Fréttablaðið - 14.12.2013, Side 136

Fréttablaðið - 14.12.2013, Side 136
14. desember 2013 LAUGARDAGUR| SPORT | 108 FÓTBOLTI Landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir hefur samið við toppliðið í ítölsku úrvalsdeildinni, ASD Torres sem hefur aðsetur á eynni Sardiníu. Samningurinn gildir til loka tímabilsins en þá er ætlunin að hún snúi aftur heim til Íslands og spili í Pepsi-deild kvenna. „Ég veit nú ekki mikið um ítalska boltann en ég spilaði gegn tveimur liðum frá Ítalíu með Val í Evrópukeppninni á sínum tíma. Annað þeirra var Torres og var mjög sterkt,“ sagði hún við Frétta- blaðið í gær en þá var hún á heim- leið eftir að hafa skrifað undir samninginn. „Hér lítur allt saman mjög vel út. Ég náði tveimur æfingum og það var gott tempó á þeim,“ segir hún en það var Freyr Alexanders- son, landsliðsþjálfari og fyrrver- andi þjálfari Vals, sem kom for- ráðamönnum Torres í sambandi við Hallberu. Höfðu samband í gegnum Val „Þeir voru að leita að kantmanni og höfðu haldið góðu sambandi við nokkra hjá Val eftir að liðin spiluðu í Evrópukeppninni. Þannig fór þetta af stað,“ segir Hallbera sem hefur síðustu tvö árin spilað með Piteå í Svíþjóð. Hún hafnaði nýju tilboði frá félaginu í haust, sem og frá öðrum liðum á Norðurlöndunum. „Svo kom þetta upp og þá ákvað ég bara að kýla á þetta – klára þennan vetur og koma svo heim. Ég er búin að ákveða að þetta verði mitt loka- ævintýri í útlöndum,“ segir hún og segir ýmsar ástæður fyrir því. „Ég verð 28 ára á næsta ári og mér finnst tímabært að ég fari að koma mér almennilega fyrir á Íslandi. Þetta er ekki eins og hjá körlunum í atvinnumennskunni sem geta bara safnað peningum og keypt sér svo hús þegar heim er komið eftir ferilinn. Við stelp- urnar verðum að hugsa þetta öðru- vísi,“ útskýrir Hallbera og bætir við að það sé tímabært að byrja að lifa „fullorðinslífi“ eins og hún orðaði það. „Ég er sátt við að hafa prófað og ég hef lært heilmikið af þessum árum í Svíþjóð. Það voru forrétt- indi að geta einbeitt sér að því að spila fótbolta en ég er bara þannig gerð að ég þarf að hafa meira fyrir stafni,“ segir Hallbera sem stefnir að því að fara í háskóla í haust. Vil koma aftur í Val Ferlinum er þó hvergi nærri lokið og gerir hún ráð fyrir því að spila með landsliðinu eins lengi og það stend- ur henni til boða. Og hún neitar því ekki að hugurinn stefnir aftur í Val þegar heim verður komið. „Það er ekkert ákveðið enn en ég hef átt í viðræðum við Val. Ég vil gjarnan fá að koma aftur og taka minnst eitt tímabil með þessum kjarna leikmanna sem er enn hjá liðinu,“ segir Hallbera sem er upp- alin Skagamær. Samningur henn- ar við Torres er til 1. júní en hún þarf þá að bíða til 15. júlí þar til opnað verður fyrir félagaskipti hér á landi. Hallbera heldur út strax eftir áramót og vonast til að verða komin með leikheimild þegar Tor- res á leik 5. janúar. Hún neitar því ekki að það sé spennandi tilhugs- un að fara úr vetrarríkinu í norð- urhluta Svíþjóðar í Miðjarðarhafs- sólina. „Þetta er ýmist í ökkla eða eyra hjá mér,“ segir hún í léttum dúr. „Það verður ágætis tilbreyt- ing að vera ekki í frosti í mars. Þá verður örugglega komið fínasta sumarveður hér.“ eirikur@frettabladid.is Þetta er ekki eins og hjá körlunum í atvinnumennskunni sem geta bara safnað pening og keypt sér hús. Hallbera Guðný Gísladóttir leikmaður Torres ASD LAUGARDAGUR 12.35 Man. City-Arsenal Sport 2 14.50 Cardiff-WBA Sport 3 14.50 Everton-Fulham Sport 4 14.50 Newcastle-Southampton Sport 5 14.50 West Ham-Sunderland Sport 6 17.20 Hull-Stoke Sport 2 18.50 Barcelona-Villarreal Sport SUNNUDAGUR 13.20 Aston Villa-Man. Utd Sport 2 13.20 Norwich-Swansea Sport 3 15.50 Tottenham-Liverpool Sport 2 16.20 HM kvenna, 16-liða úrslit Sport 3 16.50 HM kvenna, 16-liða úrslit Sport 19.35 HM kvenna, 16-liða úrslit Sport 4 19.05 HM kvenna, 16-liða úrslit Sport 3 19.50 Atletico Madrid-Valencia Sport FÓTBOLTI Enski boltinn um helgina hefst með látum því í hádeginu tekur Man. City á móti toppliði Arsenal í stórleik helgarinnar. Arsenal er með fimm stiga for- skot á toppnum en City er í fjórða sæti, sex stigum á eftir Lundúna- liðinu. Þrjú stig eru því afar mik- ilvæg fyrir City í dag. Með sigri verður liðið aðeins þrem stigum á eftir Arsenal og galopnar toppbar- áttuna í leiðinni. Það er svo sannarlega ekki verið að auðvelda verkefnið fyrir Arse- nal. Liðið var með síðdegisleik síðasta sunnudag, spilaði á Ítalíu í Meistaradeildinni á miðvikudag og á nú hádegisleik á laugardegi. Mikel Arteta, miðjumaður Arse- nal, vældi yfir þessu álagi í gær en Arsene Wenger, stjóri liðsins, lítur málið aftur á móti björtum augum. „Það er gott tækifæri fyrir okkur að byrja helgina vel og setja pressu á andstæðingana. Ég kvarta ekki yfir tímasetningu leikja og við notum það ekki sem afsökun. Vissulega er lítill tími til að æfa og í raun bara endurheimt fram að leik en þannig er það bara,“ sagði hinn jákvæði Wenger. Lið City er talsvert miklu dýr- ara en lið Arsenal en Wenger segir sinn hóp samt alls ekkert vera síðri. „City er með mjög sterkan hóp en þegar ég horfi á minn hóp þá öfunda ég ekki City. Við erum með fleiri skapandi og fjölhæfari leikmenn. Það er auðveldara fyrir mig að gera breytingar á liðinu. City fór aðra leið en Arsenal en okkar stefna er að skila stöðug- leika og árangri.“ - hbg Ég kvarta ekki yfi r tímasetningu Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er hvergi banginn fyrir stórleik helgarinnar. WENGER Mætir með jákvætt hugarfar til leiks. NORDICPHOTOS/GETTY SUND Eygló Ósk Gústafsdóttir skráði sig í sögubækurnar í gær er hún varð fyrsta íslenska sund- konan til þess að keppa í úrslitum á Evrópumeistaramóti í 25 metra laug í Danmörku. Eygló hafnaði í áttunda sæti af tíu keppendum á tímanum 59,39 sekúndum. Aðeins Ragnheiður Runólfs- dóttir hafði áður keppt í úrslitum á stórmóti. 22 ár eru liðin síðan Skagakonan keppti í úrslitum í 100 metra bringusundi á EM í Aþenu árið 1991. Ragnheið- ur var valin íþróttamaður ársins það ár. „Ég er mjög ánægð með árangurinn. Ég ætlaði mér að komast í úrslit en bjóst ekki við því að enda svona ofarlega,“ segir Eygló sem var með fjór- tánda besta tíma allra keppenda í greininni. Eygló bætti Íslands- met sitt í grein- inni á fimmtu- dag þegar hún synti á 59,26 sekúndum. „Ég var minna stressuð þá og það gæti hafa spilað inn í,“ segir sundmærin átján ára úr Ægi. Hún segir hafa verið afar gaman að keppa í úrslitum og reynslan muni nýtast henni vel. Stemningin var gríðarlega góð í sundhöllinni í Herning þegar Eygló stakk sér til sunds. Heima- konan Mie Nielsen þótti líkleg til afreka og sú sautján ára stóð undir væntingum. Nielsen kom fyrst í mark á 55,99 sekúndum við mikinn fögnuð áhorfenda sem voru á fjórða þúsund. Eygló keppir í 50 metra baksundi í dag og ætlar að njóta þess að synda afslöppuð enda er um aukagrein að ræða hjá henni. Stóra stundin verður á morgun í 200 metra bak- sundi. „Ég ætla að synda hratt,“ segir Eygló og markmið henn- ar er klárt. Ægiskonan ætlar í úrslit. - ktd Eygló í sögubækurnar Ægiskonan hafnaði í 8. sæti í 100 metra baksundi. Skipholti 37 Sími 568 8388, lumex.is Opið laugardaga frá 11-16 ETCH ETCH Candle holder Mitt síðasta ævintýri Hallbera Guðný Gísladóttir hefur samið við Torres á Ítalíu og mun spila með liðinu út leiktíðina. Eft ir það segir hún skilið við atvinnumennskuna og fl yst alfarið heim. „Við stelpurnar þurfum að hugsa þetta öðruvísi,“ segir hún. LANDSLIÐSKONA Hallbera Guðný í leik með íslenska landsliðinu á Algarve-mótinu fyrr á þessu ári. NORDICPHOTOS/GETTY
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.