Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.12.2013, Qupperneq 130

Fréttablaðið - 14.12.2013, Qupperneq 130
14. desember 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 102 Karlakórinn Bartónar og Kvenna- kórinn Katla efna til uppákomu í Gamla bíói á þriðjudaginn sem kall- ast Jólastórtónleikar. Karlakórinn Bartónar er fjögurra ára gamall karlakór sem var stofnaður af fasta- gestum Kaffibarsins. „Upphaflega var hugmyndin að æfa eitt skemmtiatriði til að troða upp eitt kvöld, en þetta endaði sem þrjátíu manna karlakór sem hefur starfað óslitið síðan,“ segir Jón Svavar Jósefsson, kórstjóri Bartóna. „Við fórum í samstarf við Kvennakórinn Kötlu í fyrra. Kór- stýrurnar eru þær Hildigunnur Sverrisdóttir og Lilja Dögg Gunn- arsdóttir. Ástæðan fyrir því að við fórum í þetta samstarf var að strákarnir voru almennt mikið í makaleit, sem var kannski fyrir- séð, enda allir fastagestir á bar. Þeir voru búnir að missa alla von um að finna ástina á barnum og vildu leita að henni eftir öðrum leiðum. Þess vegna fundum við upp á þessu. Við héldum jólatónleika með Kvennakórnum Kötlu í fyrra til styrktar Barnaspítala Hrings- ins og það má segja að við höfum fengið það sem við vorum að leita eftir út úr þessu samstarfi. Þess vegna ákváðum við að endurtaka leikinn með enn stærri tónleikum fyrir þessi jól. Við færðum okkur úr Tjarnarbíói yfir í Gamla bíó þar sem er töluvert stærri salur.“ Ágóðinn af tónleikunum rennur til Krafts, sem er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem hefur greinst með krabbamein. Jón Svavar segir vera ástæðu til að hvetja fólk sem er bugað af svartsýni og neikvæðni til að mæta. „Við erum bjartsýnisfólk. Yfir- bragð þessara kóra er svo létt. Tón- leikunum má líkja við eins konar andlegt hopp. Við fáum áheyrendur til að hoppa með okkur. Markmið- ið er að bæta andlega heilsu áheyr- enda. Ekki veitir af. Mér finnst fólk ansi neikvætt oft og ekki nógu djarft. Það heldur sig til baka með óöryggi. Við bjóðum fólki upp á andlega megrun á neikvæðni og svartsýni. Það má segja að tónleik- arnir okkar séu sjálfshjálparbók í tónleikaformi. Samkvæmt jóla- gjafaspesíalistum er jólagjöfin í ár sjálfshjálparbók. Hugmyndalausum foreldrum sem eiga ólæsa unglinga má benda á að það má gefa miða á tónleikana í snemmbúna jólagjöf.“ Jólastórtónleikarnir fara fram í Gamla bíói þriðjudaginn 17. desem- ber klukkan 20. ugla@frettabladid.is Misstu alla von um að fi nna ástina á bar Jólastórtónleikar með Kvennakórnum Kötlu og Karlakórnum Bartónum verða í Gamla bíói á þriðjudag. Karlakórinn var stofnaður af fastagestum Kaffi barsins. GÓÐ SÖFNUN 101 þúsund krónur söfnuðust til styrktar Barnaspítala Hringsins á jólatónleikunum í fyrra. Tískuspekúlanti Íslands fagnað Dömudeild JÖR var opnuð á Laugavegi 89 á fi mmtudagskvöldið. Maðurinn á bak við JÖR er fatahönnuðurinn Guðmundur Jörundsson sem hefur verið gríðarlega vinsæll í íslenskum tískubransa síðustu misseri. Á næsta ári fer hann meðal annars á tískusýninguna Copenhagen Fashion Summit með sköpunarverk sín og því ekki að undra að margir góðir gestir hafi mætt í opnunarpartíið á fi mmtu- dagskvöld til að samgleðjast einum fremsta tískuspekúlant Íslands. HÆFILEIKARÍKIR BRÆÐUR Tónlistarmaðurinn Þórður Jörunds- son og fatahönnuðurinn Guðmundur Jörundsson. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL MEÐ PUTTANN Á TÍSKUPÚLSINUM Arnar Gauti og Þórunn Högna, annálað smekkfólk. SMEKKLEGAR Bergrún Helgadóttir, verslunarstjóri hjá JÖR, og Birta Ísólfsdóttir, sigurvegari Hannað fyrir Ísland. TÍSKUTRÍÓ Nökkvi Nils, Elsa Ýr og Þorvaldur Hrafn. Ástæðan fyrir því að við fórum í þetta samstarf var að strákarnir voru almennt mikið í makaleit, sem var kannski fyrirséð, enda allir fastagestir á bar. Jón Svavar Jósefsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.