Fréttablaðið - 12.04.2014, Síða 92

Fréttablaðið - 12.04.2014, Síða 92
8 – Margt smátt ... „Breytendur er vettvangur fyrir ungt fólk sem lætur sig varða félagslegt jafnrétti og umhverfisvernd á heimsvísu,“ segir Ólöf Rún Benediktsdóttir framkvæmda- stjóri hreyfingarinnar. „Við erum meðvituð um sam- félagslega ábyrgð hvers og eins og viljum taka virkan þátt í að gera heiminn að sanngjarnari og réttlátari stað. Við leitumst við að mæla með í stað þess að mótmæla og viljum þannig stuðla að jákvæðni í samfélaginu. En við beitum líka raunhæfum aðferðum. Núna erum við að fara af stað með meðmæli því við viljum hvetja stjórnvöld til að ýta frekar undir grænan iðnað en olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Við viljum sjálfbærar lausnir til framtíðar og teljum að olíuvinnsla þar sé skaðleg skammtímalausn,“ segir Ólöf og bætir við að allt ungt fólk sé velkomið í hópinn. Markmið Hjálparstarfs kirkjunnar er að rjúfa vítahring fátæktar og félagslegrar einangrunar. Aðferðin í starfinu er að hvetja fólk og styrkja til þess að það geti nýtt hæfileika sína og getu til að vera virkt í samfélag- inu. Félagsráðgjafar Hjálparstarfsins veita ráðgjöf og stuðning og vísa fólki á ýmis úrræði í samfélaginu. Viðtalstímar þeirra eru á miðvikudögum frá kl. 12:OO–16:OO á skrifstofu Hjálparstarfsins í kjallara Grensáskirkju að Háaleitisbraut 66 í Reykjavík. Faglegt mat félagsráðgjafanna liggur til grundvallar efnislegs stuðnings sem veittur er án tillits til trúar, þjóðernis, litarháttar, kyns eða skoðana. Efnislegur stuðningur Hjálparstarfsins við tekjulága: - Inneignarkort í matvöruverslunum - Úthlutun notaðs fatnaðar á lager Hjálparstarfsins á þriðjudögum kl. 1O:OO–12:OO - Stuðningur vegna skólagöngu og tómstunda barna og unglinga - Stuðningur við framhaldsskólanema vegna skóla- gjalda og bókakosts - Stuðningur við fullorðna námsmenn í endurhæfingu - Stuðningur við lyfjakaup vegna óvæntra útgjalda - Jólaaðstoð í desember Hjálparstarf kirkjunnar og Hjálpræðisherinn skipu- lögðu í sameiningu námskeið sem nú stendur yfir og ber yfirskriftina Elda–sauma–skipta um kló: Gerðu það sjálf/ur. Markmiðið með námskeiðinu er að þátttakendur efli getu sína og færni á ýmsum sviðum daglegs lífs. Meðal námsefnis er matreiðsla á hollum mat, betri nýting matarafganga, hagkvæm skipulagning inn- kaupa og hvernig töfra má fram veislu fyrir lítinn aur. Þátttakendur hafa fengið að reyna sig við saumavélina; skipt um rennilás á flík og breytt gömlu í nýtt auk þess að hafa lært að skipta um rafmagnskló og setja upp heimilisljós. Ráðgjafar halda einnig fyrir lestra á nám- skeiðinu um stjórnun fjármála heimilisins og um það hvernig hægt er að styrkja sjálfsmyndina og virkja tengslanetið sitt til sjálfseflingar. Námskeiðið hófst í febrúar og því lýkur í maí. Aðgangur er þátttakendum að kostnaðarlausu og boðið er upp á barnagæslu á staðnum á meðan því stendur. Sorpa styrkir verkefnið og kunna Hjálparstarfið og Hjálpræðisherinn fyrirtækinu bestu þakkir fyrir stuðninginn. Breytendur hvetja til samfélagslegrar ábyrgðar „Við viljum grænan iðnað í stað olíuvinnslu“ Starfið heima Elda–sauma–skipta um kló Gerðu það sjálf/ur Guðni Kristmundsson matreiðslumaður sýnir þátttakendum hvernig hann setur kjöt í kryddlög. Í haust afhentu Breytendur Jóni Gnarr borgarstjóra og Ellý Katrínu Guðmundsdóttur borgarritara undirskriftalista á notuðum umbúðum til að vekja athygli á mikilvægi endurvinnslu. Það var fjör hjá krökkunum sem voru að búa til múffur þegar ljósmyndari mætti á svæðið. Breytendur sem vettvangur varð til að frumkvæði Hjálparstarfs kirkjunnar í Noregi árið 1992 en hreyfingin er nú alþjóðleg. Breytendur á Íslandi starfa innan vébanda Hjálparstarfs kirkjunnar en hafa sjálfstæða stjórn og taka eigin ákvarðanir óháð trú, stjórnmálaskoðun og þjóðerni. Hefur þú áhuga á að breyta heiminum og taka þátt í skemmtilegu starfi? Kíktu á þá á heimasíðu hreyfingarinnar www.changemaker.is og Faceboook síðuna Breytendur–Changemaker Iceland.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.