Fréttablaðið - 12.04.2014, Side 11

Fréttablaðið - 12.04.2014, Side 11
LAUGARDAGUR 12. apríl 2014 | FRÉTTIR | 11 Leggðu grunn að framtíðinni og Landsbankinn bætir 6.000 krónum við Þegar fermingarbörn leggja 30.000 krónur eða meira inn á Framtíðargrunn Landsbankans greiðir bankinn 6.000 króna mótframlag inn á sama reikning. Þannig viljum við hvetja til sparnaðar. landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn SVÍÞJÓÐ Nýbakaðir foreldrar sem starfa hjá sveitarfélaginu Grästorp í Svíþjóð og skipta fæðingarorlofinu jafnt á milli sín fá viðbótarmánaðarlaun. Viðbótarlaunin tvöfaldast starfi báðir foreldrarnir hjá sveitar- félaginu. Þetta er liður í nýsam- þykktri jafnréttisáætlun, að því er fram kemur í sænskum fjöl- miðlum. Almennt fara sænskar konur í lengra fæðingarorlof en karlar. Fæðingarorlof í Svíþjóð er eitt og hálft ár. - ibs Fæðingarorlof í Svíþjóð: Viðbótarlaun við jöfn skipti UNGBARN Skipti foreldrar í Grästorp í Svíþjóð fæðingarorlofinu jafnt fá þeir bónus. NORDICPHOTOS/GETTY NOREGUR Fimm þýskir stangveiði- menn voru stöðvaðir við landa- mæri Noregs og Finnlands aðfara- nótt föstudags með 400 kíló af þorskflökum en það er 325 kílóum yfir leyfilegum kvóta. Þorskflök- unum hafði verið pakkað í kassa með ís. Þjóðverjarnir voru sekt- aðir um 40 þúsund norskar krónur sem þeir greiddu á staðnum. Samkvæmt reglum í Noregi má erlendur stangveiðimaður fara með 15 kíló af flökuðum fiski úr landi. Hald var lagt á allan fisk sem var umfram leyfilegan kvóta. - ibs Stangveiðimenn sektaðir: Reyndu að smygla þorski ERLENT Palestína fær formlega aðild að þrettán alþjóðasáttmálum hjá Sameinuðu þjóðunum þann 2. maí næstkomandi. Það var Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sam- einuðu þjóðanna, sem samþykkti umsóknir Palestínumanna. Palestína sótti um aðild að samningunum í kjölfar þvingun- araðgerða Ísraels gegn ríkinu og undirbýr fleiri umsóknir ef Ísrael heldur aðgerðum sínum áfram. Alþingi Íslendinga samþykkti fullveldi Palestínu árið 2011. - ssb Allar umsóknir samþykktar: Palestína fær aukna aðild ÞORSKUR Þjóðverjar reyndu að smygla 400 kílóum af þorskflökum frá Noregi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ERLENT Yfirheyrsluaðferðir bandarísku leyniþjónustunn- ar, CIA, eru ofbeldisfullar sam- kvæmt hluta skýrslu sem öldunga- deild Bandaríkjaþings lét vinna og var lekið nú á dögunum. The Guardian, sem fjallar um lekann, segir að skýrslan taki á yfirheyrsluaðferðum CIA í kjöl- far hryðjuverkanna 11. septem- ber 2001. Í skýrslunni kemur fram að fleiri grunaðir hafi undir gengist yfirheyrslur en CIA hefur viðurkennt. Jafnframt kemur fram að CIA hafi mark- visst lekið villandi upplýsingum til fjölmiðla með það að markmiði að afvegaleiða umræðuna. Rannsókn á yfirheyrsluaðferð- um CIA tók fjögur ár og kostaði 40 milljónir dala í framkvæmd. Vegna lekans hefur aukinn þrýstingur verið á Bandaríkja- stjórn að birta skýrsluna í heild en CIA hefur beðið um að rann- sókn fari fram á lekanum. Fjöru- tíu meðlimir fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa skrifað til forseta Bandaríkjanna, Baracks Obama, og krafið hann um birt- ingu skýrslunnar í heild. Segir í kröfunni að bandaríska þjóð- in eigi rétt á að vita hvers konar pyntingar fóru fram í hennar nafni. Í þeim hluta sem gerður hefur verið opinber kemur meðal annars fram að þær pyntingar sem beitt var hafi verið illa skipu- lagðar og að ítrekaðar athuga- semdir innra eftirlits vegna þeirra hafi verið hunsaðar. - ssb Skýrsla öldungadeildar Bandaríkjaþings sýnir að yfirheyrslur í kjölfar hryðjuverka voru ofbeldisfullar: CIA gaf villandi upplýsingar um pyntingar BARACK OBAMA Forsetinn er undir þrýstingi um að aflétta allri leynd af skýrslunni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.