Fréttablaðið - 29.11.2013, Síða 56

Fréttablaðið - 29.11.2013, Síða 56
FRÉTTABLAÐIÐ Breki skartgripir. Helgarmaturinn og Spjörunum úr. 14 • LÍFIÐ 29. NÓVEMBER 2013 Það er ekkert óekta í hönnun Breka, þetta eru bara Rokk og ról-skartgripir sem henta fyrir bæði kynin. V ið héldum að við gætum sigrað heiminn ein í fyrra en það var ekki að virka. Ég vil gera allt hundrað prósent svo ég ætlaði bara að gera allt sjálfur en ég er bara gullsmiður og hönnuður,“ segir Jónas Breki Magnússon. Jónas Breki hefur búið í Danmörku í tæplega tíu ár ásamt eiginkonu sinni, Guðrúnu (Gúrý) Finnbogadóttur. Undan- farin ár hafa þau starfað saman að skart- gripalínunum Breki og Zero6, en Gúrý er einnig fatahönnuður. Árið 2010 fluttu hjónakornin til Víetnams en þar starf- aði Jónas Breki fyrir danska skartgripa- hönnuðinn Julie Saundlau. Eftir rúmlega árs búsetu í Asíu ákvað hann að stíga skrefið og verða sjálfstæður með eigin línu. Tvisvar hefur hann kynnt skartið á Copenhagen Fashion Week ásamt því að Gúrý hefur kynnt fatalínuna sína, Gúrý. Breki segir að nú hafi áherslurnar breyst til muna þar sem þau leggi meiri áherslu á skartið. „Við erum bestu vinir og erum búin að vera saman í ellefu ár svo það virkar bara að vinna saman,“ segir hann þegar hann er spurður út í samstarf- ið með eiginkonunni. Línuna segir hann vera svokallaða „street fashion“ sem þó er unnin úr ekta gulli, silfri og eðalstein- um. „Það er ekkert óekta í hönnun Breka, þetta eru bara Rokk og ról-skartgripir sem henta fyrir bæði kynin. Mig var búið að dreyma um að fá hina dönsku Anne Lindfjeld sem módel síðan ég sá hana fyrst því hún hefur allt til brunns að bera sem lýsir skartinu. Ég sendi henni skila- boð á Facebook í sumar og spurði hana og hún sló til,“ útskýrir hann og bætir við. „Það er ekki endilega erfiðara að ná í fræga liðið.“ Hjónin stefna á að koma til Íslands um jólin og jafnvel halda sýningu með nýju línunni. Breka-skartið fæst í versl- uninni Rhodium í Kringlunni. Hægt er að skoða línuna nánar á brekidesign.com SKARTGRIPIR VIÐ ERUM GOTT TEYMI Jónas Breki Magnússon gullsmiður hannar „Rokk og ról“-skartgripi í Danmörku og selur meðal annars í versluninni Rhodium. LJÓSMYNDARI Hildur María Valgarðsdóttir FYRIRSÆTA Anne Lindfjeld GRAFÍSKUR HÖNNUÐUR Sverrir Brynjólfsson KOLORISTI Daði Knee STÍLISTI Gúrý Gúrý og Jónas Breki starfa saman í Kaup- mannahöfn að Zero6 og Breka-skart- inu. RISA ÍÞRÓTTAMARKAÐUR Erum mættir aftur með fullt af merkjavörum á frábæru verði Laugardaginn 30. nóvember og sunnudaginn 1. desember kl. 10.00 – 20.00 verður stóri íþróttamarkaðurinn haldin í Laugardalshöll. Markaðurinn verður í gangi bara þessa tvo daga og eftir miklu að slægjast. Ameríkuverð á skóm og fatnaði frá Puma, Asics, Brooks, Ecco, Casall, Hummel, North Rock, Compressport, Ronhill. Under Armourm, Reebok o.fl. Starfmenn Atlas göngugreiningar ráðleggja með tölvugreiningarbúnaði um val á skóbúnaði eftir þínu fótlagi og niðurstigi. Komdu og gerðu frábær kaup á alla fjölskylduna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.