Fréttablaðið - 12.04.2014, Blaðsíða 56
FÓLK|HELGIN FERÐIR
Sælkerar geta tínt krækling og annað sjávarfang undir leið-sögn í dag. Gísli Már Gísla-
son, prófessor við líf- og umhverf-
isvísindadeild Háskóla Íslands, og
Halldór Pálmar, forstöðumaður
Rannsóknaseturs Háskóla Íslands
á Suðurnesjum, stjórna ferð sem
farin verður á slóðir kræklingsins
við Fossá í Hvalfirði í dag
Farið verður á einkabílum en
mæting er klukkan 9.45 í Öskju,
náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands,
þar sem byrjað verður á kynn-
ingu á kræklingnum áður en lagt
verður af stað í Hvalfjörð. Þátt-
taka er ókeypis og allir velkomnir,
í stígvélum og með ílát með sér.
Ferðin er tilvalin fjölskyldu-
skemmtun en hún er skipu-
lögð í samstarfi við Ferðafélag
barnanna. Bryndís Ólafsdóttir,
leiðsögumaður Ferðafélags Ís-
lands og Ferðafélags barnanna,
verður einnig til leiðsagnar í ferð-
inni. Þátttakendur safna kræklingi
í fötur og fá líka að smakka, en
prímus og pottur verður með í
för. Einnig dreifir Gísli Már upp-
skriftum til að reyna þegar heim
er komið.
Gísli gaf okkur þessa ljúffengu
uppskrift fyrir helgina.
GUFUSOÐINN KRÆKLINGUR
50 stk. kræklingar
½ stk. laukur
¼ stk. blaðlaukur, ljósi hlutinn
2–3 msk. ólífuolía
1 dl fisksoð
2 dl hvítvín
100 g smjör
salt
Hreinsið kræklinginn. Afhýðið lauk
og saxið. Skerið blaðlauk í strimla.
Snöggsteikið lauk og blaðlauk í
olíu í potti. Hellið fisksoði og hvít-
víni saman við. Setjið kræklinginn
út í pottinn. Stráið örlitlu salti yfir
og setjið þétt lok á pottinn. Krækl-
ingurinn er soðinn þegar skelj-
arnar opnast. Færið kræklinginn
upp úr pottinum og skiptið á fjóra
súpudiska. Sigtið soðið, jafnið með
smjörinu og saltið ef með þarf.
Skiptið sósunni jafnt á diskana og
berið kræklinginn fram með salati
og ristuðu brauði eða hvítlauks-
brauði.
SÆLGÆTI Í FJÖRU
KRÆKLINGAFERÐ Gísli Már Gíslason leiðbeinir áhugasömum í kræklinga-
tínslu í Hvalfirði í dag ásamt Halldóri Pálmari. Þátttakendur fræðast um
sælgæti úr sjó og fá uppskriftir til að prófa þegar heim er komið.
LEIÐSÖGN Halldór Pálmar, Gísli Már og Bryndís Ólafsdóttir verða leiðsögumenn í ferð-
inni. MYND/HÁSKÓLI ÍSLANDS
FJÖR Í FJÖRUNNI Krakkarnir skemmta
sér vel við kræklingatínsluna.
MYND/HÁSKÓLI ÍSLANDS
FJÖLSKYLDUSKEMMTUN Háskóli Íslands hefur áður staðið fyrir kræklingaferðum í Hvalfjörð í samstarfi við Ferðafélag Íslands og
Ferðafélag barnanna. MYND/HÁSKÓLI ÍSLANDS
HELGARRÉTTURINN Gísli Már gefur
girnilega uppskrift að kræklingi.
NORDIC PHOTOS/GETTY
BÆJARLIND 16 - KÓPAVOGUR - SÍMI 553 7100 - WWW.LINAN.IS
OPIÐ MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA 12 - 18 LAUGARDAGA 11 - 16
SIXTIES LÍNAN
JAZZ Turquoise sófi 228 cm l kr. 202.800
BETINA
Eikarskenkur
170x43x72
kr. 151.700
Litir: Grásvartur / Fjólublár / Sand
OSLO
Skrifborð
kr. . 126.300
REVIR
Tekk stóll
kr. 139.900
FLINGA
Tímaritahilla
20x160 cm
kr. 16.900
RETRO
Sófi
170 cm
kr. 169.800
Save the Children á Íslandi