Fréttablaðið - 12.04.2014, Side 126

Fréttablaðið - 12.04.2014, Side 126
12. apríl 2014 LAUGARDAGUR| SPORT | 82 KÖRFUBOLTI „Andy vildi ekki vera annað tímabil en ég held það sé bara best að hann svari því sjálf- ur af hverju það er,“ segir Falur Harðarson, formaður körfuknatt- leiksdeildar Keflavíkur um banda- ríska þjálfarann Andy Johnston sem yfirgaf félagið eftir tímabilið. Johnston samdi til tveggja ára síðasta sumar en eins og tíðk- ast var hann uppsegjanlegur af beggja hálfu eftir fyrra árið. „Við vorum ekki búnir að taka ákvörðun okkar megin þar sem hann var fyrri til. Við vorum enn þá að jafna okkur á sjokkinu þegar hann tók þessa ákvörðun.“ Sjokkið sem Falur talar um er hörmungin sem Keflavík gekk í gegnum undir lok tímabilsins. Eftir frábæra frammistöðu á fyrri parti tímabils þar sem allt gekk upp hrundi spilamennska bæði kvenna- og karlaliðsins. Steininn tók svo úr í úrslitakeppninni þar sem báðum liðum var sópað út í fyrstu umferð. „Þetta er eitthvað sem við höfum ekki upplifað áður og var alveg rosalega skrítið því það liðu aðeins nokkrir dagar frá því að við vorum að spila um efsta sætið við KR og þangað til við vorum dottnir út, 3-0,“ segir Falur. Hávær orðrómur voru uppi um að leikmenn Keflavíkur væru orðnir verulega þreyttir á Johnston en Falur vísar því á bug. „Nei, ég upplifði það ekki þannig. Svo er ég ekki hrifinn af orðinu á götunni. Það væri fásinna að segja þetta væri einhver einn hlutur sem gerðist. Það sem gerðist var sam- spil margra þátta.“ Falur var engu að síður óánægður með karlaliðið og hvern- ig það lét liðið í sjöunda sæti sópa sér í sumarfrí. „Þetta lið sýndi ekki það Keflavíkurhjarta sem ég og fleiri hefðum viljað sjá,“ segir Falur en leit að nýjum þjálfara er hafin. „Hún er farin í gang en það er ekkert meira en það.“ Eftir það sem gerðist með Johnston, kemur til greina að ráða annan útlending eða mann sem stendur fyrir utan félagið? „Það hlýtur allt að koma til greina. Allt annað væri vitleysa, segi ég. En við erum bara ekki komnir svo langt,“ segir Falur. Aðspurður að lokum hvort til- raunin með Johnston hafi verið mistök segir Falur svo ekki vera. „Mér finnst það ekki. Maður lærir svo lengi sem maður lifir.“ - tom Sýndu ekki hjarta Fráleitt að einhver einn hlutur hafi valdið brotthvarfi nu. FARINN Andy Johnston þjálfar Keflavík ekki næsta vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL KÖRFUBOLTI Grindavík er komið í lykilstöðu í einvíginu gegn Njarðvík eftir flottan sigur á heimavelli sínum í gær. Fyrstu tveir leikirnir í einvíginu enduðu með útisigrum. Grindavík hefur forystu í einvíginu, 2-1, og kemst í úrslit með sigri í næsta leik. Grindavíkingar voru miklu ákveðnari strax frá upphafi. Þeir tóku strax forystu og Njarðvík var að elta. Of fáir leikmenn að leggja lóð á vogarskálarnar hjá gestunum og heimamenn sigldu heim öruggum sigri. Jóhann Árni Ólafsson, Sigurður Þorsteinsson og Lewis Clinch fóru allir á kostum í liði Grindavíkur og þeir fengu einnig vænt framlag frá fleiri mönnum. Njarðvíkurliðið virtist rúið sjálfstrausti og þarf að rífa sig heldur betur upp fyrir næsta leik sem fer fram í Ljónagryfj- unni í Njarðvík á mánudag. - hbg Loksins kom heimasigur HANDBOLTI Í gær var dregið í riðla fyrir undankeppni EM 2016 sem fer fram í Póllandi. Ísland var í öðrum styrkleikaflokki og lenti í nokkuð snúnum riðli og þarf þess utan að fara í löng ferðalög. Serbía er liðið sem við mætum úr efsta styrkleikaflokki og Svartfellingar komu úr þriðja. Eitt sterkasta liðið úr þeim styrkleikaflokki og verða leik- irnir gegn þeim alls ekki auð- veldir. Ísrael ætti aftur á móti ekki að vera mikil hindrun fyrir sterkt landslið Íslands. „Þetta er bara fínt. Þetta eru löng ferðalög og við fáum Balk- anþjóðir upp úr fyrsta og þriðja potti. Þar er náttúrlega hefð fyrir góðum handbolta. Þeir eru góðir í minni hópum að vinna tveir og þrír saman og vinna með línumanni. Þarna eru líka erfið- ir útivellir - sérstaklega í Serbíu. En þetta verður bara spennandi,“ segir Aron Kristjánsson lands- liðsþjálfari spurður um viðbrögð sín við drættinum. Svartfjallaland gerði sér lítið fyrir og skildi Þýskaland eftir í síðustu undankeppni þannig að ekkert lið hefur efni á að van- meta Svartfellinga. „Serbar, Slóvenar og Ungverj- ar voru kannski bestu kostirnir í fyrsta styrkleikaflokki. Hinar þjóðirnar eru á hærri palli en aðrar eins og staðan er í dag. Svartfjallaland er samt nokkuð sterkt lið að fá úr þriðja styrk- leikaflokki,“ segir Aron en stefn- an er að sjálfsögðu sett á EM. „Þetta verður erfitt verkefni en auðvitað er stefnan að kom- ast á EM.“ Fyrsti leikur Íslands í undan- keppninni er heimaleikur gegn Ísrael þann 29. október næst- komandi. Nokkrum dögum síðar er mikilvægur útileikur gegn Svartfellingum. Svo er frí fram í apríl á næsta ári en þá taka við tveir leikir gegn Serbum. Svo bíður ferða- lag til Ísraels og lokaleikurinn er heimaleikur gegn Svartfjalla- landi sumarið 2015. Það gæti verið hreinn úrslitaleikur. henry@frettabladid.is Erfi ðir útivellir bíða Íslenska landsliðið í handknattleik lenti í snúnum riðli í undankeppni EM 2016. Löng ferðalög bíða liðsins og erfi ðir leikir gegn Balkanþjóðum. SPEKINGSLEGIR Landsliðsþjálfararnir Aron Kristjánsson og Gunnar Magnússon fara yfir stöðuna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HANDBOLTI Það vakti athygli margra að Haukar fengu verðlaunapeninga eftir að þeir tryggðu sér deildarmeist- aratitilinn á fimmtudag. Þegar Stjörnustúlkur urðu deildar- meistarar á dögunum þá voru ekki afhentir neinir verðlaunapeningar og hafði heyrst að óánægju í Garða- bænum vegna þessa. Róbert Geir Gíslason, mótastjóri HSÍ, segir að þetta eigi sér allt eðlilegar skýringar. „Það hefur verið stefnan hjá okkur að veita ekki verðlaunapeninga til deildarmeistara og þá ekki í neinum flokki,“ segir Róbert en af hverju fengu Haukarnir þá medalíur? „Þeir keyptu þá sjálfir. Það er ekkert flóknara en það. Lögðu út fyrir þeim og báðu okkur um að afhenda þá. Það var sjálfsagt að verða við þeirra bón.“ Um tuttugu verðlaunapeningar kosta undir 10 þúsund krónum og er því eðlilegt að spyrja hvort ekki sé verið að spara óþarflega mikið með því að veita sjálfum deildarmeistur- unum ekki verðlaunapeninga. „Þetta mál er í skoðun hjá okkur og alls ekkert útilokað þessu verði breytt jafnvel næsta vetur,“ segir Róbert Geir Gíslason. - hbg Keyptu sína eigin verðlaunapeninga HRESSIR Haukarnir kátir með medalíurnar sem þeir keyptu sjálfir. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SPORT ÚRSLIT DOMINOS-DEILD KARLA GRINDAVÍK - NJARÐVÍK 89-73 Grindavík: Jóhann Árni Ólafsson 26, Earnest Lewis Clinch Jr. 23, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 15/15 frák/6 stoð/3 varit, Jón Axel Guðmundsson 9, Ómar Örn Sævarsson 7/14 fráköst, Ólafur Ólafs- son 4, Ingvi Þór Guðmundsson 3. Njarðvík: Elvar Már Friðriksson 22/8 stoðsending- ar, Hjörtur Hrafn Einarsson 15, Logi Gunnarsson 12/9 fráköst, Tracy Smith Jr. 9/13 fráköst/3 varin, Ágúst Orrason 5, Egill Jónasson 4. Staðan í einvíginu er 2-1 fyrir Grindavík. RIÐLARNIR Í UNDAN- KEPPNI EM 2016 RIÐILL 1 Króatía Noregur Holland Tyrkland RIÐILL 2 Danmörk Hvíta-Rússland Litháen Bosnía & Hersegóvína RIÐILL 3 Slóvenía Svíþjóð Slóvakía Lettland RIÐILL 4 Serbía Ísland Svartfjallaland Ísrael RIÐILL 5 Ungverjaland Rússland Portúgal Úkraína RIÐILL 6 Frakkland Makedónía Tékkland Sviss RIÐILL 7 Spánn Þýskaland Austurríki Finnland SUND Íslandsmótið í 50 metra laug hófst í Laugardalnum í gær. Hrafnhildur Lúthersdóttir sló fyrsta Íslandsmet helgarinnar í gær en fleiri met eiga eflaust eftir að falla. Metið setti hún í 100 metra bringusundi. Hún synti á 1:08,62 mínútu en fyrra met hennar var 1:09,48 mínúta. Það met setti hún á sama móti fyrir ári síðan. - hbg Íslandsmet hjá Hrafnhildi HRAFNHILDUR LÚTHERSDÓTTIR. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.