Fréttablaðið - 12.04.2014, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 12.04.2014, Blaðsíða 12
12. apríl 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | Ný þurrhreinsunaraðferð teppa sem hentar vel á teppi á skrifstofum og hótelum ásamt verslunarrýmum. Fljótleg hreinsun með litlum hávaða, stuttum þurrktíma og ótrúlegum árangri. Kleppsvegi 150 S: 663-0553 www.skufur.is Hreinsum einnig: • Húsgögn og rúmdýnur • Mottur • Steinteppi • Stigahús Sparisjóðaskýrslan var rædd á Alþingi í gær. Illugi Gunnarsson menntamála- ráðherra fylgdi skýrslunni úr hlaði í fjarveru Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. „Hver sem afstaða þingmanna er til framtíðar sparisjóðanna er ljóst að ekki verður undan því vikist að eiga umræðu um það hvernig eigi að haga starfsumhverfi sparisjóðanna til framtíðar,“ sagði Illugi. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, reif þrjá tíu þúsund króna seðla í ræðustól. Hann sagði skýrsl- una hafa kostað 600 milljónir sem jafngilti því að hver sekúnda sem þingmenn ræddu hana kostaði 30 þúsund. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði hana jákvæða gagnvart sparisjóðunum. „Afstaða okkar í Samfylkingunni er þó sú að þeir verði að eiga sér sjálf- stæðan rekstrarlegan grundvöll.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði að nota ætti lærdóm af skýrslunni til lagasetn- ingar um fjármálafyrirtæki. Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði skýrsl- una hafa verið unna á 42 mann- árum; hvert mannár hefði kostað 14 milljónir og alls hefði skýrslan kost- að 600 milljónir. „Hefðum við fengið mikið lakari skýrslu fyrir 200 millj- ónir?“ spurði Frosti. Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata, og Guðmundur Steingríms- son, formaður Bjartrar framíðar, gagnrýndu harðlega tímann sem fékkst til að lesa skýrsluna fyrir umræðuna á Alþingi. Birgitta sagði þingmenn standa eins og „hálfgerða bjána“ við að ræða skýrslu sem þeir hefðu ekki getað kynnt sér almenni- lega. Guðmundur kvaðst vonast til að skýrslan yrði ekki til þess að sparisjóðshugsjónin félli niður dauð, því hún væri falleg. - jme Gagnrýndu harðlega kostnað og skamman tíma til að lesa sparisjóðaskýrsluna fyrir umræður á Alþingi: Sparisjóðaskýrslan tók 42 mannár í vinnslu UMRÆÐA Á ÞINGI Alþingismenn ræddu sparisjóðaskýrsluna í gær á síðasta þing- fundi fyrir páska. Næsti þingfundur er boðaður 28. apríl. FRÉTTABLÐIÐ/GVA Útlán Sparisjóðsins í Keflavík (SpKef) til starfsmanna sinna í lok árs 2007 námu samtals 754 millj- ónum króna, þar af voru tæplega 374 milljónir í erlendri mynt. Frá þessu greinir í rannsóknar skýrslu um sparisjóðina. Hæsta útlán til starfsmanns á þessum tíma nam 73,5 milljónum króna. Þegar Fjármálaeftirlitið tók yfir SpKef í apríl 2010 námu heildar- útlán til starfsmanna 1.520 millj- ónum króna, þar af var milljarður í erlendri mynt. Þeir tíu starfsmenn sem skulduðu mest hjá SpKef skuld- uðu samtals tæplega 1,1 milljarð króna eða 72 prósent af öllum lánum til starfsmanna. Eitt stærsta lánamál stjórnar- manns sparisjóðsins varðar Þor- stein Erlingsson, stjórnarformann sparisjóðsins í nokkur ár fyrir hrun. Í skýrslunni segir að félög tengd honum hafi notið „stórra fyrir- greiðslna hjá sparisjóðnum“. Skuld- bindingar félags Þorsteins námu 1,6 milljörðum króna í apríl 2010 á sama tíma og tryggingar fyrir skuldbindingum þess voru metnar á 280 milljónir. Annað mál varðar Birgi Þór Run- ólfsson sem var bæði vara- og aðal- maður í stjórn frá 2007 til 2009, sambýliskonu hans og félög í þeirra eigu. Fyrirgreiðsla til þeirra kom til áður en hann varð stjórnarmaður. Þau fengu lán hjá sparisjóðnum í erlendum myntum samtals að jafn- virði tæplega 300 milljóna króna til kaupa á stofnfjárbréfum. Flest lánin voru í erlendum myntum með veði í bréfunum. Að auki skoðaði nefndin fyrir- greiðslu til tveggja aðila sem tengd- ir voru Geirmundi Kristinssyni sparisjóðsstjóra, en um er að ræða tvö börn hans. Þar var ekki gætt reglna sjóðsins við lánveitingar né var þeirra getið í skýrslum sjóðsins til FME. Annars vegar var um að ræða yfirdráttarheimild á reikningi upp á rúmar 50 milljónir króna til kaupa á stofnfjárbréfum án greiðslumats og aðeins með veði í bréfunum sjálf- um. Hins vegar var yfirdráttur upp á 22 milljónir sem var endurfjár- magnaður með láni í erlendri mynt að jafnvirði 25 milljóna. Samtals námu skuldbindingarnar tæpum 69 milljónum króna við yfirtöku Landsbankans á útlánasafni SpKef. fanney@frettabladid.is Mikil fyrirgreiðsla SpKef til venslaðra Útlán Sparisjóðsins í Keflavík til starfsmanna námu alls 1.520 milljónum króna við yfirtöku FME á sjóðnum. Fyrrverandi stjórnarformaður, einn stjórnarmaður og börn sparisjóðsstjóra nutu mikillar fyrirgreiðslu hjá sparisjóðnum. STARFSMENN MEÐ HÁ LÁN Hæsta lán til starfsmanns SpKef nam 73,5 milljónum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ➜ Félög tengd Þorsteini Erlingssyni, stjórnarfor- manni Sparisjóðsins í Keflavík, nutu mikilla fyrir- greiðslna hjá sjóðnum. Skuldbindingar Þorsteins námu 1.600 milljónum króna í apríl 2010 en trygg- ingar fyrir þeim aðeins 280 milljónum. Heimild: Rannsóknarnefnd Alþingis. Í lok mars 2014 var kostnaður rann- sóknarnefndar Alþingis um aðdrag- anda og orsakir erfiðleika og falls sparisjóðanna 607 milljónir króna. Frá þessu greinir í skýrslunni sjálfri. Skýrslan er 1.867 blaðsíður að lengd sem þýðir að hver síða kost- ar um það bil 325 þúsund. Þar af fóru 355 milljónir í launa- kostnað og 178 milljónir í sérfræði- kostnað. Að auki fóru 67 milljónir í sameiginlegan kostnað rannsóknar- nefnda um Íbúðalánasjóð og spari- sjóðanna, en það mun einkum hafa verið kostnaður við húsnæði og annan rekstur. Fram kemur að nefndarmenn- irnir þrír hafi stjórnað 53 starfs- mönnum og verktökum, auk þess sem þeir hafi sjálfir komið beint að vinnu skýrslunnar á öllum stigum hennar. Kostnaður við rannsóknarskýrslu um fall bankanna var um 435 millj- ónir króna á verðlagi áranna 2009 og 2010, sem gera 524 milljónir á verðlagi dagsins í dag. Kostnaður við rannsóknarnefnd um Íbúðalánasjóð nam 234 milljón- um en þeirri skýrslu var skilað síð- asta sumar. Alls nemur því kostnaður vegna rannsóknarnefndanna þriggja rúm- lega 1.365 milljónum króna. - fbj Blaðsíðan í sparisjóðaskýrslunni á 325 þúsund: Rándýr skýrslugerð ÞRIÐJA RANNSÓKNARSKÝRSLAN Alls hafa rannsóknarskýrslurnar þrjár kostað 1.365 milljónir króna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Vilhjálmur Bjarnason, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í efnahags- og viðskiptanefnd, segir að starfsemi sparisjóðanna hafi einkennst af mikilmennskubrjálæði og blekk- ingum. Ef fé sparisjóðanna hafi áður verið án hirðis, hafi sá hirðir sem tók við verið slátrari. „Þarna verður til ákveðið mikil- mennskubrjálæði þar sem litlir sparisjóðir ætla að verða stórir. Þeir telja að eigið markaðssvæði dugi ekki og jafnvel svo að þeir líta á sig sem seðlabanka á við- komandi markaðssvæði sem hefur þá skyldu að halda uppi fullri atvinnu,“ segir Vilhjálmur. Erfitt sé að átta sig á hvort sparisjóðirnir hafi ætlað að verða hluti af Kaupþingi eða hvort Kaup- þing hafi ætlað sér að innbyrða þá hægt og bítandi. „Það verður til alveg ný menn- ing í ábyrgðum og veðum. Þessi menning grundvallast eiginlega á því að öll hlutabréf, hvers eðlis sem þau eru, verða allt í einu að veði jafnvel þó að þau séu nánast óhæf til veðs vegna þess að þau eru nákvæmlega það sem lánað var út á,“ segir hann. „Þannig að það eru engin öryggismörk umfram það, þannig að taphættan er algerlega stofnunarinnar.“ - hmp Starfsemi einkenndist af mikilmennskubrjálæði: Beittu blekkingum Fjármálaeftir- litið hefði getað afturkallað starfsleyfi þriggja spari- sjóða þar sem þeir uppfylltu ekki kröfur um eigið fé í meira en ár. Stofnunin lét það vera. Ályktanir nefndar um sparisjóði um störf FME eru takmarkaðar, en nefnd- in telur að engin dæmi séu um að FME hafi ekki sinnt lögbundnu hlutverki sínu við eftirlit með sparisjóðum. Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri FME, telur skýrsluna vera hófstillta og segist vera ánægður með hana. Sérstakur kafli í skýrslu rann- sóknarnefndar um sparisjóði er helgaður störfum Fjármálaeftir- litsins sem hafði eftirlit með spari- sjóðunum. Úttektir Fjármálaeftirlitsins á stóru sparisjóðunum á árunum 2007 og 2008 leiddu ljós ýmsar brotalamir í starfi áhættustýr- ingar sparisjóðanna en helstu aðfinnsluefnin voru þau að deild- irnar væru ekki nógu stórar. Rakið er í skýrslunni að FME hafi þurft að benda bæði Sparisjóðnum í Keflavík og Sparisjóði Mýrasýslu á að engar reglur um áhættustýr- ingu hafi verið til staðar. - þþ Þrír sparisjóðir uppfylltu ekki kröfur um eigið fé: Gat afturkallað leyfi VILHJÁLMUR BJARNASON Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að litlir spari- sjóðir hafi ætlað að verða stórir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA JÓNAS FR. JÓNSSON 12 SKÝRSLA RANNSÓKNARNEFNDAR ALÞINGIS UM FALL SPARISJÓÐANNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.