Fréttablaðið - 14.12.2013, Blaðsíða 62
FÓLK|HELGIN
Plötunni hefur verið vel tekið en öll lögin eru samin af þeim Guðmundi Óskari Guðmundssyni og Bjarna Frímanni
Bjarnasyni. Textarnir eru sóttir í klassísk ís-
lensk ljóðasöfn. „Við höfum fengið frábærar
viðtökur sem er æðislegt. Útgáfutónleikar
verða í Fríkirkjunni á miðvikudagskvöld. Þar
viljum við skapa notalega jólastemningu í
fallegu umhverfi,“ segir Sigríður sem segist
vera mikið jólabarn.
„Ég hef alltaf verið mikið jólabarn þótt ég
skreyti ekki mikið né baki smákökur. Það er
eiginlega vegna þess að ég hef ekki tíma til
þess. Ég reyni að nota tímann í desember
fyrir sjálfa mig og hitta gott fólk þegar ég
hef tíma.“ Hún segist ekki hafa pláss fyrir
jólatré en setur upp nokkrar greinar til að fá
jólastemningu. „Mér finnst alltaf notalegt að
kveikja á kertum og jafnvel fara út að borða á
aðventunni,“ segir hún.
MEÐ FJÖLSKYLDUNNI Á JÓLUM
Sigríður fer til foreldra sinna á aðfangadags-
kvöld. „Við erum ekki með neinar sérstakar
hefðir, erum frekar sveigjanleg í jólasiðum.
Þegar ég var yngri voru alltaf rjúpur en á
undanförnum árum hefur móðir mín frekar
prófað eitthvað nýtt. Sjálfri er mér alveg
sama hvað ég borða á jólum, það mætti vera
fiskur eða sushi. En það verður örugglega
eitthvað gott á borðum. Við höldum hins veg-
ar í þá hefð að fara í miðnæturmessu í Dóm-
kirkjunni. Ég var í Hamrahlíðarkórnum í mörg
ár og systur mínar á undan mér en kórinn
syngur alltaf í þessari messu,“ segir Sigríður
enn fremur. „Mér finnst það mjög hátíðlegt.“
JÓLAGESTUR
Það er nóg að gera hjá Sigríði sem í dag
syngur á tvennum tónleikum á Jólagestum
Björgvins í Laugardalshöll. „Það er ótrúlega
skemmtilegt að syngja á þessum tónleikum
og gleðin svífur yfir. Á morgun förum við
Guðmundur Óskar síðan norður á Drangs-
nes á Ströndum og ætlum að syngja fyrir
íbúa þar. Vinur okkar, Bjössi Borkó tón-
listarmaður, býr á Drangsnesi og stendur
fyrir þessum tónleikum. Það verður gaman
að heimsækja hann og syngja á þessum
fallega stað. Ég hef reyndar aldrei komið
þarna áður,“ segir Sigríður sem fer síðan til
Akureyrar um næstu helgi þar sem verða
útgáfutónleikar hjá hljómsveitinni Hjaltalín.
„Það hefur verið nóg að gera hjá hljómsveit-
inni og við munum einnig spila milli jóla og
nýárs. Eftir áramótin leggjum við síðan land
undir fót og förum í tónleikaferð til Evrópu.
Fyrst koma áramótin sem ég ætla að eyða
með fjölskyldu minni, fara á brennu og þess
háttar. Mig langar síðan að taka mér jólafrí
fyrstu dagana í janúar, lesa bækur og hafa
það gott.“
Þegar Sigríður er spurð hvert sé hennar
uppáhaldsjólalag er hún fljót að svara: „Það
er Jólakötturinn eftir Ingibjörgu Þorbergs. Ég
syng það oft, enda vel samið lag.“ ■ elin@365.is
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi
viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is,
s. 512 5434 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447
JÓLABARN
„Ég hef alltaf verið mikið jólabarn þótt ég skreyti ekki mikið né baki smákökur. Það er eigin-
lega vegna þess að ég hef ekki tíma til þess.“
SYNGUR INN JÓLAGLEÐINA
MARGT AÐ GERAST Sigríður Thorlacius söngkona er komin í jólaskap, enda hefur hún í nógu að snúast á hinum ýmsu jóla-
tónleikum. Hún fagnar líka nýrri plötu sinni, Jólakveðju.
Glæsilegir
vinningar í boði
Íslensk framleiðsla
www.papco.is
Við erum á Facebook
JÓLAKVEÐJA
Jólaplötu Sig-
ríðar Thorlacius
hefur verið afar
vel tekið.