Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.12.2013, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 14.12.2013, Qupperneq 38
14. desember 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 38 48 tíma nauðungarvistun Halda má fólki á sjúkrahúsi gegn vilja þess í allt að 48 klst. ef lögmætar ástæður liggja fyrir. 1. Aðstandendur eða lögregla biðja um aðstoð læknis. 2. Læknir tekur ákvörðun um hvort flytja eigi viðkomandi á sjúkrahús. 3. Lögreglu er skylt að verða við beiðni læknis um að flytja mann nauðugan á sjúkrahús. 4. Ástand metið á bráðadeild geðdeildar. iPhone 4s Verð: 67.890.- Verð frá: 109.890.- Verð frá: 89.890.- iPhone 5ciPhone 5s Kortalán í allt að 36 mánuði Mánaðaráskrift fylgir 100 fyrstu símunum Mánaðaráskrift fylgir Skemmtipakkinn Mánaðaráskrift í gegnum OZ Appið* fylgir 100 fyrstu símunum keyptum hjá epli.is Á hverju ári er hátt á annað hundrað manns haldið nauðugum á Landspít- alanum og Sjúkrahúsinu á Akureyri. Um er að ræða einstaklinga með geðsjúkdóma, sem taldir eru hættu- legir sjálfum sér eða öðrum. Alvarlega geðsjúkir Þegar einstaklingur er nauðunga- vistaður er hann færður á sjúkra- hús gegn vilja sínum eða er mein- að um að útskrifast af sjúkrahúsi. Samþykki læknis nægir til að halda sjúklingi í allt að 48 klukkustundir nauðugum inni á sjúkrahúsi. Eftir þann tíma þarf að sækja formlega um nauðungarvistun til innanríkis- ráðuneytisins. Það er ekki leyfilegt að nauðungarvista sjálfráða einstak- linga, nema að læknir meti sem svo að viðkomandi sé með alvarlegan geðsjúkdóm, eða í ástandi sem jafna má til alvarlegs geðsjúkdóms. Eingöngu neyðarúrræði Heimildin til að nauðungarvista fólk byggir á lögræðislögum sem síðast var breytt árið 1997. Þar er fjallað um sviptingu lögræðis, það er sjálf- ræðis og fjárræðis, auk nauðung- arvistana. Lögin ná til fleiri hópa heldur en eingöngu geðsjúkra þar sem einnig má svipta fólk sjálfræði vegna ellisljóleika, vanþroska eða annars konar heilsubrests. „Það er jákvætt við íslensku lögræðislög- in að þau eiga í raun jafnt við um alla,“ segir Sigurður Páll Pálsson, yfirlæknir öryggis- og réttargeð- þjónustu Landspítalans. Víða ann- ars staðar, til dæmis í Svíþjóð, eru sérstök lög um geðsjúka. „Íslending- ar hafa ekki viljað stíga það skref, því það getur falið í sér mismun- un ef til eru lög um ákveðna hópa. Menn eru hræddir við of mikið kerfi og hræddir við misnotkun á þessu úrræði, því það á að vera neyðar- úrræði,“ segir Sigurður Páll. Sam- kvæmt lögræðislögunum getur heil- brigðisráðherra sett ítarlegri reglur um nauðungarvistanir, til dæmis um þvingaðar lyfjagjafir og aðra þvingaða meðferð. Sigurður Páll segir það ekki hafa verið gert: „Það vantar reglugerð með verklags- reglum fyrir fagfólk,“ segir hann. Hættuleg sjálfum sér eða öðrum Þegar tekin er ákvörðun um hvort færa eigi fólk á sjúkrahús metur læknir stöðuna á vettvangi, en svo fer fram annað mat þegar komið er á sjúkrahúsið. „Það fer í raun fram áhættumat á því hversu hættuleg- ur viðkomandi er sjálfum sér og öðrum,“ segir Sigurður Páll. Málin eru margvísleg, en þau snúast alltaf um hvort sjúkrahúsvist er nauðsyn- leg til að tryggja öryggi viðkomandi og annarra. Hann segir flóknustu málin vera þegar um ölvun eða fíkniefni er að ræða, því þá sé erfitt að meta hvort ástandið sé orðið sjúk- legt og þörf sé á nauðungarvistun. Sigurður Páll segir mikilvægt að fram komi að ofbeldi meðal geð- sjúkra er miklu sjaldgæfara heldur en sjálfsvíg. „Fólk með geðklofa er miklu líklegra til þess að falla fyrir eigin hendi en að meiða aðra. Níutíu og níu prósent af öllum geðsjúkum eru bara ósköp venjulegt fólk, en þegar fer saman geðrofssjúkdóm- ur og fíkn, þá margfaldast líkurn- ar á ofbeldi sjö- til ellefufalt.” segir Sigurður Páll. Í lögreglufylgd Lögreglu er skylt að verða við beiðni læknis um aðstoð við að flytja mann nauðugan á sjúkrahús og skal lækn- ir þá fylgja honum ef nauðsyn þykir bera til. „Okkur er falið þetta vald lögum samkvæmt. Lögreglan hefur heimild til að beita valdi og lög- reglumenn læra réttu handtökin í náminu,“ segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri í Reykjavík. Flutning- ur á sjúkrahús fer fram með sama hætti og handtaka og segir Stefán handjárn notuð ef þörf krefur, til að tryggja öryggi. „Ég held að lögregl- an komi ekki að nema þegar allar aðrar leiðir hafa verið reyndar,“ segir Stefán og bendir á að ef færa á mann nauðugan á sjúkrahús séu fáar leiðir færar án valdbeitingar. Sjálfræðissvipting Þegar nauðungarvistun er lokið að tuttugu og einum degi liðnum, en ljóst þykir að frekari meðferðar er þörf, er gripið til sjálfræðissvipt- ingar. „Skilyrðin til sviptingar eru mjög rúm. Það þarf að vera ótvíræð nauðsyn og einstaklingur svo veik- ur að hann þarf að vera á sjúkra- húsi, en það getur falið í sér allt frá vanþroska til geðveiki,“ segir Sig- urður Páll. Á öryggisdeild geðsviðs Landspítalans eru eingöngu sjúk- lingar sem sviptir hafa verið sjálf- ræði. „Þeir sem hafa verið margoft nauðungarvistaðir. Yfirleitt eru það allt ungir menn á aldrinum 20 til 40 ára í byrjandi geðrofi og með fíkni- vanda,“ segir Sigurður Páll. Sömu lögmál og í fangelsum Á öryggisdeild geðsviðs eru jafn- an átta til níu karlar á móti einni konu. „Karlar eru hættulegri sjálf- um sér, og eru þrisvar til fjórum sinnum líklegri til að svipta sig lífi heldur en konur,“ segir Sigurð- ur Páll. Hann segir að í raun gildi sömu lögmál um sjálfræðissvipting- ar og eigi við í fangelsum. „Áfeng- is- og vímuefnaneysla er algeng- ari meðal karla. Karlar koma líka almennt seinna inn í heilbrigðiskerf- ið og fá því minni þjónustu,“ bendir Sigurður Páll á. Á annað hundrað vistaðir nauðugir Í kjölfar atburða og frétta af afdrifum geðsjúkra á síðustu vikum hafa vaknað spurningar um hvort alvarlega geðsjúkt fólk fái fullnægjandi aðstoð í heilbrigðiskerfinu. Ár hvert er á annað hundrað manns nauðungarvistað á sjúkrahúsi vegna alvarlegra geðsjúkdóma. Á næstu dögum mun Fréttablaðið fjalla um nauðungarvistun og sjálfræðissviptingu geðsjúkra og leitast við að skýra ferlið frá frelsi til sviptingar. ➜ Neysla er orðin sýnilegri á geðdeildum Mikil fjölgun hefur orðið á neytendum fíkniefna innan geðheilbrigðiskerfisins. „Það hefur orðið sprenging í fíklum og neysla orðin sýnilegri. Það kemur meðal annars til vegna misnotkunar á rítalíni, sem getur valdið skyndisturlun. Sprautu- fíklar sem nota rítalín fá aðsóknarkennd, mikla fíkn og verða mjög hratt veikir. Þetta er nýtt vandamál,“ segir Sigurður. Hann segir það vera erfiðustu málin þegar einstaklingar eru með fíkn og hafa þróað með sér geðsjúkdóm. „En neysla firrir þig ekki ábyrgð,“ segir hann. „Það skiptir máli, því vandinn er að meta hvenær geðhrifin eru komin á það stig að það er rétt að grípa inn. Aðstandendur spyrja oft í þeim aðstæðum hvenær þeir geti fengið við- komandi sviptan, en það getur verið afar erfitt klínískt mat. Það nauðungarvistar enginn fólk að gamni sínu.“ FRÁ FRELSI TIL SVIPTINGAR HVERNIG ER STAÐIÐ AÐ NAUÐUNGARVISTUN? 21 dags nauðungarvistun Eftir 48 klst. þarf að sækja sérstaklega um nauðungarvistun. Halda má nauðungarvistuðum manni í allt að 21 dag, ef nauðsyn þykir. 1. Umsókn frá fjölskyldu eða félagsþjónustu, auk vottorðs frá geðlæknis er sent til innanríkisráðuneytis. 2. Leyfi fæst frá Innanríkisráðuneyti. Ráðuneytið má kalla til trúnaðarlækni til að meta aðstæður. 3. Sjúklingur hefur rétt á að hitta ráðgjafa sem skipaður er af innanríkisráðu- neytinu. 4. Sjúklingur hefur rétt á að bera ákvörðun um nauðungarvistun eða þvingaða meðferð undir dómstóla. Dómstóll óskar eftir áliti annars geðlæknis sem endurmetur ákvörðunina. Sjálfræðissvipting Eftir 21 dag þarf að sækja um sjálfræðissviptingu. Sjálfræðissvipting er minnst 6 mánuðir, en getur verið ótímabundin. Sjálfræðissviptur maður getur ekki neitað meðferð læknis, innlögn eða lyfjagjöf. 1. Krafa berst frá fjölskyldu, lögráðamanni, félagsmálastofnun, dómsmála- ráðherra eða einstaklingnum sjálfum. 2. Krafan fer fyrir dómstóla. 3. Skipaður er lögráðamaður í framhaldi af sjálfræðissviptingu. 4. Tímabundin lögræðissvipting fellur sjálfkrafa niður að sviptingartím- anum loknum, nema gerð sé krafa fyrir dómi um framlengingu eða um ótímabundna sviptingu. SKREF 1 SKREF 2 SKREF 3 Lögræðislög 19. gr. 1. Sjálfráða maður verður ekki vistaður nauðugur í sjúkrahúsi. Þó getur læknir ákveðið að sjálfráða maður skuli færður og vistaður nauðugur í sjúkrahúsi ef hann er haldinn alvarlegum geðsjúkdómi eða verulegar líkur eru taldar á að svo sé eða ástand hans er þannig að jafna megi til alvarlegs geðsjúkdóms. Sama gildir ef maður á við alvarlega áfengisfíkn að stríða eða ofnautn ávana- og fíkniefna. Aðkoma lögreglunnar að nauðungarvist- unum er gagnrýnd af sumum og þá sérstaklega að veikt fólk skuli vera fært á sjúkrahús í lögreglubíl, en ekki sjúkrabíl eins og aðrir sem veikjast. „Það er afleitt að lög- reglan komi að þessu og það ætti að vera sjúkrabíll sem flytur fólk á sjúkrahús, jafnvel þótt lögreglan mæti á svæðið,“ segir Auður Axelsdóttir, forstöðu- maður Geðheilsu-eftirfylgdar geðheilbrigðisþjónustu innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Þetta er mjög sýnileg valdbeiting þegar lögreglan kemur að þessu, sem veldur því að fólk reynir sem lengst að gera þetta ekki,“ segir Knútur Birgisson, sem gerði rannsókn í fötlunarfræðum á alvarlegum geðsjúkdómum innan fjölskyldna. Hann segir þjónustuna við geðsjúka þegar upp koma bráðatilvik vera mjög staðbundna við sjúkra- húsið, sem veki upp spurningar um hvort nauðungarvistun sé til komin til að þóknast umhverfi spítalans. ➜ Aðkoma lögreglu gagnrýnd
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.