Fréttablaðið - 29.11.2013, Page 36

Fréttablaðið - 29.11.2013, Page 36
FÓLK|HELGIN FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 VILLIJURTIR „Ég notaði aðalblá- berjalauf, blóðberg, einiber og birki- lauf.“ Rúllupylsukeppnin, sem haldin er í samvinnu við Slow Food-sam-tökin, fór nú fram í annað sinn en í fyrra fór keppnin fram í Króksfjarðar- nesi. Þá fengu Strandamennirnir Matt- hías Lýðsson og Hafdís Sturlaugsdóttir í Húsavík fyrstu verðlaun fyrir léttreykta rúllupylsu. Þau hjónin mættu fílefld til keppni í ár með rúllupylsu sem heitir því virðulega nafni Fjalladrottning, og vörðu titil sinn með sóma. Hafdís hefur nýtt slög í rúllupylsur allan sinn búskap. „Ég hef yfirleitt gert reyktar rúllupylsur og það var slík rúllu- pylsa sem við fórum með í keppnina í fyrra. Reyndar var hún bara léttreykt þá því við vorum bara búin að kveikja upp tvisvar þegar keppnin fór fram,“ segir Hafdís glettin en pylsan sló í gegn og þótti mjög góð. „Í upphafi gerði ég rúllupylsur svipaðar þeim sem mamma gerði en hef síðan prófað mig áfram með uppskriftir,“ segir Hafdís sem hefur mik- inn áhuga á villtum íslenskum jurtum og þær nýtti hún nú í Fjalladrottninguna. „Í hana notaði ég eingöngu villtar ís- lenskar jurtir sem krydd auk salts,“ segir Hafdís og telur upp þær jurtir sem hún notaði í verðlaunarúllupylsuna. „Ég notaði aðalbláberjalauf, blóðberg, einiber og birkilauf.“ Fjalladrottningin lagðist vel í dómarateymið sem Sverrir Þór Halldórsson matreiðslumeistari fór fyrir. „Villijurtabragðið kemur vel í gegn og sérstaklega er blóðbergið yfir- gnæfandi,“ segir Hafdís og bendir á að timjanbragðið af blóðberginu eigi mjög vel við lambakjöt. Hjónin í Húsavík vinna mikið með framleiðslu búsins. Þau eru með eigin kjötvinnslu þar sem þau saga og pakka lamba- og ærkjöti eftir óskum kaupenda. Þá eru þau einnig í nýsköpun. „Við bjuggum til Lostalengjur sem er aðalblá- berjagrafið og aðeins reykt ærkjöt sem einnig er þurrkað,“ lýsir Hafdís en afar gott er að borða Lostalengjurnar hráar sem forrétt. Ellefu rúllupylsur kepptu um Íslands- meistaratitilinn í Sauðfjársetrinu og voru fæstar þeirra hefðbundnar. „Fólk lét sannarlega hugmyndaflugið ráða,“ segir Hafdís en í öðru sæti varð rúllu- pylsan Strandasæla, sem Jón Jónsson aðstoðarmaður hjá Ferðaþjónustunni Kirkjubóli á Ströndum hafði útbúið, með sojasósu, rauðlauk og sveppum. Í þriðja sæti varð rúllupylsan Ein með öllu sem Jón Valur Jónsson og Dagrún Ósk Jóns- dóttir á Kirkjubóli gerðu, en þau notuðu hráan lauk og steiktan, tómat, remúlaði og sinnep í sína rúllupylsu. Sú pylsa var einnig valin sú frumlegasta í keppninni. En munu hjónin í Húsavík mæta aftur að ári til að verja Íslandsmeistaratitil- inn? „Það er aldrei að vita, ef manni dettur eitthvað nýtt og skemmtilegt í hug,“ segir Hafdís glaðlega. FJALLADROTTNING Í FYRSTA SÆTI KEPPNI Íslandsmeistaramót í rúllupylsugerð fór fram á Sauðfjársetri á Strönd- um um liðna helgi. Hjónin í Húsavík urðu hlutskörpust annað árið í röð. SIGURVEGARAR Hafdís er hér fyrir miðju með hinum sigurvegur- unum á Íslandsmeist- aramótinu í rúllupylsu- gerð. MYND/STRANDIR RÚLLUPYLSUKEPPNI Ellefu rúllupylsur voru skráðar til keppni en Fjalladrottningin, krydduð með íslenskum villijurtum, þótti bera af. MYND/STRANDIR Árlegt jóladagatal Norræna húss- ins byrjar að telja niður dagana til jóla á morgun, fyrsta sunnudag í aðventu. Eftir það er opnaður nýr gluggi á dagatalinu á hverjum degi til 23. desember og gestir fá að njóta atriðis í sal Norræna hússins. Með jóladagatalinu er mark- mið að bjóða upp á skemmtilega en óvenjulega dagskrá í hádeginu á aðventunni og gestir Norræna hússins fá að kynnast fjölbreyttum listviðburðum og uppákomum sem fjalla ekki endilega um jól. Jóladagatalið í ár var hannað af listakonunni Söru Riel. Þemað er loginn, lifandi ljós. Líkja má atrið- um dagatalsins við ljósið í myrkr- inu sem eykst í desember og er ljósloginn kjarni jólahátíðarinnar. Þeir sem stíga á svið í jóla- dagatali Norræna hússins verða Adda, Emilíana Torrini, Frímann, Spilmenn Ríkínis, Hugleikur Dagsson, Area of Stylez, Epla- skífur & Jóga, Kór eldri borgara í Neskirkju, Tónlistarskólinn í Reykjavík, Klarínettukórinn, Jóhanna Guðrún, Kór heyrnar- lausra, Ólafur Stefánsson, Vil- borg Arna Gissurardóttir, Selló Stína, Kvartettinn Kvika, Spectr- um, Jónína Leósdóttir, Kristín Eiríksdóttir, Bellstop, Ósk-Hildur og Steinunn (Mýragull) og Rapp- stelpur, en þó ekki endilega í þessari röð. Jóladagatalið er öllum opið og aðgangseyrir er enginn. Allir fá óáfengt jólaglögg og piparkökur. JÓLADAGATAL Í NORRÆNA HÚSINU JÓLADAGATALIÐ 2013 Listakonan Sara Riel á heiðurinn af jóladagatali Norræna hússins í ár. Innskot í Fréttablaðið skilar árangri! MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið landsins með glæsilegt forskot á keppinautana. Meðallestur Fréttablaðsins í aldurshópnum 25-54 ára er 73% á höfuðborgarsvæðinu.* Við bendum auglýsendum á að notfæra sér forskotið þegar þeir velja dreifingarleið fyrir fjölpóst sinn. Við dreifum sex daga vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins. Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448 eða í tölvupóstfangi fjolpostur@frettabladid.is *P re nt m ið la kö nn un C ap ac en t o kt ób er –d es em be r 2 01 2 – hö fu ðb or ga rs væ ði 2 5- 54 á ra HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN Í FRÉTTABLAÐINU kopavogur@redcross.is redcross.is/kopavogur Allur ágóði rennur til verkefna innanlands. Rauði krossinn í Kópavogi heldur jólabasar laugardaginn 7. desember kl. 14-18 í Rauðakrosshúsinu Hamraborg 11, 2. hæð. Seld verða ýmis handverk sjálfboðaliða deildarinnar, sauma- og prjónavörur, handgert jólaskraut ásamt öðru föndri. JÓLABASAR Rauða krossins í Kópavogi 7. desember Heitt á könnunni!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.