Fréttablaðið - 12.04.2014, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 12.04.2014, Blaðsíða 30
12. apríl 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 30 Sérhannaður hátískufatnaður hjá Tinker Tailor Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA – 1 4 - 0 3 9 6 Aðalfundur Rauða krossins á Íslandi Verður haldinn á Grand Hótel Laugardaginn 17. maí kl. 9:00 8:45 Skráning 9:00 Setning 9:10 Aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins 13:00 Málstofur aðalfundarfulltrúa 16:00 Samantekt og fundarslit Allir félagar velkomnir en vakin er athygli á að skrá þarf þátttöku annarra en aðalfundar- fulltrúa mánuði fyrir fundinn á heimasíðu félagsins eða í síma 570 4000. Opinn fundur um niðurstöður landskönnunar Rauða krossins „Hvar þrengir að?“ verður föstudaginn 16. maí klukkan 13:30 á Grand Hótel. Skráning og nánari upplýsingar á www.raudikrossinn.is Í augnablikinu er allt sem kemur frá Skandinavíu mjög töff og ferskt í Banda-ríkjunum og við verðum að nýta okkur þann meðbyr. Fá skandinavísk merki hafa náð langt í Ameríku og þar ætlum við að stíga inn og hjálpa,“ segir Áslaug Magnúsdóttir athafnakona sem hefur getið sér gott orð í tísku- bransanum vestan hafs. Hún hefur mörg járn í eldinum og eitt þeirra er Scandinavian Fashion Council. Áslaug tekur á móti blaðamanni í íbúð sinni miðsvæðis á höfuð- borgarsvæðinu. Þrátt fyrir að hafa verið búsett í Bandaríkjunum síð- astliðin sautján ár er Áslaug ávallt með annan fótinn á Íslandi. Hún er nýbúin að festa kaup á eigninni og er að koma sér fyrir. Ástæðan fyrir komu Áslaugar til landsins að þessu sinni er einnig Reykjavík Fashion Festival en hún tók samstarfskonu sína Connie Morgan með sér til að kynna henni íslenska tískuheiminn. Týnast í frumskóginum Þær Áslaug og Connie eru að setja á fót samtökin Scandinavian Fash- ion Council. Markmið þeirra er að aðstoða hönnuði og tískumerki frá Norðurlöndunum að koma sér á framfæri í Bandaríkjun- um. Þrátt fyrir að vera vinsæl í heimalöndum sínum hafa merki frá Skandinavíu ekki átt mik- illar velgengni að fagna vestan hafs. Margar ástæður eru fyrir því, meðal annars flókið reglu- verk, mikil samkeppni og lokað- ur markaður sem erfitt er að kom- ast inn á. Til dæmis er mjög dýrt að sýna á tískuvikunni í New York og þar er hætta á að týnast innan um frægari merkjavöru sem er til sýnis. „Það getur verið mikill frum- skógur að finna leið inn á markað- inn og ætlum við meðal annars að nota okkar tengslanet til að hjálpa hönnuðum að komast í samband við sjóði og fjárfesta í Bandaríkj- unum,“ segir Áslaug. Höfuðstöðvar í New York Samtökin verða með aðsetur í New York þar sem verið er að koma upp skrifstofu. Auk þess verður tengiliður fyrirtækisins í hverju landi fyrir sig sem held- ur utan um merkin og finnur nýja hönnuði í viðkomandi landi, hér- lendis mun Soffía Sigurgeirsdótt- ir sinna því hlutverki. Samtökin eru ekki rekin með gróðasjónar- mið að leiðarljósi og eru þær ein- göngu að hugsa um að efla fram- gang skandinavískrar tísku á Bandaríkjamarkaði. Auk þeirra Áslaugar og Connie er hin sænska Renée Lundholm einn af stofnend- um. Einnig verða sérfræðingar í hverju rúmi innan fyrirtækisins. Stefnt er að því að starfsemi verði hafin í SFC á næsta ári. Þá verður sett saman sérstök sölu- sýning fyrir skandinavísk fata- merki í New York. „Við viljum reyna að gera það að árlegri sýn- ingu sem verður sett upp sam- hliða tískuvikunni hérna, þegar allt innkaupa- og fjölmiðlafólk er í bænum. Það er góð leið fyrir hönnuði til að mynda tengslanet og nýta sér hverjir aðra til að koma sér áfram,“ segir Connie og bætir við að líklega yrði einnig settur saman sérstakur góðgerðarkvöld- verður til að afla fjármagns í tengslum við sölusýninguna. „Það er mikið um svoleiðis í New York þó að það tíðkist ekki hér,“ bætir Áslaug við brosandi. Skandinavar standa saman Connie Morgan er dönsk að upp- runa en hefur búið lengi í Banda- ríkjunum. Fyrirtækið er hennar hugmynd og leitaði hún til Áslaug- ar um samstarf. Áslaug er einn af stofnendum tískufyrirtækisins Moda Operandi og hefur nú sett á fót veffyrirtækið Tinker Tai- lor, sem fer í loftið seinna í mán- uðinum. „Ég hafði fylgst með henni og séð hvað hún var búin að gera góða hluti í tískuheiminum. Mér finnst mjög mikilvægt að við Skandinavar stöndum meira saman, enda eigum við margt sameiginlegt og erum sterkari í hóp. Getum nýtt okkur hvert annað.“ Þetta er í fyrsta sinn sem hún kemur til Íslands og líst vel á það sem er í gangi í tískuheiminum hér. „Þið eruð auðvitað að stíga ykkar fyrstu skref en ég hef á til- finningunni að þið séuð á réttri leið. Ef ég á að nefna einhverja eina hönnun sem ég hreifst af við fyrstu sýn núna er það Farmers Market, en þau eru með mjög sölu- væna línu sem við gætum auðveld- lega markaðssett í Bandaríkjunum strax,“ segir Morgan sem stoppaði stutt við á landinu í þetta skiptið. Íslenski tískugeirinn á uppleið Áslaug segist finna mikinn mun á íslenska tískugeiranum á síðustu tveimur árum en hún var einnig gestur á Reykjavík Fashion Festi- val í fyrra. Hún segir mikilvægt að fatahönnuðir hugsi líka um við- skiptahliðina og að selja fatnað- inn en ekki bara einblína á listina. „Það er stígandi í þessum bransa hérna heima og mörg merki sem geta gert það gott. Einnig sé ég að Listaháskólinn er kominn í sterk- ari tengsl við atvinnulífið í fata- hönnun sem er jákvætt skref,“ segir Áslaug sem hefur sérstak- lega fylgst með hálfíslenska merk- inu Ostwald Helgason, sem er eftir þau Ingvar Helgason og Susanne Ostwald og er á hraðri uppleið í tískuheiminum. „Það er mikilvægt að setja sér stór markmið en byrja smátt. Byrja að selja í einstaka heildsöl- ur með það að markmiði að enda í Barneys.“ Skandinavía er í tísku í Banda- ríkjunum Athafnakonurnar Áslaug Magnúsdóttir og Connie Morgan hafa sett á fót samtökin Scandinavian Fashion Council með það að markmiði að opna Bandaríkjamarkað fyrir tísku- merkjum og hönnuðum frá Norðurlöndunum. KYNNA MERKI FRÁ SKANDINAVÍU Þær Connie Morgan og Áslaug Magnúsdóttir segja að það sé mikill frumskógur fyrir ung merki að koma sér inn á Bandaríkjamarkað. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Áslaug Magnúsdóttir er þessa dagana að setja á laggirnar tískufyrirtæki sem nefnist Tinker Tailor. Fyrirtækið mun selja hátískufatnað á vefnum með nýjum áherslum þar sem viðskiptavinurinn hefur mikið að segja um hvernig fatnaðurinn lítur út. Helstu fatahönnuðir heims munu selja sína vöru á Tinker Tailor, líkt og Giambatt- ista Valli, Rodarte og Alberta Feretti. Mikil eftirvænting ríkir um stofnun fyrir- tækisins í tískuheiminum en áætlað er að viðskiptavinir geti byrjað að panta hátískufatnað hjá Tinker Tailor í lok mánaðarins. Áslaug er einn af stofnendum og eigendum tískufyrirtækisins Moda Operandi sem sérhæfir sig í sölu á hátískufatnaði yfir vefinn. Fyrirtækið var stofnað í byrjun árs 2011 og hefur stækkað mjög hratt og selur nú hátískufatnað til viðskiptavina í yfir 100 löndum um allan heim. Fyrirtækið selur fatnað 300 þekktustu fatahönnuða heims. Helstu fjárfestar í fyrirtækinu eru NEA, LVMH, MC.FR, IMG og Condé Nast. SKANDINAVÍSKI TÍSKUHEIMURINN DANMÖRK Yfir 200 tísku- merki og mörg sem hafa náð góðum árangri á heimsvísu. SVÍÞJÓÐ Yfir 60 tískumerki og þar af um 30 sem hafa náð að skapa sér nafn í alþjóðlega tískuheiminum. NOREGUR Yfir 90 tískumerki. Um 60 sem seld eru í Evrópu og nokkur sem eru seld í Bandaríkj- unum. FINNLAND Um 10 tísku- merki og fá sem hafa náð árangri á heimsvísu. ÍSLAND Um 20 tísku- merki og fá sem hafa náð árangri á alþjóðavett- vangi. GIAMBATTISTA VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.