Fréttablaðið - 12.04.2014, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 12.04.2014, Blaðsíða 18
12. apríl 2014 LAUGARDAGUR| SKOÐUN | 18 Alþjóðleg þróunarsam- vinna er ein af megin- stoðum íslenskrar utan- ríkisstefnu. Við leggjum áherslu á stuðning við fátækustu ríki heims og fátækt fólk í ríkjum þar sem gæðum er misskipt. Alþjóðabankinn gegn- ir lykilhlutverki í fjöl- þjóðlegri þróunarsam- vinnu Íslands, enda meðal stærstu og áhrifa- mestu alþjóðastofnana á sviði þróunarsamvinnu. Með virkri þátttöku Íslands á vett- vangi bankans leggjum við okkar af mörkum til efnahags- legrar og félagslegrar uppbygg- ingar þróunarlanda. Þar lætur Ísland sérstaklega til sín taka á sviði orku- og fiskimála, auk sérstaks stuðnings við jafnrétt- ismál. Við höfum orðið vör við mik- inn áhuga hjá þróunarríkjum á samstarfi á þessum sviðum enda gegna þau mikilvægu hlut- verki þegar kemur að því að stuðla að aukinni framþróun og hagvexti í þróunarríkjum. Árangurinn skilar sér til fólks- ins með aukinni atvinnusköpun og bættum lífskjörum. Sóknar- færi Íslendinga eru töluverð, enda getum við deilt þekkingu okkar og reynslu með fátækari ríkjum heims. Samstarf Íslands, Alþjóða- bankans og Norræna þróunar- sjóðsins um aukna nýtingu jarðhita í Austur-Afríku er gott dæmi þar sem íslensk sér- þekking gegnir lykilhlutverki. Samstarfið gerir ráð fyrir að Íslendingar aðstoði ríki við að meta bestu jarðhitasvæðin, gera nauðsynlegar grunnrannsóknir og veita liðsinni við gerð áætl- ana um jarðboranir til þess að meta stærð auðlindanna. Vonir eru bundnar við að samstarfið muni leiða til aukinnar raforkuframleiðslu sem geti skipt sköpum fyrir þetta fátæka svæði Afr- íku. Með samstarfinu erum við að bregðast við þeirri miklu orkufátækt sem ríkir á svæðinu, en aðgangur að orku er af mörgum talinn einn mikil- vægasti liðurinn í að stuðla að aukinni hagsæld fátækra sam- félaga. Veigamikil vegferð Í dag sit ég fund þróunarnefnd- ar Alþjóðabankans og Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins fyrir hönd Norðurlandanna og Eystrasalts- ríkjanna. Á fundinum munu 25 ráðherrar og seðlabankastjórar koma saman til að leggja lín- urnar um framkvæmd nýrrar stefnu Alþjóðabankans og ræða hvernig bankinn geti betur brugðist við fyrirliggjandi áskorunum, styrkt hagvöxt og jöfnuð í þróunarríkjum, ekki síst í kjölfar efnahagserfiðleika undanfarinna sex ára. Ég tel áherslusvið okkar innan bankans, jafnrétti, orku- og fiskimál, vera meðal sviða sem stuðlað geta að framþróun og hagsæld og að Alþjóðabank- inn þurfi að huga sérstaklega að þessum atriðum til að ná til- settum árangri. Á Íslandi er til staðar haf- sjór af þekkingu og reynslu sem getur reynst þróunarríkjum afar mikilvæg. Þannig getum við Íslendingar stutt við þessa veigamiklu vegferð. ➜ Árangurinn skilar sér til fólksins með aukinni atvinnu- sköpun og bættum lífskjörum. Árið 2008 starfaði ungur lögmaður hjá fyrirtækja- ráðgjöf Kaupþings. Hann fékk erindi frá fyrirtæki í Dubai sem óskaði milli- göngu um viðræður við breskt fyrirtæki sem að stærstum hluta var í eigu íslenskra aðila. Þetta leiddi til viðræðna milli eigenda þessara tveggja fyrirtækja sem urðu til þess að gert var svokall- að forsamkomulag (heads of terms) um kaup Dubai-félags- ins á 30% af breska fyrirtækinu miðað við að heildarverð þess væri 100 milljónir punda. Vitni hjá lögreglu Árið 2010 var lögmaðurinn kall- aður sem vitni til skýrslugjafar hjá sérstökum saksóknara þar sem yfir stóð rannsókn á því hvort verðið sem um var samið í forsamkomulaginu gæti átt við rök að styðjast. Grunsemdir voru um að verðákvörðunin í forsamn- ingnum væri einhliða tilbúning- ur seljandans og tekin í því skyni að skapa grundvöll til lántöku hjá Glitni. Lögmaðurinn lýsti því fyrir lögreglu að hann hefði setið samningafundi með fulltrúum seljenda og kaupanda bæði í Englandi og Dubai. Hann lýsti eftir bestu getu ýmsum þáttum í undirbúningi viðskiptanna. Gat þess að hann myndi þetta ekki vel en eflaust væri hægt að finna einhver svör við spurningum rannsak- enda með því að fara í tölvupósta og vinnugögn hans hjá Kaupþingi. Við starfslok hans hjá bank- anum hefði hann, rétt eins og aðrir starfsmenn, verið sviptur aðgangi að vinnugögnum sínum og gæti því ekki gengið úr skugga um það sjálfur hvernig þetta hefði geng- ið fyrir sig. Vitni fyrir dómi Árið 2014 var lögmaðurinn boð- aður til þess að gefa skýrslu í sakamáli um ofangreind atvik fyrir Héraðsdómi Reykjavík- ur. Fyrir orð eins verjenda í málinu tókst að afla heimildar réttra aðila til þess að lögmað- urinn fengi komið á skrifstofu slitastjórnar Kaupþings þar sem hann skoðaði vinnugögn sín. Þar kom m.a. í ljós að lög- maðurinn hafði ásamt starfs- félaga sínum farið sérstaka ferð frá London til annarrar enskr- ar borgar þar sem höfuðstöðvar breska fyrirtækisins voru. Þeir hittu æðstu stjórnendur félags- ins sem kynntu komumönnum rekstur félagsins, rekstraráætl- anir og framtíðarsýn stjórnenda um reksturinn. Á grundvelli upplýsinganna og gagnanna sem þannig fengust vann fyrirtækjaráðgjöf Kaup- þings verðmat á félaginu. Niður- staðan var að eiginfjárvirði þess væri 121 milljón punda. Matið, ásamt forsendum og útreikning- um, hafði verið sent forstjóra stærsta hluthafa félagsins áður en hann hóf viðræðurnar við mennina frá Dubai. Þá kom einn- ig í ljós bréf frá forsvarsmanni kaupandans þar sem fram kom sýn hans á verðmæti félagsins sem hann taldi vera í efri hluta verðbilsins 90-100 milljónir punda. Nokkrum vikum síðar urðu aðilar sammála um 100 milljóna punda verðið sem fram kemur í forsamningnum. Gölluð rannsókn Vart verður deilt um mikilvægi þess fyrir rekstur sakamálsins að umræddar upplýsingar komu fram. Enginn vill verða til þess að saklaus maður verði sak- felldur. Skylda rannsakenda er jafnt sú að draga inn í mál það sem kann að leiða til sýknu og hitt sem leiða kann til sakfellis. Spurningin verður hvernig það gat gerst að grundvallargögn eins og hér um ræðir skiluðu sér ekki í hús við rannsókn málsins. Gleymin vitni Í fréttum af dómsmálum er iðu- lega sagt frá því að vitni og sak- borningar „beri fyrir sig“ að þeir muni ekki atvik. Lögmaðurinn sem um getur er enginn meðal- maður. Samt mundi hann ekki við yfirheyrslu hjá lögreglu eftir ferðalagi, fundi og stórum verk- þætti í verkefni sem hann hafði tekið þátt í tveimur árum áður. Um leið og hann fékk aðgang að eigin gögnum gat hann upplýst um þessi atvik sem eru svo mikil- væg fyrir rannsókn málsins. Minnið er brotakennt Þeir sem þekkja til skýrslutöku af vitnum um löngu orðin atvik gera sér grein fyrir því hve brotakennt minnið er. Til þess að fá fram réttar upplýsingar ber rannsakendum að tryggja að vitni hafi aðgang að þeim gögn- um sem geta stuðlað að réttum framburði. Varði atvikin sem eru til rannsóknar starf vitnis ber rannsakendum í tilviki eins og hér um ræðir að tryggja vitn- inu aðgang að sínum eigin gögn- um sé slíkt unnt. Skoðun sam- tímagagna er langáreiðanlegasta leiðin til þess að leiða hið sanna í ljós. Hlutverk verjanda Í nýlegum dómi í svokölluðu Al Thani-máli var fundið að því að verjendur hefðu rætt við vitni í málinu og borið undir þau gögn. Var þessi háttsemi verjendanna meira að segja talin andstæð lögum. Taldi dómurinn þetta leiða til þess að þau vitni væru ekki trúverðug sem verjend- ur höfðu rætt við. Undirritaður telur þessa afstöðu dómenda ranga. Í lögum er engin regla um bann við því að verjandi ræði við vitni. Þvert á móti er í 35. gr. sakamálalaganna mælt fyrir um skyldu verjanda til þess að draga fram í máli allt sem verða má skjólstæðingi hans til sýknu eða hagsbóta og gæta réttar hans í hvívetna. Verjandi getur auðvitað ekki dregið inn í mál upplýsingar sem gætu orðið skjólstæðingi til sýknu eða hagsbóta án þess að leita til þeirra sem þekkja atvik- in, þ.e. vitnanna í málinu. Engum öðrum er til að dreifa sem geta orðið að liði. Svo vill til að í mál- inu sem nú er fyrir dómi féllst dómforseti á og bókaði um það sérstaklega, að verjendum væri heimilt að ræða við vitni og leita upplýsinga með þeim hætti. Hefði það ekki verið gert er eins víst að sakamálið hefði verið tekið til dóms án þess að réttar upplýsingar hefðu legið fyrir. Þess getur enginn óskað. Saga úr sakamáli SAKAMÁL Gestur Jónsson hæstaréttarlög- maður ➜ Verjandi getur auðvitað ekki dregið inn í mál upp- lýsingar sem gætu orðið skjólstæðingi til sýknu eða hagsbóta án þess að leita til þeirra sem þekkja atvikin, þ.e. vitnanna í málinu. Orka, fi skur og jafnrétti ÞRÓUNAR- SAMVINNA Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra Save the Children á Íslandi Samfélagsstyrkir Landsbankans landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Umsóknarfrestur vegna samfélagsstyrkja er til og með mánu- deginum 12. maí 2014. Rafrænar umsóknir og nánari upplýsingar á landsbankinn.is. Landsbankinn veitir 20 milljónum króna í samfélagsstyrki árið 2014 sem úthlutað verður í tvennu lagi. Samfélags- styrkjum er ætlað að styðja við verkefni á ýmsum sviðum, þar á meðal í mannúðarmálum, menningu og listum, menntun, rannsóknum og vísindum, einnig forvarna- og æskulýðsstarfi og sértækri útgáfustarfsemi. Samfélagssjóður Landsbankans hefur það hlutverk að veita styrki til verðugra verkefna. Árlega eru ferns konar styrkir veittir: Námsstyrkir, nýsköpunarstyrkir, samfélagsstyrkir og umhverfisstyrkir en afreksstyrkir eru veittir annað hvert ár. Verkefni sem einkum koma til greina:  Verkefni mannúðarsamtaka og góðgerðarfélaga.  Verkefni á sviði menningar og lista.  Menntamál, rannsóknir og vísindi.  Forvarna- og æskulýðsstarf.  Sértæk útgáfustarfsemi. Á hvoru úthlutunartímabili verða veittir eirtaldir styrkir:  Fimm styrkir að upphæð 1.000.000 krónur hver.  Fimm styrkir að upphæð 500.000 krónur hver.  Tíu styrkir að upphæð 250.000 krónur hver.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.