Fréttablaðið - 12.04.2014, Blaðsíða 20
BÓKINA
Hinumegin
við fallegt að
eilífu eftir Kather-
ine Boo. Mögnuð
lýsing á baráttu
fólks fyrir tilveru
sinni í fátækra-
hverfi í Mumbai á
Indlandi.
Á TÓNLISTINA úr kvikmynd-
inni Her eftir Spike Jonze í
flutningi Arcade Fire.
Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi
Ráðstefna og Bláfj öll
Dagurinn í dag verður helgaður sveitarstjórnarráðstefnu
Vinstri grænna í Flensborgarskólanum. Þar ætla nýir og
gamlir frambjóðendur og sveitarstjórnarfólk að fræðast,
vinna og kynnast. Á morgun vona ég að guð og lukkan
lofi mér að kíkja í Bláfjöll á skíði með fjölskyldunni,
enda ekki til betri leið til að dreifa huganum og njóta
lífsins.
Kjartan Guðmundsson
morgunútvarpsmaður
Liverpool og Prúðuleikarar
Helgin fer í að búa sig andlega undir
leikinn Liverpool– Manchester City,
sem Liverpool vinnur vonandi, og svo
ætla ég líka að sjá myndina um Prúðu-
leikarana í bíó með dóttur minni.
Yrsa Sigurðardóttir
rithöfundur
Uppi í sófa að skrifa
Ég ætla að reyna að nota helgina til
að skrifa eitthvað af næstu bók. Bara
uppi í sófa. Það er nú ekki magnaðra
en svo.
Hálfdán Steinþórsson
framkvæmdastjóri
Elda, þrífa, skipta, hlæja
Ég ætla að elda, þrífa, skipta um bleiur,
baða, bursta, svæfa, horfa, kyssa, sleikja,
klæða og keyra. Og svo aftur: þrífa, elda,
skipta um bleiur, baða, svæfa og hlæja.
Á GESTASPJALL á Kjarvals-
stöðum á morgun klukkan
15. Úlfar Þormóðsson ræðir
við gesti um ritskoðun og guðlast í
tengslum við sýninguna Harro.
Á LEIKINN milli Liverpool
og Manchester City í ensku
úrvalsdeildinni á Stöð 2 Sport
2 klukkan 12.30 á morgun.
„Ég tengi verkefnið þessari
vitundarvakningu um sjálf-
bæran lífsstíl sem á við í dag og
ég sjálf reyni að stunda,“ segir
Björg Vilhjálmsdóttir sem sýnir
verkefnið sitt á útskriftarsýn-
ingu meistaranema í hönnun
og myndlist frá Listaháskóla
Íslands sem verður opnuð í dag,
Verkefni Bjargar nefnist Slow
treat-askurinn og er ker hugsað
utan um ferskmeti. Markmiðið
er að losna við einnota óvist-
vænar umbúðir og tengja fæð-
una við nærumhverfið. Ílátið
er gert út bioplasti. „Ég er sjálf
mikill göngugarpur og finnst
það skemma þessa heildarupp-
lifun sem gönguferðin er að
vera með allar þessar einnota
umbúðir utan um nestið. Vantar
þessi upprunatengsl við fæðuna
og að tengja saman fæðusam-
félagið,“ segir Björg sem stefnir
á að taka næstu skref með verk-
efnið eftir að sýningunni lýkur.
Alþjóðlegt meistaranám í
myndlist og hönnun hófst í
Listaháskóla Íslands haust-
ið 2012 og er þetta því fyrsti
árgangurinn sem setur fram
MA-verkefni sín á sérstakri
útskriftarsýningu. Á sýning-
unni má sjá afrakstur tveggja
ára háskólanáms á meistara-
stigi þar sem hönnuðir og mynd-
listarmenn hafa fengið tæki-
færi til að efla þekkingu og þróa
rannsóknir sínar á viðkomandi
fagsviðum. Áhersla er lögð á
skapandi og greinandi hugsun
sem nýtist við framsækin verk-
efni á fagsviðum hönnunar og
myndlistar á Íslandi.
Björg er myndlistarkona að
mennt sem útskrifaðist úr Mynd-
lista- og handíðaskóla Íslands
árið 1988. „Ég starfaði sem graf-
ískur hönnuðir og við bókaútgáfu
áður en ég byrjaði í þessu námi.
Mig langaði að fara úr þjónustu-
hlutverkinu og hafa meiri áhrif
á samfélagið en það var eitt af
markmiðum námsins.“
Tengir saman fæðusamfélagið
Björg Vilhjálmsdóttir er einn af tíu nemendum sem taka þátt í útskrift arsýningu meistaranema í hönnun
og myndlist frá Listaháskóla Íslands sem verður opnuð í dag. Hún hannaði fæðuílát fyrir göngugarpa sem er
vistvænt og hugsað utan um ferskmeti. Björg tengir verkefnið við sjálfb æran lífsstíl en ílátið er úr bioplasti.
Hvað? Útskriftarsýning meistara-
nema í hönnun og myndlist.
Hvar? Gerðarsafn í Kópavogi.
Hvenær? Opnuð kl. 15 í dag og
stendur til 11. maí.
Álfrún
Pálsdóttir
alfrun@frettabladid.is
ASKURINN
Björg
Vilhjálms-
dóttir hannaði
matarílát
sem heldur
nestinu fersku
og er vistvænt
í leiðinni.
FRÉTTABLAÐIÐ/
VALLI
Stór hluti af fólki í dag þjáist af svokall-
aðri sykurlöngun sem oft er mjög erfitt að
sigrast á.
Aðalástæða sykurs í matvælum er aukið
geymsluþol hans. Sykur hefur verið notaður
öldum saman til að viðhalda gæðum matar.
Undanfarna áratugi höfum við komið upp
þoli fyrir þessu aukna magni sykurs. Það
sem felst í því er að til þess að við finn-
um sykrað bragð þurfum við alltaf stærri
skammta af sykri. Því hafa nú margir orðið
háðir þessum sykruðu matvælum. Sykr-
aðir drykkir, líkt og gosdrykkir, hafa mikið
af viðbættum sykri og auðvelt er að inn-
byrða mikið magn af sykri á stuttum tíma.
Með því að útiloka eða minnka neyslu á
sykruðum drykkjum getum við betrumbætt
mataræði okkar og auk þess stuðlað að þyngd-
artapi.
Vert er að taka það fram að ferskir ávext-
ir falla ekki í flokk sykraðra matvara þó
vissulega séu margir þeirra mjög sætir á
bragðið. Ávextir innihalda náttúrulegan
sykur í formi kolvetna og trefja sem hægja
á upptöku næringarefna og orkan sem við
fáum endist lengur. Ávextir eru klárlega ein
besta leiðin til að fá sætt bragð í mataræðið.
Ávaxtasafar geta hins vegar verið vanda-
mál því trefjarnar hverfa við vinnsluna
á söfunum og oft er sykri eða sætuefnum
bætt við. Þetta á þó ekki við um nýpressaða
safa. Heimild: heilsutorg.is
Sigraðu sykurlöngunina með einföldum hætti
Geir Gunnar Markússon, næringarfræðingur og einkaþjálfari, ræðir um sykur og sykurþörfi na.
ÞAÐ ER ERFITT AÐ SIGRAST Á SYKURLÖNGUN
Mikilvægt er að minnka neyslu á sykruðum drykkjum.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
HELGIN
12. apríl 2014 LAUGARDAGUR12. apríl 2014 LAUGARDAGUR
FARÐU
HLUSTAÐU
LESTU
HORFÐU...
Verkin á sýningunni eru mjög fjölbreytt en þar má m.a. sjá hvernig má
leysa upp ósjálfbært og mengandi kerfi þar sem líftími neytendaum-
búða er settur í samhengi við líftíma vöru, boðið er upp á nýjar leiðir
til að mynda tengsl við umhverfið og minnka sóun með því að tengja
sig nærumhverfi í gegnum mat og samneyti, ímynd íslenska hestsins
er rýnd og þáttur mannsins í sköpulagi hans myndgerður, fjallað er um
missi, minnið og ljósmyndina sem aðferð til að endurskapa minningar,
rannsóknir gerðar á ummerkjum tungumálsins í málverkum sem leika
á mörkum abstraksjónar og táknrænu og talað er í gegnum efnið í
skúlptúrum sem standa sem hlutgerving tilfinninga.
Útskriftarnemar eru: Ásgeir Matthíasson, Björg Vilhjálmsdóttir og
Gréta Guðmundsdóttir af MA-námsbraut í hönnun. Halldór Ragnars-
son, Katla Rós Völu- og Gunnarsdóttir, Kristín Helga Káradóttir, Kristín
Gunnarsdóttir, Pia Antonsen Rognes, Ragnar Már Nikulásson og Rán
Jónsdóttir af MA-námsbraut í myndlist.
Sýningarstjóri er Birta Guðjónsdóttir.
Fjölbreytt verkefni