Fréttablaðið - 12.04.2014, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 12.04.2014, Blaðsíða 6
12. apríl 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 6 ÖRUGGT START MEÐ EXIDE RAFGEYMUM Endingargóðir og sterkbyggðir rafgeymar fyrir flestar gerðir bifreiða. Veldu þaulreynda vöru frá gæðaframleiðanda. PI PA R\ TB W A • SÍ A • 13 18 58 Exide rafgeymarnir fást hjá: DÓMSMÁL Konu sem sagt var upp störfum í Vínbúð Akureyrar hafa verið dæmdar tveggja milljóna króna bætur frá ÁTVR. Ástæða uppsagnarinnar var meint þátttaka konunnar í einelti sem einn vaktstjóra Vínbúðarinnar er sagður hafa orðið fyrir. Fórnar- lambið hafi verið baktalað og huns- að. Héraðsdómur Akureyrar segir konunni ekki hafa gefist svigrúm til að svara ávirðingum og að upp- sögnin hafi verið ólögmæt. - gar Sagt upp vegna eineltismáls: Fær bætur frá áfengisverslun LÖGREGLUMÁL Vegna fréttar í Fréttablaðinu á fimmtudag skal tekið fram að sorphirðumenn hvorki brutust inn né gerðu tilraun til innbrots í hús Heiðars Helguson- ar knattspyrnumanns. Þetta segir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu. „Það var nýr starfsmaður sem fór með masterslykil að húsinu til að aðgæta hvort sorptunna kynni að vera innan við dyr að bílskúr, enda sorptunnur ekki alltaf sjáan- legar og oft geymdar á bak við læstar dyr. Af þeim sökum er mast- erslykla að sorpgeymslum að finna í ruslabílum. Fljótt kom á daginn að lykillinn gekk ekki að skránni og því ljóst að enga ruslatunnu var að finna þar innandyra,“ segir í tilkynningu lögreglu sem kveður vinnubrögð sorphirðumannanna hafa verið með öllu eðlileg. - gar Frétt um sorphirðumenn: Ekkert innbrot VIÐSKIPTI Starfsmenn Sjóvár sem keyptu bréf í hlutafjárútboði tryggingafélagsins gátu við lokun markaða í gær grætt allt að 1,5 milljónir króna á bréfunum. Aðrir almennir fjárfestar gátu þá mest grætt 34 þúsund krónur á því að selja sín bréf í félaginu. Þegar niðurstöður almenns hlutafjárútboðs Sjóvár voru kynnt- ar í byrjun mánaðarins kom í ljós að heildareftirspurn í útboðinu hafði verið sjöfalt meiri en sölu- andvirði þeirra hluta sem boðnir voru út. Sú mikla þátttaka leiddi til þess að hámarksúthlutun til almennra fjárfesta var 227 þúsund krónur. Tilboð fastráðinna starfs- manna Sjóvár voru aftur á móti ekki skert. Þeir gátu því keypt hlutabréf fyrir allt að tíu milljón- ir króna í útboðinu, eins og allir almennir fjárfestar áttu upphaf- lega að geta. „En eftirspurnin innan fyrir- tækisins var ekki slík að eigend- ur teldu ástæðu til að skerða hluti starfsmanna,“ segir Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár. „Það er tvenns konar fyrirkomu- lag sem er þekkt hér á landi. Ann- ars vegar þegar starfsmönnum er veittur afsláttur af gengi bréfa eða hins vegar þegar sett er í skrán- ingarlýsingu fyrirheit um það að skerða starfsmenn minna eða ekk- ert. Eigendur tóku seinni valkost- inn þar sem starfsmenn voru að fá þetta á sama gengi og aðrir en þetta er ákveðinn jákvæður hvati gagnvart starfsmönnum,“ segir Hermann. Í gær var sagt í fjölmiðlum að stjórn tryggingafélagsins myndi leggja fram tillögu um að koma á árangurstengdu launakerfi fyrir starfsmenn á næsta aðalfundi félagsins sem verður haldinn 29. apríl. Hermann segir þetta ekki rétt. Þarna sé einungis um að ræða starfskjarastefnu félagsins sem þurfi að liggja fyrir á öllum aðalfundum. „Þessi sama stefna lá fyrir í fyrra og sú ályktun að við séum að taka upp kaupaukakerfi er ekki rétt. Það liggur fyrir sambæri- leg tillaga fyrir aðalfundinn um heimild til upptöku hvatakerfis. Verði sú heimild nýtt, sem ekki er búið að taka ákvörðun um, kemur hún ekki til framkvæmda fyrr en að undangengnu samþykki hlut- hafafundar og slík tillaga mun ekki liggja fyrir á næsta hluthafa- fundi.“ haraldur@frettabladid.is Starfsfólk Sjóvár gat grætt 1,5 milljónir á einum degi Velta með hlutabréf í Sjóvá nam rúmum 254 milljónum króna í gær þegar félagið var skráð í Kauphöllina. Bréf almennra fjárfesta hækkuðu um 15%. Forstjóri Sjóvár segir ekki rétt að félagið sé að taka upp kaupaukakerfi. Í KAUPHÖLLINNI Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár, og Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, við skráninguna í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA En eftirspurnin innan fyrirtækisins var ekki slík að eigendur teldu ástæðu til að skerða hluti starfsmanna. Hermann Björnsson forstjóri Sjóvár. VÍNBÚÐIN Einelti á Akureyri. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR STJÓRNMÁL S. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar í Reykjavík, segir nauðsynlegt að borgin komi að málum við uppbyggingu leigu- markaðar til að taka á húsnæðisvandanum. „Við verðum að horfast í augu við það að leigumarkaðurinn í Reykjavík og á Íslandi er mjög óheilbrigður. Hann hefur ekki náð að þroskast og verða til,“ segir Björn í viðtali við Pólitíkina á Vísi. Björn segir þá stefnu hafa verið rekna að allir þurfi að kaupa íbúð. „Það er fínt á meðan fólk hefur efni á því en eins og staðan er núna er bara orðið mjög erfitt fyrir til dæmis ungt fólk að kaupa íbúð. Þá er ansi slæmt að ekki skuli vera til heilbrigður leigumarkaður,“ segir oddvitinn. Þá segir Björn núverandi meirihluta Besta flokksins og Samfylkingarinnar í borgarstjórn Reykjavíkur hafa verið að þróa hugmyndir sem kallaðar séu Reykjavíkurhús. „Þar er verið að tala um beint inngrip borg- arinnar í leigumarkaðinn. Við aðstoðum við að koma honum á fót. Hinn frjálsi markaður hefur haft ansi langan tíma en þetta hefur ekki verið að gera sig. Spurningin er hvort borgin þurfi ekki að hjálpa þessu af stað í tíu, tuttugu ár og svo getur hún selt þetta. Framlag borgarinnar yrði þá í formi lóða.“ - hks Oddviti Bjartrar framtíðar í Reykjavík segir leigumarkaðinn á Íslandi vera mjög óheilbrigðan: Boðar inngrip borgarinnar í leigumarkað S. BJÖRN BLÖNDAL Frjálsi markaðurinn hefur ekki verið að gera sig á húsaleigumarkaði, segir efsti maður á lista Bjartrar framtíðar í Reykjavík. MYND/VÍSIR ERLENT Forsætisráðherra Úkraínu, Areníj Jatsenjúk, mis- tókst að koma á friði í austurhluta landsins á föstudag. Mótmælend- ur hafa lokað sig inni í opinberum byggingum og krefjast sjálfstæð- is frá yfirstjórn landsins í Kænu- garði. Það er vefsíða The Guardi- an sem segir frá þessu. Forsætisráðherrann bauð aust- urhéruðum Úkraínu meiri sjálfs- stjórn með það að leiðarljósi að lægja öldur í landinu en án árang- urs. - ssb Engir samningar í Úkraínu: Friðarumleitun mistókst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.