Fréttablaðið - 12.04.2014, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 12.04.2014, Blaðsíða 28
12. apríl 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 28 Tuttugu ár eru liðin frá því að Kurt Cobain, for-sprakki rokksveitar-innar Nirvana, svipti sig lífi á heimili sínu í Seattle, aðeins 27 ára gamall. Tónlistarferill hans var stuttur en áhrifa hljómsveitar- innar gætir enn víða. Cobain glímdi við þunglyndi, heróínfíkn og illskæðan maga- sjúkdóm en hæfileikar hans voru óumdeilanlegir. Nirvana gaf alls út þrjár breiðskífur auk fjölda annarra útgáfna, en það er platan Nevermind frá árinu 1991 sem skaut sveitinni upp á stjörnuhim- ininn. Þetta goðsagnakennda tríó var í fremstu víglínu gruggbylgj- unnar sem naut mikilla vinsælda á tíunda áratugnum og skemmdi dulúðin sem sveipaði söngvarann síður en svo fyrir áhuga fólks á sveitinni. Kjaftasögur um hvernig and- lát Cobains bar að garði lifa enn góðu lífi. Ein sú lífseigasta er sú að eiginkona hans, tónlistar- konan Courtney Love, hafi ráðið leigumorðingja til þess að bana manni sínum. Samsæriskenn- ingasmiðir eru þó einir á báti og hefur lögreglu ekki þótt ástæða til þess að rannsaka þær tilgátur frekar. En þrátt fyrir hrjúfan hráleika Nirvana þekkja flestir einnig mýkri hlið sveitarinnar. Hún var í forgrunni á þekktustu tónleik- um hennar; órafmögnuðum tón- leikum sem haldnir voru fyrir sjónvarpsstöðina MTV árið 1993. Þeir voru gefnir út á plötunni Unplugged in New York ári síðar, en þá var Cobain allur. Heiðar Örn Kristjánsson, kenndur við hljómsveitirnar Botnleðju og Pollapönk, hefur aldrei farið í felur með aðdáun sína á Nirvana. Hann rifjar upp kynni sín af sveitinni. „Þetta er örugglega það band sem mótaði mig einna mest sem tónlistarmann,“ segir Heiðar en hann hlustaði á Nevermind- plötuna í Skífunni sama dag og hún barst hingað til lands. „Ég setti þessi afdrifaríku heyrnartól á mig og varð fyrir algjörri hugljómun. Og skömmu síðar stofnuðum við Botnleðju.“ Þegar Kurt Cobain féll í dá vegna ofneyslu fíkniefna um mánuði fyrir dauða sinn héldu Botnleðjustrákarnir og vinir þeirra vöku fyrir átrúnaðargoðið. „Við fylgdumst með þessu og höfðum miklar áhyggjur. Pöntuðum landa og drukkum honum til heiðurs,“ segir Heiðar og bætir því við að það hafi verið mikil sorg þegar fregnirnar af andlátinu bárust. Hann gefur þó lítið fyrir samsæriskenn- ingarnar. „Maðurinn var auðvitað heróínfíkill og þetta er ekkert í fyrsta sinn sem heróínfíkill sviptir sig lífi. Þetta var bara maður sem átti bágt.“ Kurt fer í með- ferð við heróín- fíkn, en neysla hans er talin hafa hafist árið 1986. Hann kvænist Love á Havaí og síðar sama ár fæðist dóttir þeirra, Francis Bean Cobain. Kurt stofnar Nirvana með Krist Novoselic, skólafélaga sínum Haukur Viðar Alfreðsson haukur@frettabladid.is STIKLAÐ Á STÓRU Á STUTTRI ÆVI 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 20. FEBRÚAR KURT DONALD COBAIN FÆDDUR Í BORGINNI ABERDEEN Í WASHINGTON 15. JÚNÍ Bleach, fyrsta breiðskífa Nirvana, kemur út. Trommarinn Dave Grohl gengur til liðs við sveitina og tríóið skrifar undir útgáfusamning við Geffen. Kurt kynnist fram- tíðareiginkonu sinni, Courtney Love, en þau hófu ástarsamband ári síðar. 24. SEPTEMBER Önnur breiðskífa sveitarinnar, Nevermind, kemur út og slær ræki- lega í gegn. Hún hefur selst í meira en þrjátíu milljónum eintaka. In Utero, þriðja og síðasta breiðskífa Nirvana, kemur út. Hún selst ekki jafn vel og Nevermind en gagnrýnendur eru yfir sig hrifnir. Hljómsveitin kemur fram á frægum órafmögnuðum tónleik- um fyrir MTV-sjónvarpsstöðina. 4. MARS Cobain er fluttur með hraði á spítala í Róm eftir að hafa tekið inn of stóran skammt af róhypn- óli og öðrum lyfjum. Hann er þar í fimm daga og segir Courtney Love þetta hafa verið hans fyrstu tilraun til sjálfsvígs. 18. MARS Lögregla kölluð að heimili Cobains í Seattle þar sem hann hefur læst sig inni á baðherbergi með hagla- byssu. Lögreglumenn leggja hald á nokkur skotvopn, auk lyfja sem Cobain hefur í fórum sínum. 30. MARS Cobain fer í meðferð í Los Ange- les. Degi síðar stingur hann af og flýgur aftur til Seattle. Í fluginu situr hann við hlið Duffs McKagan, bassaleikara Guns N‘ Roses. 3. APRÍL Love ræður einkaspæjara til að hafa uppi á Cobain. Ekkert hafði þá til hans spurst í rúmlega tvo sólarhringa. 5. APRÍL Cobain fremur sjálfsvíg með haglabyssu á heimili sínu í Seattle. 1967 ➜ Drukku landa til heiðurs Cobain NORDICPHOTOS/GETTY GOÐSÖGN SEM GLEYMIST SEINT Kurt Cobain fannst látinn á heimili sínu 8. apríl 1994. Hann hafði skotið sig í höfuðið með haglabyssu þremur dögum fyrr. Tónlistarferill hans var stuttur en áhrifaríkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.