Fréttablaðið - 14.12.2013, Page 48

Fréttablaðið - 14.12.2013, Page 48
14. desember 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 48 Guðsteinn Bjarnason gudsteinn@frettabladid.is Stjórnarandstæðingar í Taílandi hafa nú í nokkr-ar vikur krafist þess að Yingluck Shinawatra forsætisráðherra segi af sér. Hún hefur látið undan að hluta, leyst upp þing og boðað til kosninga, en ætlar að sitja áfram ásamt ríkisstjórn sinni fram að kosningum. Þetta dugar ekki stjórnarand- stæðingunum, sem vilja fá nýja stjórn strax. Og það sem meira er, þeir hafa engan áhuga á lýð- ræðislega kjörinni ríkisstjórn. Að minnsta kosti ekki þeir sem háværastir eru í kröfugerð sinni. Andstæðingar stjórnarinn- ar koma flestir úr röðum Dem- ókrataflokksins í höfuðborginni Bangkok. Demókrataflokkurinn var lengi vel stærsti og áhrifa- mesti flokkur landsins, en á seinni árum hefur hann sjaldnast náð nægum þingstyrk í kosningum til að geta myndað starfhæfa stjórn. Fyrst Thaksin Shinawatra, sem nú er í útlegð, og svo systir hans, Yingluck, hafa þess í stað haft sigur í hverjum kosningunum á fætur öðrum. Þau höfða einkum til almennings á landsbyggðinni, eru sökuð um lýðskrum og spill- ingu en virðast engu að síður hafa nokkuð traust meirihlutafylgi á bak við sig. Þess vegna eru líklega meiri líkur en minni á því að flokkur Yinglucks vinni sigur enn á ný þegar haldnar verða kosningar. Demókrataflokkurinn, sem lengst af þótti íhaldssamur kerfis- flokkur, er nú hættur að standa vörð um lýðræðið og vill frekar að konungurinn tilnefni menn flokkn- um þóknanlega í bráðabirgða- stjórn, eða komið verði á laggirnar einhvers konar „ráði þjóðarinnar“, sem ekki á að þurfa að kjósa. Lýðræðið hentar sem sagt flokknum ekki lengur, og þá á að þröngva stjórninni frá og ná völd- um án kosninga. Hvorki hinn vinsæli konungur landsins né hinn öflugi her hafa þó enn sem komið er tekið undir þessar kröfur, en liðsinni beggja væri væntanlega óhjákvæmilegt til að nýtt stjórnarfyrirkomulag ætti einhverja möguleika. Stjórnarandstæðingarnir hafa hins vegar verið duglegir við að efna til mótmæla af ýmsu tagi, og njóta greinilega mikils fylgis í höfuðborginni þar sem tugir þús- unda hafa tekið þátt í aðgerðum nánast á hverjum degi síðustu vikurnar. Þegar lýðræðið hentar ekki Ólgan í Taílandi undanfarnar vikur á sér margra ára rætur í valdatogstreitu gamla Demókrataflokksins og hinnar auðugu Shinawatra-fjöl- skyldu. Systkinin Thaksin og Yingluck hafa ítrekað unnið sigur í lýðræðislegum kosningum, en íhaldsöflin eiga erfitt með að sitja hjá. Taílenski herinn hefur, rétt eins og konungurinn, látið deilurnar undanfarið afskiptalausar. Löng hefð er þó fyrir því að herinn grípi inn í pólitískar deilur í Taílandi og bylti stjórninni. Síðast gerðist þetta árið 2006 þegar herinn steypti stjórn Thaksins Shinawatra af stóli eftir að langvarandi mótmæli stjórnarandstæðinga höfðu nánast lamað samfélagið. Her- inn afboðaði kosningar, leysti upp þingið, bannaði mótmæli, tók upp fjölmiðlaritskoðun og setti á neyðarlög. Rúmu ári síðar var komin ný stjórnarskrá og efnt til kosninga. Þar vann flokkur Thaksins sigur, þótt hann væri kominn í útlegð. TAÍLENSKI HERINN Thaksin Shinawatra virðist vera sá stjórnmálamaður, sem íhaldsöflin í Taílandi hafa mest gaman af að hata. Honum virðist vera kennt um allt illt. Hann var forsætis- ráðherra á árunum 2001 til 2006, en hafði áður auðgast mikið á rekstri fyrirtækja. Yingluck Shinawatra er 46 ára, yngsta systir Thaksins og hefur verið forsætisráðherra Taílands síðan í ágúst 2011. Áður en hún hóf afskipti af stjórnmálum stundaði hún viðskipti og stjórnaði meðal annars fjárfestinga- félagi Shinawatra-fjölskyldunnar. Stjórnarandstaðan sakar hana um að láta bróður sinn stjórna landinu í reynd úr útlegðinni. Þau Yingluck og Thaksin eru af auðugri fjölskyldu kín- verskra innflytjenda. Langalangafi þeirra, Seng Sae Khu, kom til landsins á sjöunda áratug 19. aldar, en afkom- endur hans tóku síðar upp ættarnafnið Shinawatra, sem mun þýða „gerir góðverk reglulega“. Stjórnmálaflokkurinn og nafnbreytingarnar Thaksin Shinawatra stofnaði árið 1998 stjórnmálaflokk, sem hét Thai Rak Thai, en það mun þýða Taílendingar elska Taílendinga. Flokkurinn lagði frá upphafi áherslu á að höfða til skuldugra bænda sem höfðu orðið illa úti í efnahagskreppunni árið 1997. Hann lofaði að koma efnahag landsins í betra horf og boðaði betri tíð fyrir landsbyggðarþorpin og fyrirtæki í fjárhagskröggum, en var gagnrýndur fyrir lýðskrumspólitík sem skilaði honum stórsigri í kosningunum árið 2001. Fljótlega eftir að flokkurinn komst til valda fór svo að heyrast gagn- rýni á að félögum og velunnurum flokksins væri hyglað umfram aðra, og að Thaksin forsætisráðherra hafi notfært sér aðstöðu sína til að hagnast persónulega. Það fór líka mjög fyrir brjóstið á íbúum í Bangkok og nágrenni að stjórn Thaksins sinnti ekki hagsmunum þeirra eins og hagsmunum landsbyggðarkjördæmanna, þar sem fylgi hans var mest. Hann mun meðal annars hafa sagt það beint út að hann sæi enga ástæðu til að sinna þeim kjördæmum sem kusu hann ekki. Árið 2007 bannaði stjórnlagadómstóll Taílands starfsemi Thai Rak Thai- flokksins. Liðsmenn hans stofnuðu þó fljótlega annan stjórnmálaflokk, sem fékk nafnið Palang Prachachon, eða Vald fólksins. Sá flokkur var einnig bannaður í lok árs 2008, en við tók þriðji flokkurinn, sem heitir Pheu Thai, eða Fyrir Taílend- inga. Sá flokkur er við völd í landinu nú, undir forystu Yinglucks Shinawatra. Demókrataflokkurinn er stærsti stjórnarandstöðuflokkur Taílands. Flokkurinn hefur frá því snemma á síðustu öld verið einn öflugasti stjórnmálaflokkur landsins, en á allra síðustu áratugum hefur hann sjaldnast náð meirihluta í þingkosn- ingum. Þetta er íhaldsflokkur, sem á greinilega erfitt með að sætta sig við að önnur öfl í Taílandi nái völdum. Abhisit Vejjajiva, leiðtogi flokksins, var forsætisráðherra á árunum 2008 til 2011. Hann var nú í vikunni ákærður fyrir morð í tengslum við átök árið 2010, þegar lögreglan réðst til atlögu gegn mótmælendum með þeim afleiðingum að hátt í hundrað manns létu lífið. Suthep Thaugsuban hefur orðið helsti leiðtogi mótmælenda í Taílandi þetta árið. Hann er 64 ára gamall, fyrrverandi þingmaður Demókrataflokksins og hann var varaforsætisráðherra meðan Vejjajiva var forsætisráðherra. Hann segist staðráðinn í að linna ekki látum fyrr en stjórn Yinglucks Shinawatra segir af sér. Og stefnir á að það gerist fyrir áramót. STJÓRNARANDSTAÐAN Í BANGKOK Bhumibol Adulyadej varð 86 ára í þessum mánuði. Hann hefur verið konungur Taílands frá árinu 1946 eða í 67 ár og hefur því verið lengur við völd en nokkur annar núlifandi þjóðhöfðingi. Hann nýtur mikilla vinsælda og virðingar meðal þjóðarinnar og hefur því mikil völd í raun, kjósi hann að beita þeim. Til þessa hefur hann kosið að láta ólguna undanfarið að mestu afskipta- lausa, en þó hvatt menn til að standa saman og halda friðinn. BHUMIBOL TAÍLANDSKONUNGUR STJÓRNARANDSTÆÐINGAR LEGGJA UNDIR SIG BREIÐSTRÆTI Í BANGKOK Andstaða íhaldsaflanna við stjórn Yinglucks Shinawatra nýtur mikils stuðnings í höfuðborginni Bangkok og víðar í suðurhluta landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP UPPÁHALDSÓVINURINN Stjórnarandstæðingar troða á mynd af Thaksin Shina- watra. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VALDATÍMABIL PÓLITÍSKU AFLANNA Í TAÍLANDI 2001-2013 Thaksin Shinawatra Flokkur: Thai Rak Thai 9. feb 2001 - 5. apr. 2006 og 23. maí 2006 - 19. sept. 2006 Chitchai Wannasathit Flokkur: Thai Rak Thai 5. apríl 2006 - 23. maí 2006 Samak Sundaravej Flokkur: Vald fólksins 29. jan 2008 - 8. sept 2008 Somchai Wongsawat Flokkur: Vald fólksins 18. sept 2008 - 2. des 2008 Yingluck Shinawatra Flokkur: Pheu Thai 5. ágúst 2011 - 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2103 Shinawatra-stjórn Herforingjastjórn Demókratastjórn SHINAWATRA-FJÖLSKYLDAN OG AUÐÆFIN THAKSIN SHINAWATRA YINGLUCK SHINAWATRA
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.