Fréttablaðið - 12.04.2014, Blaðsíða 120
12. apríl 2014 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 76
Lúther var bannfærður og fordæmdur um alla
eilífð af kirkjuyfirvöldum og gerður útlægur og
réttdræpur af veraldlegum yfirvöldum. Hann var
litríkur persónuleiki sem naut mikillar alþýðuhylli.
Siðbótartíminn var tímabil mikilla breytinga á
meginlandi Evrópu en þessari bók er ætlað að opna
áhugasömum lesendum dyrnar inn í þann heim.
MARTEINN
LÚTHER
SVIPMYNDIR ÚR SIÐBÓTARSÖGU
eftir Dr. Gunnar Kristjánsson
„Ég átti fyrst ekki að vera í verk-
inu en leikstjóranum leist svo vel
á mig þegar ég mætti og fór með
textann að mér var bætt við,“
segir hinn tólf ára Grettir Vals-
son en hann leikur í sýningunni
Dagbók djasssöngvarans þessa
daganna. Verkið skrifaði faðir
Grettis, Valur Freyr Einarsson,
en hann leikur einnig í sýning-
unni ásamt syni sínum og Krist-
björgu Kjeld. „Ég leik sem sagt
sjö ára strákinn Harald, en Har-
aldur er pabbi aðalhlutverksins
sem heitir Ólafur og pabbi minn
leikur hann,“ segir Grettir og
bætir því við að það getur verið
smá ruglingslegt að leika pabba
pabba síns.
„Ég leik þá Harald í fortíðinni
þegar hann er sjö ára,“ segir ungi
leikarinn. „Fyrst átti pabbi minn,
Valur, að fara með þær línur en
ég fékk að koma í prufu og prófa
að fara með þær og það gekk svo
vel að ég fékk hlutverkið,“ segir
Grettir sem er alls ekki óvan-
ur leikari. „Mér finnst rosalega
gaman að leika,“ segir Grett-
ir sem hefur leikið í sýningum
á borð við Oliver Twist, Allir
synir mínir, Galdrakarlinn í Oz,
Dýrin í Hálsaskógi og Mary Popp-
ins. „Mér fannst skemmtilegast
að leika í Mary Poppins,“ segir
ungi leikarinn en hann lék stórt
hlutverk í söngleiknum. „Ég lék
Michael, þannig að ég var eigin-
lega á sviðinu allan tímann sem
var mjög gaman.“
Leikstjóri Dagbókar djass-
söngvarans er Jón Páll Eyjólfsson
og finnst Gretti hann vera hinn
fínasti leikstjóri. „Hann fer aðrar
leiðir en hinir leikstjórarnir sem
ég hef unnið með,“ segir Grett-
ir. „Hann leyfir okkur stundum
pínu að spinna og bætir við þeim
hlutum sem honum líst vel á.“
Aðspurður hvort hann hafi verið
stressaður fyrir frumsýningu
verksins, sem var í gær, segist
Grettir vera miklu frekar spennt-
ur en stressaður. „Af öllu sem ég
geri finnst mér langskemmtileg-
ast að leika.“
baldvin@frettabladid.is
Ungur á uppleið
Þrátt fyrir að vera aðeins tólf ára gamall hefur ungi leikarinn Grettir Valsson
leikið í fi mm leiksýningum og var að ljúka við að frumsýna sína sjöttu.
HÆFILEIKARÍKUR Grettir Valsson er efnilegur leikari.