Fréttablaðið - 12.04.2014, Blaðsíða 32
12. apríl 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 32
Gunnþóra
Gunnarsdóttir
gun@frettabladid.is
Ég er farin að geta geng-ið án þess að haltra, það er lúxus sem ég er þakklát fyrir. Titringur-inn í taugakerfinu er að minnka og ég er að verða
sá orkubolti sem ég var áður. Við
hjónin erum meira að segja byrj-
uð saman í ræktinni,“ lýsir Marta
Eiríksdóttir jógakennari sem und-
anfarið ár hefur verið að kljást
við Lyme-sjúkdóm eftir að norsk
klakfluga stakk hana. „Klakflug-
an stingur fast og sýgur blóð. Ég
spurði heimamenn hvort hún bæri
bakteríuna Borrelia sem orsakar
Lyme-sjúkdóminn en þeir töldu
svo ekki vera. Sjö til átta mánuð-
um síðar fór ég að fá einkennin og
þekkti þau strax. Ég hafði fengið
Lyme áður.“
Eina helgi síðasta sumar kveðst
Marta hafa ákveðið að liggja í rúm-
inu því hún hafi ekki getað gengið
heldur bara skriðið um húsið. Oft
hafi hún líka fundið fyrir flensu-
einkennum sem urðu þó aldrei
meira. „Þetta er ótrúlega skrítinn
sjúkdómur sem leggst misjafnlega
á fólk. Bakterían er lúmsk og ræðst
á ónæmiskerfið og taugakerfið.“
Skógarmítill kræfur smitberi
Marta kveðst hafa heyrt fyrst um
Lyme þegar hún bjó í Danmörku
1995-97. „Þá var ég oft að labba
í skóginum og dönsk kona varaði
mig við því að komin væri einhver
svakaleg padda í skóginn sem biti
sig fasta og réðist inn í taugakerf-
ið. Ég varð dálítið skelkuð. Þarna
átti hún við skógarmítil sem bítur
og sýgur blóð og er kræfur smit-
beri bakteríunnar. Talið að um
30% mítla beri hana með sér.
Nú býr Marta í bænum Nord-
fjordeid í Noregi sem hefur verið
í byggð frá árinu 400 eða lengur
og er á stærð við Grindavík. Þang-
að flutti hún með manni sínum,
Friðriki Þór Friðrikssyni, sum-
arið 2011. Þau opnuðu jógasetr-
ið YOGA med MARTA síðasta
haust og kenna þar bæði auk þess
sem Friðrik er rafvirki og orðinn
einn af yfirmönnum hjá fyrirtæk-
inu Eid Elektro. Norsku konurnar
koma jafnvel með ferju yfir fjörð-
inn eða aka um klukkustund til að
upplifa töfra jógaleikfiminnar, að
sögn Mörtu.
Þau hjón ráku um skeið Púlsinn
ævintýrahús í Sandgerði og síðar
jógasetur í sama bæ. Ástæða þess
að þau lokuðu jógasetrinu í janúar
2011 var lasleiki Mörtu sem lýsti
sér meðal annars í liðverkjum, titr-
ingi í taugakerfi og orkuleysi. „Ég
fann að þrátt fyrir að hafa hugs-
að vel um kroppinn var hann veik-
ur og ákvað að draga mig í hlé frá
öllu námskeiðahaldi. Þá fylltist ég
sorg og var við það að bugast en
tók svo ákvörðun um að vera áfram
bjartsýn, fara upphátt með jákvæð-
ar staðhæfingar, hugleiða, stunda
jóga fyrir mig og dansa heima í
stofu,“ lýsir Marta. „Móðir mín,
Hrafnhildur Gunnarsdóttir, ól
mig upp í að gefast aldrei upp og
sú hugsun lúrði innra með mér.“
Gátan ráðin í síðasta tíma
Hvort það var á Danmerkurárun-
um eða á ferðum um fjarlægari
lönd sem Marta sýktist í fyrra
skiptið hefur hún ekki hugmynd
um en kveðst oft hafa fengið
moskító flugubit á ferðum utan-
lands. Sjúkdómseinkennin komu
allt í einu. „Þetta byrjaði með
verkjum í vinstra hné og þeir
verkir vildu ekki gefa sig. Ég var
fjörutíu og sex ára. Þegar ég fór til
læknis vegna verkjanna sagði hann
að ég væri nú farin að eldast, þetta
væri líklega slit sem reynandi væri
að gera við með uppskurði en ég
var jógakennari og vildi ekki vera
skorin í liðina.“
Hún kveðst ekki hafa talað um
vanlíðanina nema við sína allra
nánustu. „Ég trúði því að ég yrði
að vinna með þetta sjálf og vera í
friði. Fór á stúfana að leita að hjálp.
Úti um allt.“
Eftir heimsókn til kírópraktors
og bowen-tæknis, höfuðbeina-
og spjaldhryggsmeðferð, slök-
un, fyrra lífs dáleiðslu og fleira
kveðst Marta hafa leitað til nátt-
úrulæknis. „Þar hófst samtal, því
náttúrulæknar gera sér far um að
leita að orsökum meina,“ lýsir hún.
„Ég hafði farið í skann hjá sama
náttúrulækni ári fyrr og virtist
þá hraust. Í millitíðinni hafði ég
farið í fjórar bólusetningarspraut-
ur á einum degi á heilsugæslustöð
vegna ferða til fjarlægra heims-
álfa. Náttúrulæknirinn taldi allt
verða brjálað í líkamanum við
slíka bólusetningarskammta og
giskaði á að þeir hefðu vakið upp
einhverja vírusa og bakteríur sem
legið hefðu í dvala. Það tók samt
tíma að finna út hvað raunveru-
lega var að en tókst loks með hjálp
i-Health-tækni. Það var ekki fyrr
en daginn áður en við fluttum til
Noregs og ég var í minni síðustu
i-Health-meðferð sem gátan var
ráðin. Mér létti mikið við að fá
greininguna, það var komin skýr-
ing sem ég gat unnið áfram með.
Ég kom aftur heim til Íslands eftir
mánaðardvöl í Noregi og fór í rúm-
lega tuttugu tíma i-Health meðferð
hjá náttúrulækninum sem náði að
hreinsa mig af bakteríunni.“
Langflestir sleppa við bakteríuna
Þegar sjúkdómurinn dúkkaði upp í
annað sinn fór Marta inn á Google
og fann náttúrulækni í Bergen
sem bauð upp á i-Health-tækni.
Hann greindi hana eins og skot
með Lyme. Þangað hefur hún farið
nokkrum sinnum í meðferð og
tekið inn hómópatíu á milli ferða.
Að sögn Mörtu stendur lækna-
stéttin því miður oft ráðþrota gagn-
vart Lyme-sjúkdómnum og greinir
fólk ranglega með síþreytu, MS eða
gigt. Hún veit um norskan lækni
sem veiktist sjálfur af Lyme og
gekk með sjúkdóminn í fjögur ár
án þess að átta sig á hvað var að.
„Þessi læknir, Bjørn Johan Øverby,
er víst algjör snillingur en hann
fann enga lausn á sínum vanda.
Svo hann ákvað að fara óhefð-
bundnar leiðir, er farinn að fræða
almenning um þær og er með bók
í uppsiglingu. Hann er að fara á
eftirlaun og hefur engu að tapa í
sambandi við lækningaleyfið.“
Marta kveðst vilja fræða fólk um
Lyme-sjúkdóminn en ekki hræða.
„Ég er líklega gott dæmi um að
hægt sé að hreinsa bakteríuna út
og læknast með hjálp náttúrunn-
ar. Nú veit ég að verði ég fyrir
flugnabiti aftur tek ég inn Ledum
hómópatíu 30C nokkrum sinnum
á dag í nokkra daga,“ segir hún.
Tekur líka fram að langflestir
sleppi við að fá bakteríuna þó þeir
séu bitnir af Lyme-sýktu skordýri.
„Við hjónin höfum bæði verið bitin
af klakflugu hér í Noregi og Frikki
minn fékk engin viðbrögð. Við
göngum enn um skóginn og höld-
um áfram að elska öll dýrin stór
og smá.“
Hún sér fyrir sér að Lyme-sjúk-
dómur opni fyrir gagnlega sam-
vinnu milli hefðbundinna lækna
og náttúrulækna, líkt og tíðkist í
Þýskalandi. Þar reki þeir spítala
saman og sjúklingar fái það besta
úr báðum geirum. „Einn daginn
munu þessar tvær stéttir sjá auð-
inn hvor í annarri og sameinast
undir kjörorðinu lækningar fyrir
alla. Ég trúi því að ákveðinn til-
gangur sé með öllu og held að lífið
sé að kenna okkur eitthvað nýtt
með þessum dularfulla sjúkdómi,“
segir Marta og kveðst ekki bitur
eftir að hafa lent í veikindaferlinu.
„Það er skrítið að segja það en ég
er þakklát núna því ég lærði hell-
ing og er enn að læra.“
Vil fræða fólk en ekki hræða
Marta Eiríksdóttir jógakennari sem nú býr í Noregi hefur illilega fengið að kenna á hinum svokallaða Lyme-sjúkdómi. Ekki
einu sinni heldur tvisvar. Sjúkdómurinn orsakast af biti skordýra og lýsir sér með liðverkjum, orkuleysi og fleiri óþægindum
en með hjálp náttúrulækna er Marta um það bil að sigrast á afleiðingum bits sem hún varð fyrir sumarið 2012.
JÓGAKENNARINN „Við göngum enn um skóginn og höldum áfram að elska öll dýrin, stór og smá,“ segir Marta. MYND/FRIÐRIK ÞÓR
Það var árið 1975 að mæður hóps barna sem bjuggu í nágrenni
hvert við annað í bænum Lyme, í Connecticut í Bandaríkjunum,
vöktu athygli vísindamanna á því að börn þeirra hefðu öll verið
greind með iktsýki. Rannsóknir á barnahópnum leiddu að lokum
til þess að bakterían Borrelia burgdorferi sem var orsök veikinda
þeirra, var greind og frá árinu 1982 hefur sjúkdómurinn sem hún
veldur gengið undir nafninu Lyme.
LYME-SJÚKDÓMURINN ÞEKKTUR Í 32 ÁR
Skógarmítill, sem er liðfætla, fannst fyrst hér á landi á farfugli
1967, samkvæmt upplýsingum Náttúrufræðistofnunar Íslands.
Stofnunin telur að hann sé að öllum líkindum orðinn landlægur,
enda hefur útbreiðslusvæði hans færst norður á bóginn með
hlýnandi loftslagi. Hann heldur sig í gróðri, einkum á skógarbotni.
Haraldi Briem sóttvarnalækni er ekki kunnugt um að nokkur
hafi sýkst af Lyme-sjúkdómi á Íslandi.
SKÓGARMÍTILL
I--Health er heilsutækni þróuð af vísindamönnum í Hollandi
fyrir hartnær tuttugu árum og prófuð í mörg ár áður en hún
var kynnt þýsku heilbrigðisstéttinni. Hún er nú mikið notuð af
náttúrulæknum, læknum og hjúkrunarfræðingum í Þýskalandi,
meðal annars til greiningar á Lyme-sjúkdómnum hjá fólki og
jafnframt úthreinsun á bakteríunni sem honum veldur, með
góðum árangri.
HEILSUTÆKNI
„Við höfum aldrei staðfest innlent smit á Lyme-sjúkdómnum,“ segir
Ólafur Guðlaugsson, sérfræðingur í smitsjúkdómum á Landspítalanum.
„Mítlar berast hingað með fuglum en aldrei hefur fengist á hreint hvort
þeir hafi viðhaldið smitferli hér, sem er býsna flókið.“
Ólfur segir Lyme stöku sinnum finnast í fólki sem sé að koma frá
útlöndum og yfirleitt greinast á fyrsta stigi, með blóðprufu. „Megnið af
heimilislæknum á Íslandi er menntað á Norðurlöndum, þar sem þetta er
algengt, og þekkja þessi einkenni vel. Þeir hafa aðgang að rannsóknarstofu
Landspítalans og geta sent blóðprufur þangað.“
Ekkert innlent smit