Fréttablaðið - 14.12.2013, Side 118

Fréttablaðið - 14.12.2013, Side 118
14. desember 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 90 Orfeus Publishing í Noregi hefur nýlega gefið út bók sem ber titilinn The Nerdrum School. Þar gefur að líta nýleg málverk eftir Odd Nerdrum ásamt fjöl- mörgum verkum eftir lærlinga og aðstoðarmenn hans. Margir þeirra eru farnir að láta að sér kveða í listheiminum. Listgagnrýnandinn og fyrr- verandi ritstjóri Art in Amer- ica, Richard Vine, skrifar for- mála að bókinni. Richard veltir upp áleitnum spurningum varð- andi myndlist samtímans og í framhaldi af því hvernig litið hefur verið fram hjá þeim miklu áhrifum sem verk og hugmyndir Nerdrums hafa haft á fjölda listamanna um víða veröld. Íslenski listmálar- inn Stefán Boulter er meðal þeirra sem eiga nokk- ur verk í bók- inni. Stefán hélt stóra sýningu á verkum sínum í Listasafninu á Akureyri síð- asta sumar og fyrr á árinu tók hann þátt í sýn- ingunni Con- verge í 25CPW Gallery í New York-borg. Bók um list Nerdrums The Nerdrum School nefnist nýútkomin bók um verk Odds Nerdrum og lærlinga hans. Íslendingurinn Stefán Boulter á nokkur verk í bókinni. BÆKUR ★★★★★ Guðni– Léttur í lund Guðni Ágústsson VERÖLD Guðni Ágústsson gaf út ævisögu sína, Guðni af lífi og sál, árið 2007. Í einni af sögunum í nýjustu bók Guðna – léttur í lund, segir hann frá því þegar Árni Sigurðsson, bóndi í Skagafirði, fékk þrjú ein- tök af ævisögunni í jólagjöf. Þegar Árni var spurður hvort hann hafi skilað bókunum í Kaupfélagið svarar hann: „Nei, nei. Ég las þær allar og sú síðasta var best.“ Þessi nýja bók Guðna er ekki ævisaga heldur samansafn af skemmti- sögum þar sem sögu- maðu r i n n Guðn i Ágústsson er í aðal- hlutverki. Í síðasta hluta bókarinnar stíga reyndar aðrir sögumenn fram og lýsa kynnum sínum af Guðna. Þar er einna mest- ur fengur að frá- sögn Hrafns Jök- ulssonar sem móðgaði Guðna illilega þegar hann var rit- stjóri Alþýðublaðsins. Guðni kærði Hrafn til Blaðamanna- félagsins, Hrafn var ávíttur og töluðust hann og Guðni ekki við í langan tíma. Þegar Hrafn leitaði loks sátta var Guðni tilbúinn að taka við útréttri sáttarhönd með þeim orðum að: „Engin vinátta er traust- ari en sú sem hefur hlotið eldskírn óvináttunnar.“ Það eru sögur á borð við þess- ar sem gera bók Guðna að afar ánægjulegri lesningu. Bókin lýsir tíma þar sem virðing fyrir Alþingi var meiri í samfélaginu og alþing- ismenn báru kannski meiri virð- ingu fyrir sér sjálfum. Eftir að tekist er á í pontu fljúga vísurn- ar milli manna, oft dýrt kveðið og skotið fyrir neðan beltisstað. Af sögum Guðna að dæma ríkti ekki jafn mikil reiði og hatur á Alþingi eins og almenningur og þingmenn sjálfir upplifa í dag. Sjálfur vitnar Guðni jafnt í Einar Ben og Stein Steinarr og ræða hans á Njáluslóðum þar sem hann leitast við að finna sam- svörun með þingmönnum og pers- ónum í Njálu er óborganleg. Össur Skarphéðinsson er Mörður Val- garðsson endurfæddur: „Enginn frýr honum vits, en meir er hann grunaður um græsku … “ Jóhanna er Bergþóra Skarphéðinsdóttir endurfædd og Bjarni Ben Höskuld- ur Hvítanesgoði sem kann að sigra „ef hann viðrar lökin og skítugar sængurnar í Valhöll“. Þær eru oft kostulegar sögurn- ar sem Guðni segir af ferðalögum alþingis- manna um landið; þjóðleg- ur fróðleikur og ást Guðna á kynlegum kvist- um, bændum og búandmönnum dýpkar frásagn- irnar og gerir þær að áhugaverðum heimildum. Þetta er ekki stór pólitísk ævi- saga, eins og bók Steingríms, eða ítarlegar lýsingar á umbrotatíma í sögu þjóðarinnar eins og í bók Össurar. En þetta er bók sem leiftrar af húmor og frásagnargleði. Það er kostulegt að lesa um samskipti Guðna við Jóhannes eftirhermu sem oft „náði“ Guðna betur en hann sjálfur, eða um símtöl Guðna við nafna sinn í símaskránni sem tók við hótunarsímtölum um miðj- ar nætur af jafnaðargeði og gaf ráðherranum dýrmætan svefnfrið. Og eflaust eiga þeir bændur sem fá fleiri en eitt eintak af bókinni um jólin í ár eftir að una glaðir við sitt. Símon Birgisson NIÐURSTAÐA: Guðni – Léttur í lund er bráðfyndin, einlæg og oft kostuleg lýsing á Guðna sjálfum, samferða- mönnum hans og horfnum tímum í íslenskri pólitík. Þverpólitísk ekkiævisaga RAGNHEIÐUR ný ópera eftir Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson FRUMSÝNING Í ELDBORG 1. MARS 2014 GJAFAKORT SELD Í MIÐASÖLU HÖRPU gefðu óperusýningu í jólagjöf Pekanhnetur og jurtir: 2 dl pekanhnetur 2–3 sellerístilkar, skornir í bita 1/2 blaðlaukur, skorinn smátt 1/2 rauð paprika, skorin í teninga 1 rauðlaukur, skorinn smátt 1 grænt epli, skorið í teninga 1/2 fenníka, skorin smátt 1 rauður chilipipar, fræhreinsaður, smátt skorinn 4 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir 4 msk fersk estragonblöð, skorin smátt 2 greinar rósmarín + 2 greinar timjan, heilar 250 g smjör, brætt 3 msk hvítvínsedik (eða annað úrvals vínedik) 1 msk hlynsíróp kryddsalt og svartur og hvítur pipar úr kvörn 6–8 sneiðar heilhveitibrauð, skorið í teninga Kastaníuhnetur, ávextir og beikon: 2 dl kastaníuhnetur 1/2 dl furuhnetur 4 plómur, 4 apríkósur, 2 nektarínur, flysjaðar, steinninn fjarlægður og skornar í báta 1 dl vínber, steinlaus og skorin í tvennt 1 grænt epli, skorið í teninga 2 sellerístönglar, skornir smátt 8 sneiðar beikon, fínt skorið og steikt. 2 greinar rósmarín + 2 greinar timjan, heilar 250 g smjör, brætt 3 msk hvítvínsedik (eða annað úrvals vínedik) 1–3 msk hlynsíróp (fer eftir súrleika ávaxtanna) kryddsalt og svartur og hvítur pipar úr kvörn 6–8 sneiðar heilhveitibrauð, skorið í teninga Skolið fuglinn vel undir köldu vatni að innan og utan. Þerrið vel með eldhúspappír. Saltið (gjarnan með kryddjurtasalti) að inn an. Að fylla kalkúna er ekki eingöngu sem meðlæti með hátíðar rét t- inum heldur er það líka bragð- og kryddkeimurinn sem skiptir máli. Best er að matreiða kalkúnann við lágan hita og lengi í ofni. Þumal fingursreglan er 120° og 40 mínútur á kíló. Pensla hann stöðugt með bráðnu smjöri sem hefur verið kryddað með salti og pipar. Einnig er vinsælt að væta viskustykki upp úr bræddu smjörinu og leggja ofan á. Þá smyr fuglinn sig sjálfur. Að loknum eldunartímanum er fuglinn tekinn út og ofninn hækkaður upp í 220°. Þegar það hitastig er komið smellið þá kalkúnanum í ofninn og brúnið við háa hitann í nokkrar mínútur. Athugið að fara þá ekkert frá ofninum og fylgist mjög vel með svo að kalkúninn brúnist ekki of mikið og brenni. Pekanhnetur og jurtir. Blandið hnetunum og öllum jurtunum saman, nema rósmarín og timjangreinunum í víða skál. Hellið bræddu smjörinu yfir, kryddið og piprið rausnarlega með bæði hvítum og svörtum pipar. Látið brauðteningana út í og blandið vel saman með sleif. Rósmarín- og timjangreinarnar stingast svo heilar með fyllingunni þegar hún fer í kalkúnann og verða fjarlægðar að lokinni eldun. Krydd jurtagreinarnar gefa ilm og angan í fyllinguna. Kastaníuhnetur, ávextir og beikon. Blandið innihaldinu saman eins og lýst er hér að ofan. Rósmarín og timjangreinar einnig not- aðar á sama hátt. KALKÚNI OG TVÆR FYLLINGAR 5–6 kílóa kalkúni fyrir 10–12
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.