Fréttablaðið - 14.12.2013, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 14.12.2013, Blaðsíða 46
14. desember 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 46 Auðvitað sameinuðust mjög voldug hagsmunaöfl í landinu gegn fyrri ríkisstjórn. Þetta var fyrsta hreina [vinstri] stjórn sögunnar. Það stóð aldrei til að hún fengi að sitja út kjörtímabilið. Það átti að knésetja okkur og það fór óendanlega í taugarnar á þeim þegar það tókst ekki. Við sýndum að vinstrimenn geta ekki bara unnið saman held- ur unnið þrekvirki við að koma landinu aftur á kjöl og klára heilt kjörtímabil við erfiðustu aðstæður í lýðveldissögunni og geri aðrir betur,“ segir Steingrímur. Ekki skynsamlegt að slíta stjórnarsamstarfinu Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkis- ráðherra, segir í bók sinni Ár drekans að Sam- fylkingin hefði átt að slíta stjórnarsamstarfinu við Vinstri græna árið 2012 út af ESB-málinu. Það hefði þjónað hagsmunum Samfylkingar- innar best. „Ég veit ekki hvað hefði verið best fyrir Samfylkinguna en ég held að það hefði ekki verið gott fyrir Ísland og ég var ekki með- mæltur því. Við náðum þrátt fyrir allt að klára mörg og mikilvæg verkefni þó að ýmislegt yrði undan að láta í lokin. Enda var okkur nú ekki beinlínis gert auðvelt fyrir. Muna menn hvernig stjórnarandstaðan var á síðasta kjör- tímabili? Það var ekki stjórnarandstaða. Það var mesta niðurrifs- og eyðileggingarstarf- semi sem ég hef nokkurn tímann orðið vitni að í pólitík og man ég þó stjórnarandstöðu Sjálf- stæðisflokksins gegn ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen sem var auðvitað heiftúðug,“ segir Steingrímur. Skuldaaðgerðir gagnast fáum Steingrímur setur ýmsa fyrirvara við skulda- aðgerðir ríkisstjórnarinnar sem kynntar voru í lok síðasta mánaðar. Hann fagnar því að til- lögurnar séu komnar fram en telur að mörgum spurningum sé enn ósvarað, t.d. hvað varðar fjármögnun. Þá segir hann að aðgerðin muni fyrst og fremst gagnast tekjuhærri hópum og það sé miður. „Veikleiki [þessara tillagna] er hinn félagslegi þáttur. Þetta mun fyrst og fremst gagnast tekjuhærri hópunum. Svo er það eins og hver annar brandari að tala um að leigjendum geti staðið til boða að leggja ein- hvern húsnæðissparnað inn skattfrjálst með þessum hætti. Ætli það verði nú margir sem búa í félagslegu leiguhúsnæði sem geta tekið 4% af launum sínum til hliðar í einhvern svona húsnæðissparnað? Þetta er bara gert til að blása aðgerðina upp og telja okkur trú um að þetta nái til 80% heimila í landinu. Að sjálf- sögðu verður það ekki þannig. Þetta er miklu þrengri hópur sem fær þarna úrlausn.“ Verðbólga gæti étið upp allan ávinning Seðlabankinn telur mögulegt að sérfræði- hópur ríkisstjórnarinnar hafi vanmetið áhrif skuldaaðgerðanna á verðlagsþróun. Stein- grímur tekur undir þær áhyggjur og óttast að verðbólgan muni éta upp allan ávinning heimila. „Við gætum fengið býsna harkalegan bakreikning í hausinn. Ekki bara verðbólg- una sem slíka. Ef hún færi aðeins upp um eitt til tvö prósent þá bítur það í á hverju ári. Ef Seðlabankinn teldi sig knúinn í framhaldinu til þess að hækka vexti þá er það mjög neikvætt fyrir atvinnulífið og alla skuldahliðina í hag- kerfinu,“ segir Steingrímur og telur nauðsyn- legt að meta nákvæmlega áhrif aðgerðanna. Þá segir Steingrímur að fjármögnunin, þ.e. það sem snertir skattaafslátt í tengslum við sér- eignarsparnað sé einnig eitthvað sem verði að skoða. Í raun séu stjórnvöld að ýta vandan- um inn í framtíðina. „Við erum að ýta þessum hluta vandans, þessum hluta byrðanna yfir á skattgreiðendur framtíðarinnar, þó nokkuð inn í framtíðina. Þetta gætu orðið um 40 millj- arðar króna. Sveitarfélögin eiga sérstaklega mikið undir þarna vegna þess að kerfið okkar er þannig að ríkið tryggir sveitarfélögum fullt útsvar og bætir það sem upp á vantar.“ Niðurlægjandi málflutningur Steingrímur gagnrýnir ríkisstjórn- ina fyrir að draga úr framlögum til þróunaraðstoðar. Forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa sagt að það sé nauðsynlegt að lækka þróunarstyrki til að efla heil- brigðisþjónustuna. „Er það sam- boðið íslensku þjóðinni? Vill hún að þessu sé stillt upp þannig af nauðhyggjustjórnmálamönn- um að við verðum að velja á milli þess að reyna að sýna lit í því að þoka okkar þróun- araðstoð upp á við eða reka Landspítalann? Við erum ekki svo fátækir, Íslending- ar,“ segir Steingrímur og gagnrýnir að þetta sé sett fram með þessum hætti. „Mér finnst þetta óboðleg tenging. Hún er niður- lægjandi fyrir þjóðina og það sjá það allir að þetta er ekki svona,“ segir Steingrímur. Það átti að knésetja okkur Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi formaður Vinstri grænna, segir að voldug hagsmunaöfl á Íslandi hafi reynt allt til að knésetja síðustu ríkisstjórn. Stjórnarandstaða núverandi stjórnarflokka hafi tekið út yfir allan þjófabálk og verið mesta niðurrifs- og eyðileggingarstarfsemi sem hann hefur orðið vitni að í pólitík. Viðtalið við Steingrím er hægt að sjá í þættinum Pólitíkin á www.visir.is. visir.is Höskuldur Kári Schram hks@frettabladid.is STJÓRNMÁLAÞÁTTTAKA 1980 1985 1990 1995 2000 2005 20101976 1978 19811982 1983 1987 1988 1999 2009 2011 2012 MENNTUN OG HELSTU STÖRF 1976 Stúdents- próf MA. 1981 B.Sc.-próf í jarðfræði HÍ. 1982 Próf í uppeldis- og kennslufræði HÍ. 1978-1982 Vörubif- reiðarstjóri á sumrum. 1982-1983 Við jarðfræðistörf og jafnframt íþróttafréttamaður hjá sjónvarpi. 1978-1980 Í Stúdentaráði. 1983- Alþingis- maður. 1987-1988 Formaður þing- flokks Alþýðubandalagsins. 1988-1991 Landbúnaðar- og samgönguráðherra. 1999-2013 Formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs frá stofnun flokksins. 2009-2011 Fjármálaráðherra. 2011-2012 Efnahags- og viðskiptaráðherra og sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðherra. 2012-2013 Atvinnu- vega- og nýsköpun- arráðherra. VIÐ GÆTUM FENGIÐ BÝSNA HARKALEGAN BAKREIKNING Í HAUSINN. EKKI BARA VERÐBÓLGUNA SEM SLÍKA. EF HÚN FÆRI AÐEINS UPP UM EITT TIL TVÖ PRÓSENT ÞÁ BÍTUR ÞAÐ Í Á HVERJU ÁRI Um núverandi ríkisstjórn Þeir voru dálítið kálfslegir í vor þegar þeir töluðu um að allur vandi Íslands væri bara þessari ónýtu ríkisstjórn að kenna. Þeir kæmu með sína snilld, smelltu fingrum og þá átti allt að vera komið hérna á fulla ferð. Kraftaverkin hafa hins vegar látið á sér standa. Skuldatillögur Mér var létt þegar ég sá að umfang þeirra var svona miklu miklu minna en Framsóknarflokkurinn hafði lofað fyrir kosningar þar af leiðandi er þetta efnahagslega ekki eins hættulegt eins og það hefði getað orðið. Lífið eftir ríkisstjórn Ég hef bara unað lífinu mjög vel núna í vor, sumar og haust. Það hefur verið kærkomið að mörgu leyti að geta aðeins um frjálst höfuð strokið og ráða mínum tíma aðeins sjálfur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.