Fréttablaðið - 12.04.2014, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 12.04.2014, Blaðsíða 48
KYNNING − AUGLÝSINGPáskar LAUGARDAGUR 12. APRÍL 20142 Þegar ég var lítil var aðalspennan á páskadagsmorgun að fara af stað og leita að páskaeggjunum. Ég man eftir einu skipti þegar ég fann eggið á fyrstu mínútunum og þótt- ist ekki hafa séð það, því ég var búin að leita svo stutt og vildi ekki þurfa að bíða eftir öllum fjórum systkinum mínum meðan þau leituðu að sínum,“ segir Tinna Rós en páskaeggjaleitin er í hennar huga hápunktur páskadags. Tinna Rós er nú búsett í Genf þar sem hún starfar fyrir alþjóðastofn- un sem nefnist Y‘s Men International og er samstarfsaðili Heimssambands YMCA (KFUM). Hún hefur í fjölmörg ár starfað hjá KFUM og KFUK á Ís- landi. Sumarbúðareynslan og leið- togaþjálfun samtakanna jók á hæfni hennar og hugmyndaflug til að finna upp ratleiki en þá hefur hún ófáa búið til um ævina. „Á mínu heimili voru leikirnir hafð- ir einfaldir. Pabbi og mamma földu eggin og við börnin leituðum. Leitin gat tekið frá nokkrum mínútum upp í meira en klukkutíma, í það minnsta í minningunni,“ rifjar Tinna Rós upp. Systkinin fengu svo að fela egg foreldr- anna sem vakti mikla kátínu. Mismunandi flækjustig Ratleikir geta verið af ýmsum toga og gaman að gera þá eilítið f lókna þó vissulega þurfi að meta aðstæður og aldur hverju sinni. „Þegar ratleikirn- ir eru útbúnir er mikilvægt að taka tillit til aldurs barnsins og meta færni þess og úthald. Einnig er mikilvægt að stjórnendur leiksins muni hvar öll eggin eru falin, sem getur reynst erfitt þegar þau eru mjög mörg,“ segir Tinna Rós kímin og þekkir það greinilega af eigin raun. „Ratleikur þar sem börn eru leidd áfram af miðum með vís- bendingum eru alltaf klassískir. Þá er skemmtilegt að hafa vísbendingarn- ar í gátuformi á borð við „næstu vís- bendingu er mjög kalt, en henni er alveg sama því hún er að gæða sér á íspinna“. Þeir sem eru mjög metnað- arfullir geta svo haft gáturnar þyngri,“ lýsir Tinna Rós. Hún segir um að gera að nýta sér áhugasvið barna og það sem er í upp- áhaldi á hverjum tíma. „Til dæmis væri hægt að hafa Harry Potter-, fót- bolta- eða Biblíuþema fyrir þá sem vilja tengja leikinn við hátíðina sjálfa og ástæðu hennar.“ Þrautalausnir „Önnur hugmynd að ratleik er að búa til verkefni eða þraut sem þarf að leysa til að fá næstu vísbendingu. Til dæmis mætti kaupa lítið púsl, fela bitana og gefa börnunum lista með vísbending- um um hvar púslin er að finna,“ segir Tinna Rós og bendir á að hugmyndin með púslið henti einnig börnum sem, til að mynda, eru rúmföst vegna veikinda. „Þá er hægt að vera með spurninga- keppni þar sem eitt púsluspil fæst fyrir hvert rétt svar og þegar myndin er heil er endastöð- inni náð og páska- eggið leyst út.“ Utan dyra Hressustu fjölskyld- urnar geta svo fært leikinn út fyrir hússins dyr. „Til dæmis mætti skipta fjölskyldunni upp í tvö teymi og hafa ratleik í nærumhverfinu. Gaman væri að vera með góða blöndu af líkamleg- um þrautum á borð og hugarþraut- um,“ segir Tinna Rós og telur best að fullorðinn aðili fylgi báðum liðum og gangi úr skugga um að öllum þrautum sé lokið. „Auðvitað er skemmti- legast þegar fullorðna fólk- ið tekur þátt með börnun- um,“ segir hún en bend- ir fólki á að hafa í huga að láta leikinn frekar snú- ast um skemmtun en sam- keppni. Ratleikur á páskadagsmorgni Í stað þess að hefja páskadag á því að gúffa í sig páskaeggjasúkkulaði í svefnrofunum gæti verið gaman að skipuleggja ratleik í kringum leitina að egginu. Tinna Rós Steinsdóttir hefur skipulagt og tekið þátt í ófáum páskaeggjaratleikjum. Hressustu fjölskyldurnar geta fært leikinn út fyrir hússins dyr. NORDICPHOTOS/GETTY Í Mosfellsbæ eru óteljandi mögu- leikar til útivistar og hreyfing- ar sem er tilvalið að nýta um páskana. Þar er hægt að fara í sund, golf, göngur, hlaupa- og hjólaferðir í fallegu umhverfi. „Við erum með þróunarverk- efni í gangi sem ber yfirskriftina Heilsueflandi samfélag en for- senda þess er að allir íbúar hafi tækifæri, upplýsingar og aðgengi til að velja lífsstíl sem leiðir til heilbrigðis á líkama og sál. Verk- efninu, sem er unnið með heilsu- klasanum Heilsuvin og Embætti landlæknis, hefur verið skipt í fjóra þætti og er unnið með hvern þátt í eitt ár í eftirfarandi röð; Nær- ing-mataræði, Hreyfing-útivist, Líðan-geðrækt, Lífsgæði-forvarnir og fleira,“ segir Aldís Stefánsdóttir, forstöðumaður þjónustu- og upp- lýsingamála. Mosfellsbær er, fyrst sveitar- félaga á Íslandi, heilsuef landi samfélag og tekur forystuna í þessu verkefni. Markmiðið er að þróa samfélagslegan ramma utan um markvissa og heildræna heilsueflingu, en verkefninu er ætlað að ná til allra aldurshópa í samfélaginu meðal annars í gegn- um heilsuef landi leik-, grunn- og framhaldsskóla, vinnustaði og starf eldri borgara og stuðla þannig að góðri heilsu, vellíðan og auknum lífsgæðum. Verkefnið nær yf ir helstu áhersluþætti landlæknis og miðar að því að setja heilsuef lingu í forgrunn í allri þjónustu sveitar- félagsins. Sambærileg verkefni eru þekkt erlendis en er nú í fyrsta skipti tekið upp hér á landi. Liður í verkefninu er sérstakur heilsudag- ur í bænum 7. maí. Mosfellsbær er heilsueflandi samfélag Útivistarmöguleikarnir í Mosfellsbæ eru óteljandi og um að gera að nýta svæðið til útivistar og hreyfingar um páskana. Fjölmargar gönguleiðir er að finna í Mosfellsbæ. Sundlaug Mosfellsbæjar er sannkölluð ævintýraveröld. Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000Umsjónarmenn auglýsinga: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512-5434 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. ÓLÍKAR MATARHEFÐIR Íslenska lambakjötið hefur verið vinsælt á borðum landsmanna yfir páskana undanfarna áratugi. Aðrar þjóðir eiga sína matarsiði í tengslum við páskahátíðina og kennir þar ýmissa grasa. Síldin er órjúfanlegur hluti páskahátíðarinn- ar í Svíþjóð en hún er að mestu leyti veidd á vorin þar í landi. Hún er verkuð á ýmsa ólíka vegu og oft borin fram með rúgbrauði, sýrðum rjóma og kartöflum. Kaldur snafs fylgir líka oft með. Í Rússlandi er hefð fyrir því að bera á borð Paskha sem er pýramídalaga eftirréttur úr rjómaosti, kotasælu og þurrkuðum ávöxtum. Rétturinn er oft skreyttur bókstöfunum XB sem vísar í upprisu Krists. Íbúar Brasilíu útbúa gjarnan sæta millibitann Paçoca de Amendoim um páskana sem er búinn er til úr krömdum hnetum, sykri og hveiti. Capirotada er kryddaður brauðbúðingur sem er á boðstólum víða í Mexíkó um hverja páska. Búðingurinn inniheldur meðal annars rúsínur, kanil, negulnagla og ost. Skírdagur gengur undir nafninu „græni fimmtudagur“ í Þýskalandi. Þá reyna landsmenn að borða sem mest af mat sem er grænn á litinn eins og nafn dagsins gefur til kynna. Meðal vinsælla rétta þann daginn er súpa úr garðakerfli. Panettone-kakan er á boðstólum bæði um jól og páska á Ítalíu. Um páskana er kakan bökuð í laginu eins og dúfa sem á að tákna frið. Yfir hana strá heimamenn möndlum og sykri. Gatið mjórri endann á egginu fyrst. Notið títuprjón eða nál. Sniðugt er að líma yfir eggið með málaralímbandi, og stinga gatið í gegnum það. Þá brotnar eggið síður. Stækkið gatið síðan með stærri nál, tannstöngli eða prjóni. Gatið sem innihaldið á að fara út um þarf að vera tvisvar sinnum stærra en hitt. Hrærðu upp í innihaldinu með nál eða bréfa- klemmu. Þá verður auðveldara að koma því út. Blástu svo í minna gatið. Einnig er hægt að blása í gegnum sogrör eða nota sprautu. Helltu vatni yfir minna gatið til að hreinsa restina innan úr egginu. Þurrkaðu það svo í ofni við 150 gráður í tíu mínútur eða láttu það hanga svo stærra gatið vísi niður og þorna í 2-3 daga. Skreytið að vild. wikihow.com Blásið úr eggi NORDIC PHOTOS/ GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.