Fréttablaðið - 12.04.2014, Blaðsíða 91

Fréttablaðið - 12.04.2014, Blaðsíða 91
Margt smátt ... – 7 Hver voru verkefni Hjálparstarfsins árið 199O? „Við vorum þrjú til að byrja með á skrifstofunni hér en verkefnin erlendis voru á Indlandi og í Eþíópíu. Við hófum svo líka verkefni í Mósambík og Keníu fljótlega eftir að ég kom til starfa. Til að byrja með fólst starfið mikið til í að byggja upp traust á stofnuninni á nýjan leik og afla fjár til verkefnanna. Starfið innanlands hafði verið smátt í sniðum og fólst aðallega í neyðaraðstoð vegna óvæntra fjárútgjalda sem fólk réð ekki við. Upp úr 199O fórum við að veita aðstoð í frekara mæli vegna fátæktar hér á Íslandi.“ „Við gerðum okkur strax grein fyrir því að við sem lítil stofnun þyrftum að sérhæfa okkur í verkefnum okkar erlendis. Við höfum því alltaf lagt aðaláherslu á að tryggja aðgengi að hreinu vatni og fræða um mikilvægi hreinlætis. Bæði vegna þess að þörfin var og er enn mikil en líka vegna þess að við hér á Íslandi höfum svo mikið af því. Íslendingar hafa enda tekið vel í þessa nálgun okkar og veitt okkur mikinn stuðning.“ „Við höfum svo lagt mikla áherslu á að haga öllu starfi þannig að í því felist hjálp til sjálfshjálpar, að gera fólk ekki háð aðstoð heldur að það taki virkan þátt í verkefnunum. Við höfum viljað vinna með fólki en ekki fyrir það. Þess vegna höfum við ekki sent starfsfólk út til starfa nema til neyðaraðstoðar. Það er mun skynsamlegra að fólkið vinni vinnuna sjálft, það er ódýrara og þótt það taki lengri tíma þá verður til þekking sem verður eftir.“ Hver stýrir þá starfinu á vettvangi? „Við höfum annað hvort starfað með kirkjutengdum stofnunum á staðnum eða mannúðar- og mann réttinda- samtökum. Við störfum líka mikið með ACT alþjóða- samtökum kirkjutengdra stofnana og lútherska heims- sambandinu. Þar er mikil áhersla lögð á fagmennsku og gegnsæi. Með því að styrkja starf þessara alþjóða- sambanda komum við líka að neyðaraðstoð víða í heiminum. Systurstofnanir Hjálparstarfsins framkvæma þá verkin með okkar fjárhagslegu aðstoð.“ Hvernig þróaðist starfið hér heima? „Samkvæmt skipulagsskrá Hjálparstarfsins höfum við líka hlutverk hér innanlands. Fljótlega upp úr 199O ákváðum við að ráða félagsráðgjafa með þekkingu og reynslu til að tryggja faglegt og markvisst starf. Grunnhugsunin í starfinu er alltaf sú sama: að hjálpa fólki til sjálfshjálpar. Við lítum á okkur sem aðila sem brúar bilið tímabundið á meðan kerfið og við sem samfélag lögum okkur að breyttum aðstæðum en við viljum alls ekki ganga inn í skyldur hins opinbera. Starfið innanlands hefur aukist mikið undanfarin ár og nú er svo komið að um 5O% alls fjármagns sem við höfum fer í starfið hér heima.“ Hvað finnst þér standa upp úr sem árangur í starfinu? „Það er erfitt að dæma eigin verk en mér finnst afskaplega gaman að hafa átt þátt í að efla þessa stofnun til góðra verka og vinna traust almennings en það hefur gert okkur kleift að starfa með og fyrir skjólstæðinga okkar hér heima og erlendis. Það er ekkert sjálfgefið að hjálparstarf gangi vel en við höfum verið heppin með samstarfsaðila og verkefnin hafa skilað árangri. Mér finnst það vera forréttindi að sjá að þau hafi leitt til heilla fyrir skjólstæðinga okkar. Mikið og gott samstarf við stjórnvöld er annað atriði sem mér finnst þakkarvert. Þegar ég kom til starfa var ekkert samstarf í gangi en nú er samstarfið mjög gott og starfsfólk í utanríkisráðuneytinu býr yfir mikilli faglegri þekkingu. Faglegt samstarf milli hjálpar- samtaka er líka mikið og gott. Allt starf er í raun orðið faglegra og samvinna miklu meiri milli allra sem koma að hjálparstarfi og það er öllum til heilla. Stjórnvöld hafa fjármagnið og þekkingu á hærri stjórnstigum en frjálsu félagasamtökin búa yfir þekkingu á grasrótinni sem er mjög mikilvægt. Grasrótarsamtök eru mjög mikilvægir samstarfsaðilar fyrir stjórnvöld þegar samvirkni verður á milli þeirra. Þannig að ætli ég geti ekki dregið þetta saman með því að segja að það sem standi upp úr sé að við höfum færst frá samkeppni til faglegs samstarfs í hjálparstarfi bæði á Íslandi og á alþjóðavísu reyndar líka.“ Þannig að þú ert bjartsýnn á framtíðina? „Já þrátt fyrir niðurskurð á opinberum framlögum til þróunarsamvinnu vil ég leyfa mér að vera bjartsýnn. Fagleg þekking og reynsla er orðin það mikil að ég trúi því að við hér í þessu ríka landi munum efla okkar þróunarsamstarf enn frekar á komandi árum. Fjár- skortur er reyndar alltaf stærsta hindrunin og þótt fagleg samvinna sé mikil á milli hjálparsamtaka erum við þó í mikilli samkeppni um fjármagn. Aðal atriðið er að nýta reynslu okkar og þekkingu þannig að við framkvæmum verkefnin á skilvirkan hátt. Það er líka mjög mikilvægt fyrir okkur að ræða við almenning því þegar fólk er meðvitað um ástandið og verkefnin vill það eiga þátt í þeim og styðja starfið. Það eru svo mikil forréttindi að vera í þeirri stöðu að geta gefið og lagt góðu málefni lið. Það er okkar verkefni að fræða og upplýsa fólk um hversu vel hefur tekist til í starfinu. Við erum lítil og við leysum ekki öll vandamál en það geta allir hjálpað einhverjum. Okkar markmið er að hjálpa fólki til sjálfshjálpar og verða að lokum óþörf.“ Hjálparstarf kirkjunnar hefur í yfir tvo áratugi stutt fátæk börn á Indlandi til skólagöngu. Íslenskir fóstur- foreldrar hafa tekið stóran þátt í menntun barnanna með fjárstuðningi. Jónas Þórir veitir hér nemanda viður- kenningu fyrir framúrskarandi námsárangur árið 2O11. Jónas Þórir skoðar vatnsþró sem grafin var í Jijigahéraði í Eþíópíu árið 2O1O. Jónas Þórir með eiginkonu sinni Ingibjörgu Ingvarsdóttur og börnum þeirra við lok starfsferils í janúar 2O14. Á myndinni eru frá vinstri: Hulda Björg, Hrönn, Jónas Þórir, Jónas Ingi, Ingibjörg, Hanna Rut, Halla og Þóra Björk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.