Fréttablaðið - 14.12.2013, Síða 6

Fréttablaðið - 14.12.2013, Síða 6
14. desember 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 6 „Án efa hansbesta bók til þessa.“Helga Birgisdóttirspassian.is „Ragnar Jónasson er orðinn þrælflinkur í að búa til spennandi fléttu.“ Helga Birgisdóttir spassian.is NORÐUR-KÓREA, AP Jang Song- thaek var til skamms tíma næst- valdamesti maður Norður-Kór- eu. Almenningur þekkti hann sem föðurlegan öldung, en hann hefur nú verið tekinn af lífi með litlum sem engum fyrirvara. Nokkrum dögum fyrr hafði hann verið sviptur öllum emb- ættum og sakaður um spillingu, kvennafar, fjárhættuspil og fíkniefnaneyslu. Fréttirnar af aftökunni komu á óvart, en þær fóru hátt í ríkis- fjölmiðlum og 2.700 blaðsíðna greinargerð var birt opinber- lega, að því er virðist til að útskýra fyrir umheiminum hvers konar óbermi þessi maður hafi verið. Í greinargerðinni er farið mörgum orðum um að hann hafi reynt að grafa undan stjórn landsins með ýmiss konar véla- brögðum, og fullyrt að hann hafi haft það markmið að sölsa undir sig öll völd í landinu. Jang var í innsta hring fjöl- skyldunnar sem stjórnað hefur Norður-Kóreu öll þau sextíu ár, sem landið hefur verið til. Hann var tengdasonur fyrsta leiðtog- ans, Kim Il-sung, og þar með kvæntur föðursystur Kim Jong- un, núverandi leiðtoga sem tók við af föður sínum fyrir tveim- ur árum. Með aftökunni virðist eiga að senda skýr skilaboð til almenn- ings í landinu um að engin gagn- rýni á stjórn Kim Jong Ils verði liðin. - gb Norður-kóresk stjórnvöld sendu frá sér 2.700 blaðsíðna greinargerð vegna aftöku Jangs Song-thaek: Yfirlýsing um að gagnrýni verði ekki liðin FRÉTTIRNAR LESNAR Íbúar Norður-Kóreu fylgdust agndofa með atburðum dagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP 1. Hvenær á Anita Briem von á sínu fyrsta barni? 2. Hvað hlaut Hreiðar Már Sigurðsson þungan dóm í Al-Thani málinu? 3. Til hvaða borgar hefur easyJet hafi ð áætlunarfl ug? SVÖR 1. Í lok desember. 2. Fimm og hálft ár. 3. Bristol. SAMFÉLAGSMÁL „Okkur finnst það mjög sérstakt að áfengis- auglýsingar skuli vera látnar átölulausar. Það er merkilegt að virðing yfirvalda gagnvart rétt- indum barna og unglinga skuli ekki vera meiri en þetta,“ segir Árni Guðmundsson, formaður Foreldrasamtaka gegn áfengis- auglýsingum. Samtökin hafa frá miðju ári 2011 fengið 278 ábending- ar og kærur um ólöglegar áfeng- isauglýsingar í fjölmiðlum í gegnum heima- síðu sína. Á bak við hverja kæru eða ábendingu eru mismunandi margir foreldrar eða allt að tólf en oftast eru það tveir til þrír sem eru á bak við hverja kæru. Samtökin voru stofnuð árið 2008 og settu þá upp heimasíðu. Ráðist var á síðuna og því liggja upplýsingar um fjölda kæra ekki fyrir frá 2008 og fram til 2011. Árni áætlar hins vegar að kærur og ábendingar frá samtök- unum frá upphafi séu orðnar 600 til 700. Hann segir að lögreglan virðist úrræðalaus gagnvart mál- inu því ekki hafi verið gefnar út opinberar ákærur vegna ólög- legra auglýsinga frá árinu 2008. „Við erum afar undrandi á því að það skuli ekki vera gefnar út neinar ákærur í þessum málum. Að okkar mati er það alvarlegt brot þegar verið er að ota áfengi að börnum og unglingum. Oft eru auglýsingarnar dulbúnar, léttöl sem er í nákvæmlega eins umbúð- um og sterkt öl er auglýst. Án þess að nokkur áhersla sé lögð á fram- leiðslu léttölsins,“ segir Árni Hjalti Björnsson áfengisráðgjafi segir að rannsóknir hafi sýnt að áfengisauglýsingar hafi áhrif á börn og unglinga. „Það segir sig sjálft að menn væru ekki að eyða peningum í áfengisauglýsingar ef þær virk- uðu ekki. Unglingar og börn eru áhrifagjarnari en fullorðið fólk og það er auðveldara að hafa áhrif á þau,“ segir Hjalti og bætir við að það hljóti að vera siðferðileg spurning hvers vegna menn séu að setja lög ef það megi svo brjóta þau. Ekki náðist í fulltrúa lögregl- unnar við vinnslu fréttarinnar. jme@frettabladid.is Ekki ákært vegna áfengisauglýsinga Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum hafa sent Ríkislögreglustjóra tæpar 300 kærur og ábendingar vegna ólöglegra áfengisauglýsinga frá því um mitt ár 2011. Þrátt fyrir það hefur lögreglan ekki ákært í neinum slíkum málum frá árinu 2008. Í reglugerð um bann við áfengisauglýsingum frá 1989 segir að hvers konar auglýsingar á áfengi og einstökum áfengistegundum séu bannaðar. Enn fremur er bannað að sýna neyslu eða hvers konar aðra meðferð áfengis í auglýsingum. Með auglýsingu er átt við hvers konar tilkynningar til almennings þar sem sýndar eru í máli eða myndum, áfengistegundir eða atriði tengd áfengisneyslu, áfengisvöruheiti eða auðkenni, eftirlíkingar á áfengisvarningi, spjöld eða annar svipaður búnaður, útstillingar, dreifing prentaðs máls og vörusýnishorna. Bann við áfengisauglýsingum HAFA ÁHRIF Áfengisauglýsingar hafa áhrif á börn og unglinga segir áfengisráðgjafi. Þrátt fyrir hundruð ábendinga um ólögmætar áfengisauglýsingar gerir lögreglan ekkert í málunum segja Foreldrasamtök gegn áfengi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ÁRNI GUÐMUNDSSON SVEITARSTJÓRNARMÁL Björn Blöndal, aðstoð- armaður borgarstjóra og tónlistarmaður, mun leiða lista Bjartrar framtíðar í kom- andi borgarstjórnarkosningum. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi Bjartrar fram- tíðar rétt í þessu. Eins og komið hefur fram ætlar Jón Gnarr borgarstjóri ekki að sækjast eftir endurkjöri og ætlar að snúa sér aftur að gríninu. Besti flokkurinn, sem Jón fór fyrir, mun renna inn í Bjarta framtíð. Alls eru sex konur í tíu efstu sætunum á listanum, sem kynntur var í gær, og þrjár í efstu fimm sætunum. Athygli vekur að borgarfulltrúarnir Karl Sigurðsson, oft kenndur við Baggalút, Einar Örn Benediktsson, fyrrverandi Sykurmoli, og Páll Hjaltason, borgarfulltrúi og arkitekt, verða ekki meðal efstu manna á listanum. Ilmur Kristjánsdóttir leikkona kemur ný inn á listann í þriðja sæti. - kh, bj Þrjár konur í fimm efstu sætunum á lista Bjartrar framtíðar í Reykjavík: Björn Blöndal mun leiða listann 1. Björn Blöndal, aðstoðarmaður borgarstjóra og tónlistarmaður 2. Elsa Yeoman, forseti borgarstjórnar og húsgagnasmiður 3. Ilmur Kristjánsdóttir leikkona 4. Eva Einarsdóttir borgarfulltrúi 5. Ragnar Hansson leikstjóri 6. Magnea Guðmundsdóttir arkitekt 7. Kristján Freyr Halldórsson, bóksali og tónlistarmaður 8. Margrét Kristín Blöndal, varaborgarfulltrúi og tónlistarmaður 9. Heiðar Ingi Svansson bókaútgefandi 10. Diljá Ámundadóttir varaborgarfulltrúi Listi Bjartrar framtíðar LISTINN KYNNTUR Full- trúar Bjartrar framtíðar kynntu fram- boðslista sinn í Hljómskál- anum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA UNDIRSKRIFTASÖFNUN Rúmlega 1.800 manns höfðu síðdegis í gær skrifað undir áskorun á netinu þar sem stjórn Rík- isútvarpsins er hvött til að fram- lengja ekki ráðn- ingarsamning við núverandi útvarpsstjóra, Pál Magnússon. Undirskrifta- söfnunin hófst á mánudaginn. Í áskoruninni er því mótmælt hvernig staðið hefur verið að yfir- stjórn Ríkisútvarpsins og hvern- ig forgangsraðað er í fjármálum stofnunarinnar með aför að kjarna starfseminnar. Farið er fram á að staða útvarpsstjóra verði auglýst og sett verði skilyrði um víðtæk- an skilning á hlutverki almanna- útvarps og lagaskyldum Ríkis- útvarpsins. - fb Vilja Pál Magnússon á brott: 1.800 manns skrifað undir PÁLL MAGNÚSSON SAMFÉLAGSMÁL Kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík krefst þess að stjórnarflokkarnir standi við kosningaloforðin, sem þessir flokkar gáfu öldruðum og öryrkjum í aðdraganda síðustu þingkosninga. Þetta kemur fram í ályktun félagsins. Þá segir að stærsta kosninga- loforðið var loforðið um að leið- rétta lífeyrinn vegna kjaragliðn- unar undanfarin fjögur ár. Sú leiðrétting þýðir 20% hækkun líf- eyris aldraðra og öryrkja. Kjara- nefndin krefst þess að þetta lof- orð verði uppfyllt strax. Kjaranefndin fer jafnframt fram á að ríkisstjórnin stöðvi þegar í stað skerðingu lífeyris aldraðra frá almannatryggingum vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. - jme Eldri borgarar í Reykjavík: Vilja efndir á loforðum stjórnarflokka
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.