Fréttablaðið - 12.04.2014, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 12. apríl 2014 | FRÉTTIR | 11
Leggðu grunn að
framtíðinni og
Landsbankinn bætir
6.000 krónum við
Þegar fermingarbörn leggja 30.000 krónur eða meira inn á Framtíðargrunn
Landsbankans greiðir bankinn 6.000 króna mótframlag inn á sama reikning.
Þannig viljum við hvetja til sparnaðar.
landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn
SVÍÞJÓÐ Nýbakaðir foreldrar
sem starfa hjá sveitarfélaginu
Grästorp í Svíþjóð og skipta
fæðingarorlofinu jafnt á milli
sín fá viðbótarmánaðarlaun.
Viðbótarlaunin tvöfaldast starfi
báðir foreldrarnir hjá sveitar-
félaginu. Þetta er liður í nýsam-
þykktri jafnréttisáætlun, að því
er fram kemur í sænskum fjöl-
miðlum.
Almennt fara sænskar konur í
lengra fæðingarorlof en karlar.
Fæðingarorlof í Svíþjóð er eitt
og hálft ár. - ibs
Fæðingarorlof í Svíþjóð:
Viðbótarlaun
við jöfn skipti
UNGBARN Skipti foreldrar í Grästorp í
Svíþjóð fæðingarorlofinu jafnt fá þeir
bónus. NORDICPHOTOS/GETTY
NOREGUR Fimm þýskir stangveiði-
menn voru stöðvaðir við landa-
mæri Noregs og Finnlands aðfara-
nótt föstudags með 400 kíló af
þorskflökum en það er 325 kílóum
yfir leyfilegum kvóta. Þorskflök-
unum hafði verið pakkað í kassa
með ís. Þjóðverjarnir voru sekt-
aðir um 40 þúsund norskar krónur
sem þeir greiddu á staðnum.
Samkvæmt reglum í Noregi má
erlendur stangveiðimaður fara
með 15 kíló af flökuðum fiski
úr landi. Hald var lagt á allan
fisk sem var umfram leyfilegan
kvóta. - ibs
Stangveiðimenn sektaðir:
Reyndu að
smygla þorski
ERLENT Palestína fær formlega
aðild að þrettán alþjóðasáttmálum
hjá Sameinuðu þjóðunum þann
2. maí næstkomandi. Það var Ban
Ki-moon, framkvæmdastjóri Sam-
einuðu þjóðanna, sem samþykkti
umsóknir Palestínumanna.
Palestína sótti um aðild að
samningunum í kjölfar þvingun-
araðgerða Ísraels gegn ríkinu og
undirbýr fleiri umsóknir ef Ísrael
heldur aðgerðum sínum áfram.
Alþingi Íslendinga samþykkti
fullveldi Palestínu árið 2011. - ssb
Allar umsóknir samþykktar:
Palestína fær
aukna aðild
ÞORSKUR Þjóðverjar reyndu að smygla
400 kílóum af þorskflökum frá Noregi.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
ERLENT Yfirheyrsluaðferðir
bandarísku leyniþjónustunn-
ar, CIA, eru ofbeldisfullar sam-
kvæmt hluta skýrslu sem öldunga-
deild Bandaríkjaþings lét vinna
og var lekið nú á dögunum.
The Guardian, sem fjallar um
lekann, segir að skýrslan taki á
yfirheyrsluaðferðum CIA í kjöl-
far hryðjuverkanna 11. septem-
ber 2001. Í skýrslunni kemur
fram að fleiri grunaðir hafi
undir gengist yfirheyrslur en
CIA hefur viðurkennt. Jafnframt
kemur fram að CIA hafi mark-
visst lekið villandi upplýsingum
til fjölmiðla með það að markmiði
að afvegaleiða umræðuna.
Rannsókn á yfirheyrsluaðferð-
um CIA tók fjögur ár og kostaði
40 milljónir dala í framkvæmd.
Vegna lekans hefur aukinn
þrýstingur verið á Bandaríkja-
stjórn að birta skýrsluna í heild
en CIA hefur beðið um að rann-
sókn fari fram á lekanum. Fjöru-
tíu meðlimir fulltrúadeildar
Bandaríkjaþings hafa skrifað til
forseta Bandaríkjanna, Baracks
Obama, og krafið hann um birt-
ingu skýrslunnar í heild. Segir
í kröfunni að bandaríska þjóð-
in eigi rétt á að vita hvers konar
pyntingar fóru fram í hennar
nafni. Í þeim hluta sem gerður
hefur verið opinber kemur meðal
annars fram að þær pyntingar
sem beitt var hafi verið illa skipu-
lagðar og að ítrekaðar athuga-
semdir innra eftirlits vegna
þeirra hafi verið hunsaðar.
- ssb
Skýrsla öldungadeildar Bandaríkjaþings sýnir að yfirheyrslur í kjölfar hryðjuverka voru ofbeldisfullar:
CIA gaf villandi upplýsingar um pyntingar
BARACK OBAMA Forsetinn er undir
þrýstingi um að aflétta allri leynd af
skýrslunni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Ábendingahnappinn má
finna á www.barnaheill.is