Fréttablaðið - 29.11.2013, Page 57

Fréttablaðið - 29.11.2013, Page 57
FRÉTTABLAÐIÐ LÍFIÐ 29. NÓVEMBER 2013 • 15 Mikið úrval er af skemmtilegum gjafavörum í Myconceptstore innst í Dalbrekku fyrir ofan Nýbýlaveg í Kópavogi. MYNDIR/VILHELM Heiða Björg Bjarnadóttir innkaupa- stjóri hefur valið saman einstaklega fallegar og ólíkar vörur víðs vegar að. Í versluninni er boðið upp á mikið úrval af loðkrögum, plötuspilurum, glerboxum, dýraljósum frá Heico, skartgripum, „vintage“ eðalmunum frá Frakklandi og Belgíu og margt, margt fleira fallegt. Verslunin er sannkallað- ur gullmoli fyrir augað, enda margt í búðinni sem gleður fagurkera. Flott glerbox Glerboxin eru til í mörgum stærðum og er afskaplega skemmtilegt að sjá hve vel ljósmyndir, bækur, skartgripir og aðrir fallegir munir njóta sín í boxunum. Fyrir vínyl-plöturnar Crosley-plötuspilararnir hafa verið afar vinsælir, en þetta vörumerki kom á markað í Bandaríkjunum árið 1920. Þeir eru bæði til í brúnu og svörtu og í tveim- ur stærðum. Þrátt fyrir að líta gamal- dags út eru þeir með tengi fyrir magn- ara og USB-tengi til að tengja við tölvu. Mögulegt er að taka upp plötur en einn- ig er möguleiki að tengja við önnur tæki til að spila í innbyggðum hátölurunum. Þá er tengi fyrir heyrnartól. Hljómurinn úr þessum græjum er einstakur og vel hægt að mæla með þeim. Dýraljós fyrir börnin Dýraljósin frá Heico eru afskap- lega falleg og er mikið úrval af þeim í versluninni. Hægt er að nefna sveppa-, kanínu-, broddgaltar-, snigil- og bambaljós, svo nokkur dæmi séu nefnd. Frá ljósunum er hlý og falleg birta. Gott í kuldanum Skinnvörur eins og loðkragar, vesti, húfur og treflar eru vinsælar vörur og enginn er svikinn af að fá slíka gjöf í jólapakkann. Sjón er sögu ríkari Best er að kíkja inn hjá okkur í Dal- brekku og skoða úrvalið. Hér er mikið af fallegum jólagjöfum á hag- stæðu verði. Einnig má skoða vörur og verð á heimasíðunni myconcept- store.is. Sendum um allt land. Sím- inn er 519 6699. GJAFAVARA FYRIR FAGURKERA Myconceptstore er verslun innst í Dalbrekku ofan við Nýbýlaveg í Kópavogi og einnig á netinu. Boðið er upp á mikið úrval af fallegri gjafavöru víðs vegar að úr heiminum. AUGLÝSING: MYCONSEPTSTORE.IS KYNNIR Falleg glerbox undir myndir og annað sem fólk vill hafa á góðum stað. Margar stærðir og gerðir. Vinsælir loðkragar, vesti, húfur og treflar. Flott gjöf. Dýralamparnir eru vinsælir í barnaherbergi. Gripir sem fegra heimilið. Hver vill ekki eiga fallegan hnött? Bandarísku Crosley plötuspilararnir eru með nýmóðins tækni þótt þeir líti út fyrir að vera gamlir.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.