Fréttablaðið - 12.04.2014, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 12.04.2014, Blaðsíða 46
Jónas Þórir Þórisson gegndi starfi framkvæmdastjóra Hjálparstarfs kirkjunnar frá árinu 199O þar til nú í upphafi árs þegar hann afhenti Bjarna Gíslasyni skipti- lykil með þeim orðum að hann væri til merkis um að starfið þyrfti að vera sveigjanlegt og þróast áfram: að sífellt þyrfti að finna nýjar lausnir og opna nýjar dyr. Á þeim tuttugu og þremur árum sem Jónas Þórir hefur veitt stofnuninni forstöðu hefur bæði hún og allt umhverfi hennar tekið miklum breytingum. Það er því ekki úr vegi að líta yfir farinn veg með vitrum manni og fá hans sýn á það sem vel hefur tekist og vel er gert en ekki síður að fá hans álit á helstu áskorunum í hjálparstarfi nú. Byrjum hins vegar á byrjuninni. Hver er maðurinn? „Ég er fæddur á Akureyri og uppalinn þar. Faðir minn Þórir Björnsson var vélstjóri í verksmiðjum SÍS í 4O ár og móðir mín Hulda Stefánsdóttir var húsmóðir. Ég lauk gagnfræðaprófi á Akureyri og vann í banka og á skrifstofu við bókhald og önnur störf. Á Akureyri kynntist ég starfi Kristilegs félags ungra manna og kvenna, KFUM og K. Þar heyrði ég bæði af kristniboði og hjálparstarfi og það sem ég heyrði hafði djúp áhrif á mig. Ég kynntist svo eiginkonu minni Ingibjörgu Ingvarsdóttur á þessum vettvangi líka. Ég fór í biblíuskóla í Noregi í eitt og hálft ár en fann svo upp á því að fara í kennaraskólann þegar ég var orðinn 24 ára gamall og lauk náminu á þremur árum.“ Hvernig stóð á því að þú fórst til Afríku til hjálparstarfa? „Þegar við hjónin lukum námi í kennaraskólanum kom kall frá Eþíópíu en þá vantaði Kristniboðssambandið kristniboða til starfa þar. Þannig að við hjónin, ég þá 27 ára og konan mín 23 ára, fórum af stað með tvær litlar dætur með okkur. Við byrjuðum á því að læra tungumálið en hófum svo störf eftir það. Við ílengdumst svo í Eþíópíu í tólf og hálft ár með þremur hléum.“ Í hverju fólst starfið í Eþíópíu? „Við fórum að vinna á vegum lúthersku kirkjunnar í Eþíópíu árið 1973 en árið eftir skall á mikil hungursneyð í landinu sem varði í heil þrjú ár eða til ársins 1977. Ég tók þátt í neyðaraðstoð í Konso sem er í sunnanverðu landinu. Þar gerði ég nú allt milli himins og jarðar eins og oft vill verða í neyðarástandi. Fyrst var að skrá fólkið því það vissi enginn hversu margir bjuggu á svæðinu og svo var að veita neyðaraðstoð. Okkur tókst sem betur fer að koma í veg fyrir að ástandið yrði mjög alvarlegt og koma í veg fyrir fjölda dauðsfalla vegna hungursneyðar. Í kjölfarið tók ég þátt í uppbyggingar- starfi og svo þróunarsamvinnuverkefnum. Ég hafði fyrst yfirumsjón með tækjum og tólum og stjórnaði verkstæði verkefnisins. Ég starfaði svo sem prestur, kennari og skólastjóri fyrir lúthersku kirkjuna þegar hungursneyðinni lauk en um 5 milljónir tilheyra lúthersku kirkjunni í Eþíópíu. Þegar skall á önnur hungursneið í landinu árið 1984–1987 var ég bæði í eftirlitshlutverki og við fjármálastjórn. 1987 fórum við hins vegar aftur heim til Íslands þar sem vildum að börnin færu í framhalds skóla.“ Hvernig kom til að þú fórst að vinna hér heima fyrir Hjálparstarfið? „Ég starfaði á skrifstofu Kristniboðssambandsins og KFUM og K í þrjú ár eftir að við komum heim en svo var ég ráðinn framkvæmdastjóri Hjálparstarfsins árið 199O. Það hafði þá lent í hremmingum þremur árum fyrr og við urðum að byggja starfið upp frá grunni. Sigríður Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur leiddi það starf í þrjú ár og ég tók við af henni. Ég var nú líklega ráðinn vegna reynslu minnar af bæði neyðaraðstoð og þróunarsamvinnu á vettvangi.“ 6 – Margt smátt ... Litið yfir farinn veg með Jónasi Þóri Þórissyni fráfarandi framkvæmdastjóra Hjálparstarfs kirkjunnar „Það eru forréttindi að geta hjálpað!“ Jónas Þórir og samstarfsfólk Hjálparstarfsins í Chikwawahéraði í Malaví skoða vatnsbrunn sem var tekinn í notkun árið 2OO9. Gjöf sem gefur: Jónas Þórir þiggur hænu frá sjálfs- þurftarbónda í Chikwawa í Malaví sem hafði áður fengið hænur frá Hjálparstarfinu og vildi endurgjalda gjöfina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.