Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.04.2014, Qupperneq 50

Fréttablaðið - 12.04.2014, Qupperneq 50
KYNNING − AUGLÝSINGPáskar LAUGARDAGUR 12. APRÍL 20144 Til þess að ná einungis tveggja prósenta fituinnihaldi eru kartöflurnar hreinsað-ar vandlega, snöggsoðnar, skornar í bita, þurrkaðar lítillega og úðaðar létt með olíu sem inniheld- ur kryddblöndu,“ lýsir Jóhannes Þór Ævarsson, markaðsstjóri hjá Innnesi sem f lytur inn Flensted- ofnkartöflur. Kartöflurnar eru mismun- andi að lögun og kryddhjúp- ur þeirra er margs konar. Inn- nes býður upp á tvær tegund- ir, annars vegar bravas og hins vegar stave. „Bravas er spænskur kart- öf luréttur sem oft má fá á tapas- börum og er þá borinn fram með allioli,“ segir Jó- hannes. Bravas-kartöf l- urnar eru skornar gróf- lega í ferninga og ristaðar í heitri olíu og oft bornar fram með heitri, kryddaðri tómat- sósu. Stave eða kartöflustafirnir eru með exótískum kryddum á borð við papriku, hvítlauk, tómat, basilíku, kóríander og steinselju. „Stave-kartöflurnar henta vel sem nasl sem dýfa má í gott hvítlauksblandað majónes,“ segir Jóhannes. Bravas-kartöf lurnar henta einnig sem meðlæti. Hér má finna gómsæta uppskrift að kjúklingarétti sem hentar vel með kartöflunum. Rósmarínkjúklingur með spænskri skinku (fyrir 4) 700 g úrbeinuð kjúklingalæri frá Rose Poultry ca. 7 sneiðar spænsk skinka eða eins og kjúklingalærin eru mörg ca. 12-16 stykki maríneruð hvítlauks- rif í chili-olíu (koma í krukku frá Paradiso) 1 knippi ferskt rósmarín 1 knippi fersk salvía 1 dl ólífuolía 1 dl balsamedik flögusalt m/rósmarín grófmalaður svartpipar Ofn hitaður í 180 gráð- ur. Kjúklingalærin eru þídd og krydduð með salti og pipar. Ein lítil grein af salvíu og ein lítil grein af rósmarín er lögð inn í hvert læri og lærið hálfvafið utan um kryddjurtirnar. Því næst er spænskri skinku vafið utan um kjúklinginn. Kjúklingurinn er lagður í eldfast mót. Þá er ólífu- olíunni og balsamediki bland- að saman. Blöndunni er dreift yfir kjúklinginn og því næst er hvítlauknum dreift yfir. Hitað í ofni við 180 gráð- ur í um það bil 30 mínút- ur eða þar til kjúklingur- inn er eldaður í gegn. Borið fram með Flensted Patatas Bravas (spænskar kartöflur) og fersku salati. Athugið að þegar kjúklingsins er neytt þá eru kryddjurtirnar teknar frá. Bragðmiklar en fitulitlar Ofnkartöflurnar frá Flensted innihalda aðeins 2% fitu. Ástæðan er nýstárleg vinnsluaðferð sem gerir kartöflurnar bæði stökkar og bragðgóðar. Bollurnar kallast „hot cross bun“ á ensku en í mörgum kristnum löndum eru boll- urnar borðaðar heitar eða ristaðar á lönguföstu sem stendur frá ösku- degi til föstudagsins langa. Kross- inn á bollunni táknar krossinn sem Jesús var krossfestur á. Krossbollurnar eiga sér langa sögu. Á tíma Elísabetar fyrstu Eng- landsdrottningar var gefin út til- skipun sem bannaði sölu á bollun- um og öðru krydduðu brauði nema fyrir jarðarfarir, föstudaginn langa eða jólin. Ef upp komst um sölu á bollunum á öðrum tímum voru þær gerðar upptækar og gefnar fátæk- um. Af þeim sökum voru bollurn- ar aðallega bakaðar í heimahúsum. Krossinn kysstur Ýmis hjátrú fylgir krossbollunum. Ein er sú að krossbollur sem bakað- ar eru á föstudaginn langa skemm- ist ekki eða mygli í heilt ár. Sam- kvæmt annarri hafa slíkar bollur lækningamátt. Að deila krossbollu með öðrum á að tryggja vináttu næstu árin, sér- staklega ef henni er skipt til helm- inga og sérstök þula þulin um leið. Sumir telja að kyssa þurfi kross- inn áður en bollan er snædd. Boll- an þykir góður ferðafélagi enda á hún að vernda sjómenn fyrir skipsskaða. Ef bollan er hengd upp í eldhúsinu er hún vörn gegn eldi og mun sjá til þess að allur brauð- bakstur heppnist. Ýmsar útgáfur Krossbolluna má nú fá í ýmsum út- gáfum. Í Bretlandi er hún seld í stór- mörkuðum með karamellu-, appel- sínu-, trönuberja- og epla- og kanil- bragði. Súkkulaðibollur eru vinsælar í Ástralíu og Nýja-Sjálandi auk þess sem kaffibragð hefur verið kynnt til sögunnar. Klassísk krossbolla 450 g hveiti 14 g þurrger 1 tsk. salt 50 g sykur 150 ml volg mjólk 50 ml volgt vatn 1 egg, hrært 50 g ósaltað og brætt smjör olía til að smyrja 1 tsk. kanill ½ tsk. mixed spice (breskt kökukrydd) ½ tsk. múskat 100 g kúrennur Til skreytingar: 4 msk. hveiti 2 msk. sykur Setjið hveiti, þurrger, sykur og salt í skál ásamt kryddi og þurrk- uðum ávöxtum. Blandið vel. Búið til holu í miðjunni og hellið mjólk, vatni, eggi og bræddu smjöri í hana. Blandið með trésleif og loks hönd- unum. Hnoðið deigið þar til það er slétt og fellt. Setjið í skál sem hefur verið pensluð með olíu og leggið hreint, rakt viskustykki yfir. Látið hefast í um klukkutíma. Setjið deigið á hveitistráðan flöt og hnoðið í nokkrar sekúndur. Deil- ið deiginu í tólf jafna hluta. Búið til sléttar kúlur og setjið á smurða bök- unarplötu. Notið lítinn beittan hníf til að skera kross í hverja bollu. Legg- ið raka viskustykkið yfir bollurnar og látið hefast í um 20 mínútur. Hitið ofninn í 200 gráður eða 180 gráður (blástur). Blandið hveiti við ör- lítið vatn þannig að úr verði þykkt krem. Sprautið því í krossinn sem þið skáruð áður með pokasprautu. Bakið í um 12 til 15 mínútur. Bræðið nú sykur saman við eina msk. af vatni og penslið heitar bollurnar með blöndunni. Bollur sem lækna og treysta vináttu Í Bretlandi, Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Suður-Afríku og Kanada er hefðbundið að snæða sætar, kryddaðar brauðbollur, skreyttar með krossi, á föstudaginn langa. Ýmis hjátrú fylgir bollunum sem sagðar eru hafa lækningamátt en að auki er gott að ferðast með þær. Krossinn á bollunum er tákn krossins sem Jesús var krossfestur á. Sumir kyssa krossinn áður en bollunnar er neytt. NORDICPHOTO/GETTY
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.