Fréttablaðið - 14.12.2013, Blaðsíða 120

Fréttablaðið - 14.12.2013, Blaðsíða 120
14. desember 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 92 BÆKUR ★★★★ ★ Klefi Nr. 6 Rosa Liksom Þýðing: Sigurður Karlsson UPPHEIMAR Finnskar skáldsögur hafa eitthvert yfirbragð sem gerir þær ólík- ar skáldsögum allra annarra landa. Það er þessi einstaka blanda af svartamyrkri og kaldhæðnislegum húmor sem hrífur lesandann með sér, hristir upp í honum og fær hann til að glotta meinlega með sjálfum sér. Verðlaunaskáldsaga Rosu Lik- som, Klefi Nr. 6, fer enn lengra inn á þetta einstigi kolsvartrar örvænt- ingar og kaldhæðins húmors en flestar aðrar finnskar skáldsögur sem ég hef lesið og heillar mann, sannast að segja, gjörsamlega upp úr skónum. Þar hjálpast allt að. Sögusviðið er óvenjulegt; þröngur lestarklefi í lest á ferðalagi yfir þver Sovétríkin heitin, leyndardómsfull aðalpersóna; finnsk námsmey sem virðist vera á flótta frá Moskvu án þess að lesand- anum sé ljóst fyrr en seint og um síðir hvað hún er að flýja, og erki- rússneskur drykkjusvoli sem deilir með henni klefanum í þessar vikur sem ferðalagið tekur. Lýsingarnar á samskiptum þeirra eru meistara- stykki í fyrrnefndum finnskum bik- húmor, hann er í flesta staði ógeð- felldur rusti, kallar konur aldrei annað en kuntur eða hórur, sýnir stúlkunni hvað eftir annað grófa kynferðislega áreitni, en er samt sem áður brjóstumkennanlegur og furðanlega viðkunnanlegur, enda tekst með þeim tveimur hin prýði- legasta vinátta þegar á líður, þrátt fyrir allt. Það sem allra mest hrífur eru þó lýsingarnar á Sovétríkjunum, íbúum þeirra og borgum, hrika- legu landslagi, bruna- frosti, örvæntingu og von. Í örstuttum myndum dreg- ur Liksom upp firnasterkar myndir sem lifa með lesand- anum lengi og súmmera upp lífið, þrárnar og vonirnar í þessu stórveldi sem á sögu- tímanum er örstutt frá því að líða undir lok. Maður gleym- ir stund og stað í þessu ægi- lega umhverfi sem um leið er svo fullt af mannlegum breyskleika og ofurvenjulegu fólki sem hægt er að samsama sig. Mann langar helst að byrja aftur á bókinni um leið og lestri lýkur til að komast inn í þenn- an heim að nýju. Stíll Liksom er æði sérstakur, knappur og hrikalegur eins og síber- ísk túndra og það hefur ekki verið áhlaupaverk fyrir meistaraþýðand- ann Sigurð Karlsson að snara þess- um texta yfir á íslensku. Hann leysir það þó auðvitað af hendi með sóma og bravúr og skapar áhrifaríkan texta sem manni finnst næstum að sé á frummálinu, svo erkifinnskur er hann í gegn. Það er engin furða að Liksom hafi hlotið Finlandia-verðlaunin fyrir þessa sögu og verið tilnefnd af hálfu Finna til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Hér er einfald- lega komin ein besta skáldsaga sem undirrituð hefur lesið árum saman og full ástæða til að hvetja alla sem unna góðum bókmenntum til að láta ekki Klefa Nr. 6 fram hjá sér fara. Friðrika Benónýsdóttir NIÐURSTAÐA: Sterk, hrottaleg, fögur og einstaklega vel stíluð skáldsaga sem allir ættu að lesa. Lestin brunar, brunar Myndlistarmaðurinn Grétar Mar Sigurðsson opnaði nýverið lista- sýningu á Hótel Kaffistofu. Grétar Mar er á lokaári í myndlistadeild Listaháskóla Íslands og er sýning listamannsins „Upplifun“ fyrsta einkasýning hans. Grétar er skap- ari listafígúrunnar „Mar“ en það er að sögn Grétars tilraun hans til að tengja alla listmiðla og ná þannig til sem flestra með sköpuninni. Grétar segir tilganginn með Mar vera að breiða út ákveðinn boðskap sem hann telur að allir ættu að hafa aðgang að. „Boðskap- urinn er tvíþættur. Sá fyrri snýr að gagnrýnni hugsun og sá síðari að nauðsyn andlegrar framþró- unnar og þroska hinnar mannlegu meðvitundar. Listaverk Mars eiga að varpa ljósi á hvers sköpunin er megnug og hvað hún er nauðsyn- leg fólki og samfélaginu í heild.“ Á sýningunni má sjá mynd- og prent- verk, hljóðverk, ljóð, innsetningu, lifandi skúlptúr og gjörning þar sem listamaðurinn gerir tilraun til að hugleiða eins lengi og lík- aminn leyfir. Áhorfendum verð- ur einnig boðið að taka þátt í hug- leiðslu á sýningunni. „Fólk getur komið og gert það á sínum forsend- um, ég ráðlegg fólki í hugleiðslu að vera með sperrtan hrygg, hugann tóman og augun lokuð, og að það beini augum að enninu.“ Grétar byrjaði sjálfur að hug- leiða fyrir nokkrum árum og hefur kynnt sér ýmsar hugleiðsluaðferð- ir. „Þær hafa algjörlega breytt lífi mínu og ég vil gefa fólki færi á að upplifa það sama. Við erum öll með svipaða líkams- og hugar- starfsemi svo að bara það að sitja í nokkrar mínútur og hugsa ekki neitt gefur öllu kerfinu eins konar endurræsingu. Á sýningunni má því segja að fólki gefist tækifæri til að skoða sitt innra rými.“ Tilgangurinn með sýningunni var upphaflega að gefa fólki vett- vang til að hugleiða. „Ég hef tekið eftir því að það eru afar fáir staðir sem bjóða upp á það. Erlendis hef ég hugleitt til dæmis í flugvallar- kapellum, sem er ágætis nýting á slíkum rýmum að mínu mati. Það er mín skoðun að það sé á ábyrgð samfélagsins að skapa slíkan vett- vang fyrir þegna sína því ég er þess handviss að fólk myndi nýta sér það, samfélaginu öllu til heilla.“ Sýning Mars mun standa alla helgina á Hótel Kaffistofu. Hverf- isgötu 42B. en henni lýkur á sunnu- dagskvöldið. Júlía Margrét Einarsdóttir Fá tækifæri til að skoða sitt innra rými Listamaðurinn Grétar Mar Sigurðsson hefur opnað sína fyrstu einkasýningu á Hótel Kaffi stofu. Áhorfendum gefst kostur á að skoða list og stunda hugleiðslu. GRÉTAR MAR Myndlistarmaður. MYND/VILHELM RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • WWW.SM.IS HEIMABÍÓ Í EINUM HÁTALARA JBL Cinema SB200 59.990 VERÐ HELSTU KOSTIR • Getur notað sömu fjarstýringu og sjónvarpið • Harman Display Surround tækni • Þráðlaus Bluetooth tenging • Einfalt í uppsetningu SM.I S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.