Fréttablaðið - 12.04.2014, Side 112

Fréttablaðið - 12.04.2014, Side 112
12. apríl 2014 LAUGARDAGUR| MENNING | 68 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 18:00 Marie Krøyer, Danmörk (2012) 20:00 Dom över död man, Svíþjóð (2012) Allar kvikmyndirnar eru sýndar með enskum texta og er frítt inn á hátíðina. Nánari upplýsingar á norraenahusid.is. NORRÆN KVIKMYNDA HÁTÍÐ 3.–15. APRÍL 2014 NORRÆNA HÚSIÐ KYNNIR: SUNNUDAGUR 13. APRÍL 20:00 Call Girl, Svíþjóð (2012) Allar kvikmyndirnar eru sýndar með enskum texta og er frítt inn á hátíðina. Nánari upplýsingar á norraenahusid.is. NORRÆN KVIKMYNDA HÁTÍÐ 3.–15. APRÍL 2014 NORRÆNA HÚSIÐ KYNNIR: MENNING „Þetta er barna- og fjölskyldu- sýning sem byggð er á verki Williams Shakespeare um Ham- let,“ segir Bergur Þór Ingólfs- son, leikstjóri Hamlets litla, sem jafnframt samdi leikgerðina í samstarfi við leikhópinn. „Við miðuðum við sirka ellefu ára krakka þegar við vorum að búa sýninguna til en yngri krakkar sem eru vanir að horfa á Harry Potter og Hungurleikana munu eflaust kunna að meta þessa sýn- ingu líka.“ Spurður hvort efnið sé fært í nútímabúning dregur Bergur Þór við sig svarið. „Við erum svolít- ið bara í leikhúsinu,“ segir hann. „Ég get orðað það sem svo að við færum leikritið þegar það gerð- ist til nútímans. Ellefu ára dóttir mín bað um það að Hamlet yrði í almennilegum Hamletbúningi, sem ég lét eftir henni, og við erum að leika okkur með tímann og leikhúsið inni í verkinu. Þann- ig að við ávörpum samtímann en erum alls staðar í tíma.“ Og haldið þið ykkur nokkuð staðfastlega við söguna eins og Shakespeare setur hana fram? „Já, það sem ég hélt mig við var að segja söguna af vinunum Hamlet, Ófelíu og Laertesi. Sög- una af Hamlet sem missir pabba sinn og er um það bil að missa mömmu sína í trölla hendur og hvernig harmurinn yfir því hleð- ur utan á sig. Þegar einhver hell- ir eitri í eyra annars þá getur það nefnilega endað með því að eng- inn á möguleika lengur.“ Bergur Þór segir verkið þó vera á gamansömum nótum á köflum en engu að síður sé þetta harmleikur. „Þetta er risastórt leikrit um risastóra hluti og við erum að reyna að segja alla sög- una.“ Hamlet á gamansömum nótum? Má það? „Já, já. Okkur langar að vera ærslafull í leik okkar. Fara inn í dótaherbergi og búa til sýn- ingu sem gæti verið bæði fynd- in og harmræn. Sumu af þessu sem Hamlet lendir í hafa aðrir krakkar lent í og það er hægt að læra af sögu Hamlets hvern- ig hægt er að koma í veg fyrir að hlutirnir hlaði utan á sig og vaxi manni yfir höfuð með því að nýta sinn ærslafulla lífsvilja. Ég flokka ekki lífið í annaðhvort harm eða gleði. Við eigum svo mikið af hvoru tveggja og það er mjög sterkt að blanda því saman. Við getum tekist á við harm með húmor.“ Bergur Þór fékk Kristjönu Stefánsdóttur söngkonu til liðs við sig og hún sér um tónlistina í verkina auk þess að leika í því. Er þetta Hamlet með söngleikja- ívafi? „Ja, það eru söngnúmer í sýningunni,“ segir Bergur Þór. „Það eru öll meðöl leikhússins notuð á Litla sviðinu þessa dag- ana.“ Hamlet litli verður frumsýnd- ur í dag og verða almennar sýn- ingar einungis um helgar í fram- haldinu. Á virkum dögum er hins vegar öllum börnum í 5. bekkjum grunnskóla Reykjavíkur boðið í Borgarleikhúsið þar sem þau fá skoðunarferð um húsið sem endar inni á Litla sviði þar sem þau sjá Hamlet litla. „Þetta er nefnilega leikritið sem allir halda að þeir þekki, eða halda að þeir eigi að þekkja,“ segir Bergur Þór. „Og þarna fá krakkarnir mögu- leika á að koma og fá smá krass- kúrs í því hver söguþráðurinn í Hamlet er.“ fridrikab@frettabladid.is Við getum tekist á við harm með húmor Hamlet litli verður frumsýndur á Litla sviði Borgarleikhússins í dag. Höfundur leikgerðar og leikstjóri er Bergur Þór Ingólfsson sem segist fylgja upprunalegu verki Shakespeares; sögunni af drengnum Hamlet sem verður fyrir miklum harmi. LEIKARARNIR Kristín Þóra Haraldsdóttir, Sigurður Þór Óskarsson og Kristjana Stefánsdóttir túlka persónur verksins. MYND/GRÍMUR BJARNASON „Við syngjum almenn íslensk og erlend kórlög og svo tónlist sem hefur verið samin sérstaklega fyrir hreyfinguna, til dæmis eftir Mozart sem var frímúrari,“ segir Stefán Halldórsson, einn félaga Frímúrarakórsins. Kórinn heldur tónleika í regluheimilinu klukkan 14 og 17 í dag, Jónas Þórir stjórnar. Finnski frímúrarakórinn SCF kemur líka fram og syngur meðal annars lög eftir Síbelíus undir stjórn Gunnars Dörabrip og þekktir tónlistarmenn á borð við Kristján Jóhannsson tenór, Rabbe Österholm barítón, Hjörleif Vals- son fiðluleikara og Ólaf Flosason óbóleikara svo aðeins fáir séu nefndir koma fram. Finnski kórinn syngur jafn- framt á styrktartónleikum fyrir krabbameinssjúk börn í Bústaða- kirkju annað kvöld, 13. apríl, klukkan 20. - gun Tónleikar tveggja frímúrarakóra Frímúrarakórinn heldur tvenna tónleika á morgun í regluheimilinu að Skúlagötu 55. Finnskur kór og kunnir söngvarar og hljóðfæraleikarar koma fram. FRÍMÚRARAKÓRINN Æft var í Bústaðakirkju í fyrrakvöld en tónleikarnir verða í húsakynnum reglunnar við Skúlagötu. MYND/ÚR EINKASAFNI Þetta er nefnilega leikritið sem allir halda að þeir þekki, eða halda að þeir eigi að þekkja.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.