafdís en afar gott er að borða Lostalengjurnar hráar sem forrétt. Ellefu rúllupylsur kepptu um Íslands- meistaratitilinn í Sauðfjársetrinu og voru fæstar þeirra hefðbundnar. „Fólk lét sannarlega hugmyndaflugið ráða,“ segir Hafdís en í öðru sæti varð rúllu- pylsan Strandasæla, sem Jón Jónsson aðstoðarmaður hjá Ferðaþjónustunni Kirkjubóli á Ströndum hafði útbúið, með sojasósu, rauðlauk og sveppum. Í þriðja sæti varð rúllupylsan Ein með öllu sem Jón Valur Jónsson og Dagrún Ósk Jóns- dóttir á Kirkjubóli gerðu, en þau notuðu hráan lauk og steiktan, tómat, remúlaði og sinnep í sína rúllupylsu. Sú pylsa var einnig valin sú frumlegasta í keppninni. En munu hjónin í Húsavík mæta aftur að ári til að verja Íslandsmeistaratitil- inn? „Það er aldrei að vita, ef manni dettur eitthvað nýtt og skemmtilegt í hug,“ segir Hafdís glaðlega. FJALLADROTTNING Í FYRSTA SÆTI KEPPNI Íslandsmeistaramót í rúllupylsugerð fór fram á Sauðfjársetri á Strönd- um um liðna helgi. Hjónin í Húsavík urðu hlutskörpust annað árið í röð. SIGURVEGARAR Hafdís er hér fyrir miðju með hinum sigurvegur- unum á Íslandsmeist- aramótinu í rúllupylsu- gerð. MYND/STRANDIR RÚLLUPYLSUKEPPNI Ellefu rúllupylsur voru skráðar til keppni en Fjalladrottningin, krydduð með íslenskum villijurtum, þótti bera af. MYND/STRANDIR Árlegt jóladagatal Norræna húss- ins byrjar að telja niður dagana til jóla á morgun, fyrsta sunnudag í aðventu. Eftir það er opnaður nýr gluggi á dagatalinu á hverjum degi til 23. desember og gestir fá að njóta atriðis í sal Norræna hússins. Með jóladagatalinu er mark- mið að bjóða upp á skemmtilega en óvenjulega dagskrá í hádeginu á aðventunni og gestir Norræna hússins fá að kynnast fjölbreyttum listviðburðum og uppákomum sem fjalla ekki endilega um jól. Jóladagatalið í ár var hannað af listakonunni Söru Riel. Þemað er loginn, lifandi ljós. Líkja má atrið- um dagatalsins við ljósið í myrkr- inu sem eykst í desember og er ljósloginn kjarni jólahátíðarinnar. Þeir sem stíga á svið í jóla- dagatali Norræna hússins verða Adda, Emilíana Torrini, Frímann, Spilmenn Ríkínis, Hugleikur Dagsson, Area of Stylez, Epla- skífur & Jóga, Kór eldri borgara í Neskirkju, Tónlistarskólinn í Reykjavík, Klarínettukórinn, Jóhanna Guðrún, Kór heyrnar- lausra, Ólafur Stefánsson, Vil- borg Arna Gissurardóttir, Selló Stína, Kvartettinn Kvika, Spectr- um, Jónína Leósdóttir, Kristín Eiríksdóttir, Bellstop, Ósk-Hildur og Steinunn (Mýragull) og Rapp- stelpur, en þó ekki endilega í þessari röð. Jóladagatalið er öllum opið og aðgangseyrir er enginn. Allir fá óáfengt jólaglögg og piparkökur. JÓLADAGATAL Í NORRÆNA HÚSINU JÓLADAGATALIÐ 2013 Listakonan Sara Riel á heiðurinn af jóladagatali Norræna hússins í ár. Innskot í Fréttablaðið skilar árangri! MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið landsins með glæsilegt forskot á keppinautana. Meðallestur Fréttablaðsins í aldurshópnum 25-54 ára er 73% á höfuðborgarsvæðinu.* Við bendum auglýsendum á að notfæra sér forskotið þegar þeir velja dreifingarleið fyrir fjölpóst sinn. Við dreifum sex daga vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins. Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448 eða í tölvupóstfangi fjolpostur@frettabladid.is *P re nt m ið la kö nn un C ap ac en t o kt ób er –d es em be r 2 01 2 – hö fu ðb or ga rs væ ði 2 5- 54 á ra HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN Í FRÉTTABLAÐINU kopavogur@redcross.is redcross.is/kopavogur Allur ágóði rennur til verkefna innanlands. Rauði krossinn í Kópavogi heldur jólabasar laugardaginn 7. desember kl. 14-18 í Rauðakrosshúsinu Hamraborg 11, 2. hæð. Seld verða ýmis handverk sjálfboðaliða deildarinnar, sauma- og prjónavörur, handgert jólaskraut ásamt öðru föndri. JÓLABASAR Rauða krossins í Kópavogi 7. desember Heitt á könnunni!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.