Fréttablaðið - 12.04.2014, Blaðsíða 92
8 – Margt smátt ...
„Breytendur er vettvangur fyrir ungt fólk sem lætur
sig varða félagslegt jafnrétti og umhverfisvernd á
heimsvísu,“ segir Ólöf Rún Benediktsdóttir framkvæmda-
stjóri hreyfingarinnar. „Við erum meðvituð um sam-
félagslega ábyrgð hvers og eins og viljum taka virkan
þátt í að gera heiminn að sanngjarnari og réttlátari
stað. Við leitumst við að mæla með í stað þess að
mótmæla og viljum þannig stuðla að jákvæðni í
samfélaginu. En við beitum líka raunhæfum aðferðum.
Núna erum við að fara af stað með meðmæli því við
viljum hvetja stjórnvöld til að ýta frekar undir grænan
iðnað en olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Við viljum
sjálfbærar lausnir til framtíðar og teljum að olíuvinnsla
þar sé skaðleg skammtímalausn,“ segir Ólöf og bætir
við að allt ungt fólk sé velkomið í hópinn.
Markmið Hjálparstarfs kirkjunnar er að rjúfa vítahring
fátæktar og félagslegrar einangrunar. Aðferðin í
starfinu er að hvetja fólk og styrkja til þess að það geti
nýtt hæfileika sína og getu til að vera virkt í samfélag-
inu. Félagsráðgjafar Hjálparstarfsins veita ráðgjöf
og stuðning og vísa fólki á ýmis úrræði í samfélaginu.
Viðtalstímar þeirra eru á miðvikudögum frá
kl. 12:OO–16:OO á skrifstofu Hjálparstarfsins í kjallara
Grensáskirkju að Háaleitisbraut 66 í Reykjavík. Faglegt
mat félagsráðgjafanna liggur til grundvallar efnislegs
stuðnings sem veittur er án tillits til trúar, þjóðernis,
litarháttar, kyns eða skoðana.
Efnislegur stuðningur Hjálparstarfsins við tekjulága:
- Inneignarkort í matvöruverslunum
- Úthlutun notaðs fatnaðar á lager Hjálparstarfsins
á þriðjudögum kl. 1O:OO–12:OO
- Stuðningur vegna skólagöngu og tómstunda barna
og unglinga
- Stuðningur við framhaldsskólanema vegna skóla-
gjalda og bókakosts
- Stuðningur við fullorðna námsmenn í endurhæfingu
- Stuðningur við lyfjakaup vegna óvæntra útgjalda
- Jólaaðstoð í desember
Hjálparstarf kirkjunnar og Hjálpræðisherinn skipu-
lögðu í sameiningu námskeið sem nú stendur yfir og
ber yfirskriftina Elda–sauma–skipta um kló: Gerðu það
sjálf/ur. Markmiðið með námskeiðinu er að þátttakendur
efli getu sína og færni á ýmsum sviðum daglegs lífs.
Meðal námsefnis er matreiðsla á hollum mat, betri
nýting matarafganga, hagkvæm skipulagning inn-
kaupa og hvernig töfra má fram veislu fyrir lítinn aur.
Þátttakendur hafa fengið að reyna sig við saumavélina;
skipt um rennilás á flík og breytt gömlu í nýtt auk þess
að hafa lært að skipta um rafmagnskló og setja upp
heimilisljós. Ráðgjafar halda einnig fyrir lestra á nám-
skeiðinu um stjórnun fjármála heimilisins og um það
hvernig hægt er að styrkja sjálfsmyndina og virkja
tengslanetið sitt til sjálfseflingar.
Námskeiðið hófst í febrúar og því lýkur í maí. Aðgangur
er þátttakendum að kostnaðarlausu og boðið er upp
á barnagæslu á staðnum á meðan því stendur.
Sorpa styrkir verkefnið og kunna Hjálparstarfið og
Hjálpræðisherinn fyrirtækinu bestu þakkir fyrir
stuðninginn.
Breytendur hvetja til samfélagslegrar ábyrgðar
„Við viljum grænan iðnað
í stað olíuvinnslu“
Starfið heima
Elda–sauma–skipta um kló
Gerðu það sjálf/ur
Guðni Kristmundsson matreiðslumaður sýnir
þátttakendum hvernig hann setur kjöt í kryddlög.
Í haust afhentu Breytendur Jóni Gnarr borgarstjóra og Ellý Katrínu Guðmundsdóttur borgarritara undirskriftalista á
notuðum umbúðum til að vekja athygli á mikilvægi endurvinnslu.
Það var fjör hjá krökkunum sem voru að búa til múffur
þegar ljósmyndari mætti á svæðið.
Breytendur sem vettvangur varð til að
frumkvæði Hjálparstarfs kirkjunnar í Noregi árið
1992 en hreyfingin er nú alþjóðleg. Breytendur á
Íslandi starfa innan vébanda Hjálparstarfs
kirkjunnar en hafa sjálfstæða stjórn og taka eigin
ákvarðanir óháð trú, stjórnmálaskoðun og
þjóðerni.
Hefur þú áhuga á að breyta heiminum og taka
þátt í skemmtilegu starfi?
Kíktu á þá á heimasíðu hreyfingarinnar
www.changemaker.is og Faceboook síðuna
Breytendur–Changemaker Iceland.