Fréttablaðið - 12.04.2014, Page 100

Fréttablaðið - 12.04.2014, Page 100
12. apríl 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN KRAKKAR | 56 Brandarar Hafðir þú lesið eða heyrt bók- ina um Litla prinsinn áður en þú fórst á sýninguna? „Ég var nýbú- inn að lesa byrjunina á bókinni þegar ég fór á sýninguna en ég á eftir að klára hana.“ Hvernig fannst þér sýning- unni takast að koma bókinni til skila? „Mér fannst flott og hræðilegt hvernig flugvélin brot- lenti í eyðimörkinni. Mér fannst miklu, miklu, miklu skemmtilegra þegar ég horfði á sýninguna en þegar ég las bókina.“ Fannst þér litli prinsinn trúverð- ug persóna? „Mér fannst hún smá bæði. Mér fannst skrítið að hún var bara venjuleg stelpa og maður sá alveg þegar hún breytti sér í litla prinsinn.“ En hinar persónurnar? „Kóngur- inn sem Edda lék var ótrúlega fyndinn! Svo fannst mér flug- maðurinn skemmtilegur og líka diskómaðurinn.“ Hvernig fannst þér leikararnir standa sig? „Vel. Mér fannst þeir fyndnir. Mér fannst soldið sér- stakt hvað litli prinsinn sagði oft að fullorðna fólkið væri skrítið.“ Hvernig fannst þér sviðsmynd- in? „Mér fannst ótrúlega flott að hreyfillinn á flugvélinni gat snúist í hringi. En mér fannst ekki flott að eldfjöllin voru svona lítil.“ En tónlistin? „Skemmtileg. Fjörug og sorgleg.“ Fannst þér lýsing og hljóðmynd styðja við það sem var að ger- ast hverju sinni? „Mér fannst lýsingin mjög flott. Geggjað þegar ljósið kom sem breytti hvítum lit í skærblátt og lýsti upp hárið á litla prinsinum. Hljóðin í flugvélinni voru líka flott.“ Sumir hafa talað um að erfitt sé að skilja textann, fannst þér það? „Nei, nei, sagan fjallaði um litla prinsinn sem bað flugmann- inn um að teikna fyrir sig mynd af kind.“ Hvað stóð að þínu mati upp úr í sýningunni? „Þegar flugmað- urinn setti hreyfilinn í gang og flaug upp í loftið. Myndirðu mæla með þessari sýningu fyrir aðra krakka og ef já, hvers vegna? „Jáhá. Allir ættu að sjá Litla prinsinn af því að leiksýningin er svo góð og flott.“ Prinsinum fi nnst full- orðna fólkið skrítið Dagur Thors, sex ára, fór á sýninguna Litla prinsinn í Þjóðleikhúsinu og féllst á að verða leiklistargagnrýnandi einn dag. Honum fannst fl est fl ott. LEIKLISTARGAGNRÝNANDINN Mér fannst geggjað þegar ljósið kom sem breytti hvítum lit í skærblátt og lýsti upp hárið á litla prinsinum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Teikningar og texti: Bragi Halldórsson 91 Getur þú fundið þessi orð í þessari stafagátu? Athugið að einhver þeirra geta legið á ská: Jökull Heiði Lækur Klettur Foss Hellir Þegar Róbert kom loksins ofan af fjöllum og hitti vini sína, tók Konráð glaður á móti honum. „Mikið er ég búinn að sakna þín,“ sagði hann og faðmaði Róbert að sér. Róbert varð hálf vandræðalegur því honum fannst ekki gott að láta faðma sig. Kata var ekki eins glöð að sjá, þótt hún væri örugglega ánægð með að fá Róbert aftur. „Hvernig var þarna uppi?“ spurði hún. „Er þetta ekki bara tilbreytingarlaus auðn?“ bætti hún við. „Nei, ég held nú síður,“ sagði Róbert með miklum tilþrifum. „Uppi á fjöllum grónar heiðar, hjalandi læki, svarta kletta, frussandi fossa og svo er það yndislegi hellirinn minn,“ bætti hann við. „Það er satt,“ sagði Konráð. „Við verðum að fara upp á fjöll í sumar, er það ekki Kata?“ bætti hann við. Það heyrðist bara eitthvert uml frá Kötu sem gæti bæði hafa verið já eða nei. T W B N L K R X O P H C H T X G J J V W T B O J E H F F O S S B E P N S Q Y E S N S K Y B J F H J X M L A K K Q U Y O H Y H C A L U J W L A D L O H C B G I Q X Ö T E U D Q H Z V U R X X Y K K T E K F E D Z T V L K X U F T R G O I A O P Q L G A L D U Y H L Ð C V D J E Y S L K R M A E I M A J D S I M D L Æ K U R H K V C X G U G T C K T Y Maður kemur á bensínstöð og lætur fylla tankinn. Afgreiðslu- maðurinn sér tvær mörgæsir inni í bílnum. Hann spyr bíleigand- ann hvað mörgæsirnar séu að gera þarna. Maðurinn segist ekki vita það, þannig að afgreiðslumaðurinn segir: „Ég mundi fara með þær í dýragarðinn.“ „Góð hugmynd!“ segir maðurinn og keyrir í burtu. Daginn eftir kemur maðurinn aftur á bensínstöðina með mörgæsirnar í bíln- um. Afgreiðslumaður: „Fórstu ekki með þær í dýragarðinn?“ Maðurinn: „Jú, og í dag ætlum við að fara í bíó!“ 3 verð á rúmfötum 7.990 kr 8.990 kr 9.990 kr
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.