Fréttablaðið - 12.04.2014, Blaðsíða 50
KYNNING − AUGLÝSINGPáskar LAUGARDAGUR 12. APRÍL 20144
Til þess að ná einungis tveggja prósenta fituinnihaldi eru kartöflurnar hreinsað-ar vandlega, snöggsoðnar, skornar í bita,
þurrkaðar lítillega og úðaðar létt
með olíu sem inniheld-
ur kryddblöndu,“ lýsir
Jóhannes Þór Ævarsson,
markaðsstjóri hjá Innnesi
sem f lytur inn Flensted-
ofnkartöflur.
Kartöflurnar eru mismun-
andi að lögun og kryddhjúp-
ur þeirra er margs konar. Inn-
nes býður upp á tvær tegund-
ir, annars vegar bravas og hins
vegar stave.
„Bravas er spænskur kart-
öf luréttur sem oft má fá á
tapas- börum og er þá borinn
fram með allioli,“ segir Jó-
hannes. Bravas-kartöf l-
urnar eru skornar gróf-
lega í ferninga og ristaðar í
heitri olíu og oft bornar fram
með heitri, kryddaðri tómat-
sósu.
Stave eða kartöflustafirnir
eru með exótískum kryddum
á borð við papriku, hvítlauk,
tómat, basilíku, kóríander og
steinselju. „Stave-kartöflurnar
henta vel sem nasl sem dýfa má í
gott hvítlauksblandað majónes,“
segir Jóhannes.
Bravas-kartöf lurnar henta
einnig sem meðlæti. Hér má finna gómsæta
uppskrift að kjúklingarétti sem hentar vel með
kartöflunum.
Rósmarínkjúklingur
með spænskri skinku (fyrir 4)
700 g úrbeinuð kjúklingalæri frá
Rose Poultry
ca. 7 sneiðar spænsk skinka eða eins
og kjúklingalærin eru mörg
ca. 12-16 stykki maríneruð hvítlauks-
rif í chili-olíu (koma í krukku frá
Paradiso)
1 knippi ferskt rósmarín
1 knippi fersk salvía
1 dl ólífuolía
1 dl balsamedik
flögusalt m/rósmarín
grófmalaður svartpipar
Ofn hitaður í 180 gráð-
ur. Kjúklingalærin eru þídd
og krydduð með salti og pipar.
Ein lítil grein af salvíu og ein lítil
grein af rósmarín er lögð inn í
hvert læri og lærið hálfvafið utan
um kryddjurtirnar. Því næst er
spænskri skinku vafið utan um
kjúklinginn. Kjúklingurinn er
lagður í eldfast mót. Þá er ólífu-
olíunni og balsamediki bland-
að saman. Blöndunni er dreift
yfir kjúklinginn og því næst
er hvítlauknum dreift yfir.
Hitað í ofni við 180 gráð-
ur í um það bil 30 mínút-
ur eða þar til kjúklingur-
inn er eldaður í gegn. Borið fram með
Flensted Patatas Bravas (spænskar kartöflur) og
fersku salati.
Athugið að þegar kjúklingsins er neytt þá eru
kryddjurtirnar teknar frá.
Bragðmiklar en fitulitlar
Ofnkartöflurnar frá Flensted innihalda aðeins 2% fitu. Ástæðan er nýstárleg vinnsluaðferð sem gerir
kartöflurnar bæði stökkar og bragðgóðar.
Bollurnar kallast „hot cross bun“ á ensku en í mörgum kristnum löndum eru boll-
urnar borðaðar heitar eða ristaðar
á lönguföstu sem stendur frá ösku-
degi til föstudagsins langa. Kross-
inn á bollunni táknar krossinn sem
Jesús var krossfestur á.
Krossbollurnar eiga sér langa
sögu. Á tíma Elísabetar fyrstu Eng-
landsdrottningar var gefin út til-
skipun sem bannaði sölu á bollun-
um og öðru krydduðu brauði nema
fyrir jarðarfarir, föstudaginn langa
eða jólin. Ef upp komst um sölu á
bollunum á öðrum tímum voru þær
gerðar upptækar og gefnar fátæk-
um. Af þeim sökum voru bollurn-
ar aðallega bakaðar í heimahúsum.
Krossinn kysstur
Ýmis hjátrú fylgir krossbollunum.
Ein er sú að krossbollur sem bakað-
ar eru á föstudaginn langa skemm-
ist ekki eða mygli í heilt ár. Sam-
kvæmt annarri hafa slíkar bollur
lækningamátt.
Að deila krossbollu með öðrum á
að tryggja vináttu næstu árin, sér-
staklega ef henni er skipt til helm-
inga og sérstök þula þulin um leið.
Sumir telja að kyssa þurfi kross-
inn áður en bollan er snædd. Boll-
an þykir góður ferðafélagi enda
á hún að vernda sjómenn fyrir
skipsskaða. Ef bollan er hengd upp
í eldhúsinu er hún vörn gegn eldi
og mun sjá til þess að allur brauð-
bakstur heppnist.
Ýmsar útgáfur
Krossbolluna má nú fá í ýmsum út-
gáfum. Í Bretlandi er hún seld í stór-
mörkuðum með karamellu-, appel-
sínu-, trönuberja- og epla- og kanil-
bragði. Súkkulaðibollur eru vinsælar
í Ástralíu og Nýja-Sjálandi auk þess
sem kaffibragð hefur verið kynnt til
sögunnar.
Klassísk krossbolla
450 g hveiti
14 g þurrger
1 tsk. salt
50 g sykur
150 ml volg mjólk
50 ml volgt vatn
1 egg, hrært
50 g ósaltað og brætt smjör
olía til að smyrja
1 tsk. kanill
½ tsk. mixed spice (breskt kökukrydd)
½ tsk. múskat
100 g kúrennur
Til skreytingar:
4 msk. hveiti
2 msk. sykur
Setjið hveiti, þurrger, sykur og
salt í skál ásamt kryddi og þurrk-
uðum ávöxtum. Blandið vel. Búið
til holu í miðjunni og hellið mjólk,
vatni, eggi og bræddu smjöri í hana.
Blandið með trésleif og loks hönd-
unum.
Hnoðið deigið þar til það er slétt
og fellt. Setjið í skál sem hefur verið
pensluð með olíu og leggið hreint,
rakt viskustykki yfir. Látið hefast í
um klukkutíma.
Setjið deigið á hveitistráðan flöt
og hnoðið í nokkrar sekúndur. Deil-
ið deiginu í tólf jafna hluta. Búið til
sléttar kúlur og setjið á smurða bök-
unarplötu. Notið lítinn beittan hníf
til að skera kross í hverja bollu. Legg-
ið raka viskustykkið yfir bollurnar
og látið hefast í um 20 mínútur.
Hitið ofninn í 200 gráður eða
180 gráður (blástur).
Blandið hveiti við ör-
lítið vatn þannig að
úr verði þykkt krem.
Sprautið því í krossinn
sem þið skáruð áður
með pokasprautu. Bakið
í um 12 til 15 mínútur.
Bræðið nú sykur saman við
eina msk. af vatni og penslið
heitar bollurnar með blöndunni.
Bollur sem lækna og treysta vináttu
Í Bretlandi, Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Suður-Afríku og Kanada er hefðbundið að snæða sætar, kryddaðar brauðbollur, skreyttar með
krossi, á föstudaginn langa. Ýmis hjátrú fylgir bollunum sem sagðar eru hafa lækningamátt en að auki er gott að ferðast með þær.
Krossinn á bollunum er tákn krossins sem Jesús var krossfestur á. Sumir
kyssa krossinn áður en bollunnar er neytt. NORDICPHOTO/GETTY