Fréttablaðið - 14.12.2013, Page 59

Fréttablaðið - 14.12.2013, Page 59
SPJALDTÖLVUR LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2013 Kynningarblað iStore, iPad, Tölvulistinn, Nextbook, Nexus 7, kjarni.is, spjaldtölvunotkun í Klettaskóla. iPad Air er vinsælasta spjald-tölvan hjá okkur núna enda er hún aðeins 469 grömm en með 9,7 tommu skjá. Vinnsluhraðinn er tvöfalt meiri en hjá fyrirrenn- aranum iPad4 og þá er hún með glænýjan hreyfiörgjörva sem sér um alla hreyfiskynjun,“ segir Sigurður Þór Helgason, eigandi iStore á Íslandi. Hreyfiörgjörv- inn sparar ekki aðeins batteríið heldur eykur virkni og auðveldar notkun spjaldtölvunnar til muna. „Hreyfiörgjörvinn reiknar út alla hreyfingu og halla á iPadinum. Það nýtist vel í simulator- eða hermiforritum, til dæmis f lug- leikjum og kappakstursleikjum og að auki eru ótalmörg önnur forrit sem nota þessa skynjara,“ lýsir Sigurður. Önnur nýjung hjá iStore er iPad mini Retina. Sú spjaldtölva hefur svipaða eiginleika og iPad Air en er minni. Hún er með retina-skjá sem þýðir að skjárinn er með of- urupplausn. „Það er mikill munur að horfa á retina-skjá, sérstak- lega þegar lesinn er smár texti eða skoðaðar ljósmyndir. Textinn verður hreinni og mun skýr- ari. Þá er í iPad mini Retina mjög góð myndavél og öf lugur örgjörvi,“ segir Sig- urður sem er ánægður með eft- irspurn landans eftir spjaldtölv- unum frá Apple. „Við önnum vart eftirspurn nú í desember enda er iPad greinilega afar vinsæl jóla- gjöf í ár.“ Lág bilanatíðni Apple er frumkvöðull á sviði spjaldtölvutækninnar og vin- sældir iPad má að hluta rekja til þess. Þá hefur lág bilanatíðni tölvanna einnig mikið að segja. „Bilanatíðnin er nánast engin í iPad enda er þetta besta tækið sem við höfum nokkurn tímann selt,“ segir Sigurður. Apple náði nýlega þeim áfanga að komin eru milljón forrit sem velja má úr fyrir iPad. „iPad er iðulega fyrsta val hugbúnaðar- framleiðenda,“ lýsir Sigurður. Hann segir framleiðendur tækja sem stýrt sé með spjaldtölvum ávallt styðjast við iPad fyrst en síðar komi umhverfi fyrir aðrar tölvur. „iPad var fyrsta spjald- tölvan á markaði og því er hann sú tölva sem ávallt er miðað við.“ Gætt að öryggi Fyrir utan lága bilanatíðni er stór kostur við iPad að í honum finnast engir vírusar. „Aftur á móti skipta vírusar tugum í And- roid og eigend- ur slíkra spjald- tölva geta lent í því að fá njósnafor- rit inn á tölvuna sína,“ segir Sig- urður og lýsir því að Apple geri mik lar öryggiskröf- ur. „Þeir hleypa aðeins ákveðn- um hugbúnaðarframleiðendum að stýrikerfinu sínu. Þeir eru með þúsundir starfsmanna í vinnu við að prófa forrit og rannsaka þau áður en þau fá að fara í notkun.“ Annað sé upp á teningnum hjá Android. „Þar getur hver sem er gert hugbúnað og fengið aðgang að öllu stýrikerfinu. Þar með auð- veldar það óprúttnum náungum að koma fyrir svokölluðum tróju- hestum í kerfið.“ Íslenskar lyklaborðstöskur iStore hefur látið framleiða fyrir sig lyklaborðstöskur með íslensku lyklaborði fyrir iPad Air og iPad 2 til 4. „Við fundum góðan framleið- anda til að gera lyklaborðstösk- ur fyrir okkur og hafa þær reynst afar vel. Þær koma í svörtu, rauðu og hvítu. Þetta eru hágæðatöskur með flottu lyklaborði og ending- artími batterísins er afar góður,“ segir Sigurður. Aðeins þarf að para iPadinn einu sinni við lyklaborðið sem er í töskunni. Eftir það er nóg að opna iPadinn og þá er um leið hægt að vinna á lyklaborð- ið. „Taskan veitir iPadinum mjög góða vörn,“ segir Sigurður en einnig er hægt að taka lyklaborð- ið úr töskunni þar sem það er fest með seglum. Þá fylgja lyklaborðs- töskunni íslenskar leiðbeining- ar sem auðveldar fyrstu skrefin fyrir marga. iPad er vinsæll í jólapakkann Mikið er um að vera í iStore í Kringlunni um þessar mundir enda anna starfsmenn vart eftirspurn eftir iPad-spjaldtölvum sem eru vinsælar í jólapakkann. Vinsældir iPad má meðal annars rekja til afar lágrar bilanatíðni auk þess sem enga vírusa er að finna í spjaldtölvunum frá Apple. iStore hefur látið framleiða fyrir sig lyklaborðstöskur með íslensku lyklaborði. iPad Air tengdur íslensku lyklaborði í tösku sem iStore hefur látið hanna fyrir sig. Sigurður Þór Helgason, eigandi iStore, með lyklaborðstöskurnar sem iStore lætur framleiða fyrir íslenskan markað. MYND/GVA Styrktarsjóðurinn iBörn iStore rekur styrktarsjóðinn iBörn sem hefur að markmiði að gefa hreyfihömluðum börnum iPad í þeirri viðleitni að þjálfa upp meiri hreyfigetu, hjálpa við tjáningu og auka þar með lífsgæði barnanna. „Við höfum þegar gefið 27 börnum iPad en stefnum á að vera búin að gefa 30 iPada fyrir jólin enda á sjóðurinn þriggja ára afmæli,“ segir Sigurður eigandi iStore. Hann tiltekur að styrktarsjóður- inn verði ávallt hluti af fyrirtæk- inu. „Enda er ótrúlega spennandi að hjálpa til við að breyta lífi þess- ara barna.“ Sigurður segir iPadinn geta hjálpað þessum börnum mjög ótrúlega mikið enda hægt að setja í tölvuna forrit sem örva skynjun og hreyfigetu. „Ég held að öll börnin hafi sýnt góðan árangur, sum meiri en önnur. Ég þekki dæmi um foreldra sem vissu ekki hvort nokkur hugsun leyndist að baki hreyfingum barnsins síns. Eftir notkun á iPad sáu þau barnið sitt í nýju ljósi, þarna var einstak- lingur sem gat tjáð sig um langan- ir sínar og tilfinningar,“ lýsir Sig- urður. Hann segir mikla breyt- ingu verða á lífi foreldranna við þessa uppgötvun en ekki síður á lífi barnsins sem loks getur komið eigin skoðunum á framfæri. Sigurður tekur dæmi um fyrstu stúlkuna sem fékk iPad frá iStore. „Hún var alveg lömuð fyrir utan pínulitla hreyfigetu í tveim putt- um sem talin var ómarkviss. Hún sýndi strax viðbrögð við iPadinum og sex mánuðum síðar var hún búin að þjálfast svo mikið að hún var farin að keyra hjólastól,“ lýsir Sigurður glaðlega. Upp úr þessu fór Sigurður að kynna iPadinn fyrir starfsfólki ýmissa stofnana, talmeinafræðingum, hjúkrunar- fræðingum og iðjuþjálfum til að sýna fram á kosti iPads sem hjálp- artækis. Sigurður segir sjóðinn gjarn- an vilja fá ábendingar um hreyfi- hömluð börn sem iPad gæti komið að góðum notum fyrir. „Við erum alltaf að leita eftir ábendingum um börn sem við getum aðstoðað og hægt er að senda inn upplýsingar á iborn@ istore.is.“ iStore hefur gefið 27 hreyfihömluðum börnum iPad en þau verða 30 fyrir jól enda sjóðurinn þriggja ára um þessar mundir.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.