Fréttablaðið - 12.04.2014, Side 47

Fréttablaðið - 12.04.2014, Side 47
PÁSKAR LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2014 Kynningarblað Páskaratleikir, páskaeggjagerð, páskamatur og ólíkar hefðir. Núverandi bændur á Reykjum eru hjónin Jón Magnús Jónsson og Kristín Sverrisdóttir en þau tóku við af systkinum hans og foreldrum, Jóni M. Guðmundssyni og Málfríði Bjarnadótt- ur. Þeim Kristínu, Jóni Magnúsi og börn- unum þeirra finnst ómissandi að hafa kalkún í páskamatinn og þá helst grill- aðan. „Það er góð tilbreyting að byrja að grilla þegar sól hækkar á lofti og að grilla kalkún er ótrúlega einfalt. Það byrjaði þannig fyrir mörgum árum að frændi Jóns sagðist alltaf grilla jólakalkúninn, sem kom okkur reyndar spánskt fyrir sjónir á þeim tíma. Svo prófuðum við þetta eftir hans leiðbeiningum og það er satt best að segja alveg ótrúlega einfalt. Kalkúna- afganga er síðan skemmtilegt að nýta dag- inn eftir í salöt og aðra holla rétti. Það er líka gaman að segja frá því að alls konar fólk er duglegt að miðla af reynslu sinni og tilraunum við eldamennsku á kalkún og gefa okkur uppskriftir. Margt af þessu hefur svo farið inn á heimasíðuna okkar, www.kalkunn.is,“ segir Kristín. Þar er að finna úrval uppskrifta, ásamt ítarlegum leiðbeiningum um matreiðslu. Allar eru uppskriftirnar sannreyndar af sælkerum og kokkum. Ekki bara örfáir sérvitringar En aftur að upphafinu; Jón eldri hóf til- raunastarf í kalkúnarækt að Reykjum um miðja síðustu öld og fékk til þess nokkra dökka kalkúna frá Jófríðarstöðum í Hafn- arfirði. Fyrstu árin ól hann nokkra fugla á ári, sér og nokkrum sérvitringum til matar. Kalkúnarnir fengu að spóka sig úti á bæj- arhólnum yfir daginn og voru reknir inn yfir nóttina. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar, mikil þróun orðið í kalkúnarækt- uninni og gæði kjötsins mun meiri. „Nú eru það ekki lengur einungis örfá- ir sérvitringar heldur fjöldinn allur af fólki sem finnst ómissandi að borða kalkún á stórhátíðum. Gjarnan að bandarískri fyrir- mynd en þó með öllum mögulegum til- brigðum, því möguleikarnir í fyllingum og meðlæti eru svo gott sem óendanlegir,“ segir Kristín sem er ekki feimin við að gera tilraunir í eldhúsinu. Forvitnilegur fugl Þau Kristín og Jón Magnús eru jafnframt eigendur alifuglasláturhússins og kjöt- vinnslunnar Ísfugls í Mosfellsbæ en auk þess að vera með kalkúna rækta þau kjúk- linga. Ísfugl selur afurðir Reykjabúsins og frá öðrum Ísfuglsbændum. Kristín er að lokum spurð um muninn á kalkúnum og kjúklingum. „Kalkúnn er náttúrlega miklu stærri fugl og hefur helmingi lengri vaxtartíma en kjúkling- ur. Kalkúnninn er að mörgu leyti vanda- samari og viðkvæmari fugl í uppeldi en hann er forvitinn og skemmtilegur.“ Að grilla heilan kalkún Heilgrillaður kalkúnn fyrir átta manns • 1 stk. kalkúnn, um það bil 4-4,5 kg • 4 msk. olía • salt og nýmalaður pipar • 1-2 msk. rósmarín, smátt skorið • 2 hvítlauksgeirar, pressaðir • 2 laukar, skornir í báta • 1-2 epli, skorin í báta Takið innmatinn úr fuglinum. Þerr- ið fuglinn að innan og utan með eldhús- pappír. Penslið fuglinn með olíu og krydd- ið með salti, pipar, rósmarín og hvítlauk. Fyllið fuglinn með lauk- og eplabátum. Setjið hann á gatalausan grillbakka og leggið hann á meðalheitt grill. Lokið grill- inu og grillið í u.þ.b. 75 mínútur eða þar til kjarnhiti nær 70°C. Grill eru mjög mismunandi og því er gott að nota kjöthitamæli. Gott er að snúa fuglinum einu sinni til tvisvar í hálfhring, lárétt (ekki velta honum yfir á bringuna). Penslið yfir fuglinn öðru hverju með olí- unni sem lekur í bakkann. Þegar fuglinn er tilbúinn er best að taka hann strax af grillinu og pakka honum í ál- pappír ef hann þarf að bíða. Skemmtileg tilbreyting er að bera grill- aðan kalkúninn fram með indversku með- læti. Uppskrift af www.kalkunn.is. Grillaður kalkúnn í páskamatinn Hjá fjölskyldunni á Reykjum í Mosfellsbæ er kalkúnn í páskamatinn. Það þarf kannski ekki að koma mörgum á óvart sem þar þekkja til, því að á Reykjabúinu, sem er raunar elsta starfandi alifuglabú á landinu, hafa verið ræktaðir kalkúnar um áratugaskeið. Hjónin Jón Magnús Jónsson og Kristín Sverrisdóttir eru bændur á Reykjum í Mosfellsbæ og ala þar kalkúna. Þau eru einnig eigendur Ísfugls sem selur afurðir Reykjabúsins og annarra Ísfuglsbænda. MYND/VALLI Íslenskur kalkúnn – gæði í yfir 60 ár Uppskriftir og eldunarleiðbeiningar á kalkunn.is Hollusta með hækkandi sól Reykjabúið Mosfellsbæ kalkunn.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.