Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.2001, Page 13

Læknablaðið - 15.11.2001, Page 13
FRÆÐIGREINAR / IgA MÓTEFNASKORTUR Meðfæddur IgA skortur Guðmundur H. Jörgensen12, Björn Rúnar Lúðvíksson1,2 'Læknadeild Háskóla íslands, 2Rannsóknastofa Háskólans í ónæmisfræði, Landspítala Hringbraut. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Bjöm Rúnar Lúðvíksson, ónæmisfræðideild Landspítala Hringbraut, 101 Reykjavík. Sími: 560 1960; bréfasími: 560 1943; netfang: bjornlud@landspitali.is Lykilorð: IgA skortur, algengi, ónœmis-erfðafrœði. Ágrip IgA skortur er einn algengasti meðfæddi ónæmisgall- inn og ræðst algengi hans meðal annars af kynþætti og þjóðerni. Hjá þjóðum N-Evrópu er algengið á bil- inu 1/400-1/700. Einnig er þekkt að aðrir ónæmisgall- ar eins og IgG2 skortur og Louis-Bar heilkenni (ataxia telangiectasia) finnist hjá einstaklingum með IgA skort. IgA finnst í hvað mestum mæli á yfirborði slímhúðarinnar. Því er athyglivert að IgA skortur eykur líkur einstaklinga á að fá sjúkdóma er herja einna helst á slímhúðina og má þar nefna endurtekn- ar sýkingar, ofnæmi og sjálfsofnæmissjúkdóma. Auk þess virðist þessum einstaklingum hættara við að fá krabbamein. Komið hefur í ljós að í sumum tilvikum hefur IgA skortur legið í ættum. Ættfræðilegar rann- sóknir hafa þannig leitt í ljós tengsl við genasvæði á litningum 6,14,18 og 22. Auk þess virðast ákveðnar HLA samsætur hafa sterk tengsl við sjúkdóminn. Þrátt fyrir ítarlegar rannsóknir á orsökum og afleið- ingum IgA skorts er mörgum lykilspurningum enn ósvarað og þá sérstaklega hvaða aðrir hugsanlegir virkir áhættuþættir leiða til ofangreindra sjúkdóma. Inngangur IgA mótefnaskortur er einn algengasti meðfæddi ónæmisgallinn og er skilgreindur sem styrkur í sermi undir 0,05 g/L. Algengið er 1/324-1/1850 og ræðst meðal annars af kynþætti og þjóðerni og hefur það reynst vera 1:633 hjá íslenskum blóðgjöfum (1). Þrátt fyrir umtalsverða vitneskju um helstu sjúkdóma sem eru samfara skortseinkennum (sýkingar, ofnæmi og sjálfsofnæmi) þá er enn óljóst af hverju einungis sum- ir fá slík einkenni samfara IgA skorti en aðrir ekki. Auk þess sem algengi slíkra einkenna við IgA skort er óljóst (2-13). Þrátt fyrir umtalsverðar rannsóknir á erfðamynstri IgA skorts hefur ekki fundist viðhlít- andi erfðafræðileg skýring á sjúkdómnum. A undan- förnum misserum hefur skilningur manna á stjórn IgA myndunar aukist og hafa rannsóknir leitt í ljós að til að IgA framleiðsla geti hafist þarf náið samspil B- og T-eitilfrumna að eiga sér stað. Ennfremur er ljóst að til þess að slíkt samstarf geti leitt til IgA myndunar þarf einnig að koma til seyting á TGF-B og virkjun í gegnum CD40 á B-frumum og CD40L á T-frumum (8,14-20). Auk þess hafa báðar þessar boðleiðir verið tengdar tilurð ofangreindra sjúkdóma. I þessari yfir- litsgrein er staða þekkingar á IgA skorti í dag rædd og að hvaða þáttum frekari rannsóknir munu beinast. ENGLISH SUMMARY Jörgensen GH, Lúðvíksson BR The current concept of primary IgA deficiency and its prevalence in lceland Læknablaðið 2001; 87: 873-9 IgA deficiency is among the most common primary immune deficiency known. Its prevalence, ranging from 1/324-1/1850, depends upon the study group geographic location and its ethnicity. IgA deficiency is commonly associated with other immune defects such as lgG2, and lgG4 deficiency. In addition, ataxia telangiectasia has been associated with IgA deficiency as well. The clinical significans of IgA deficiency is presently unclear. However, increased susceptibility to atopy, autoimmunity, infections and cancer has been reported. Furthermore, majority of these diseases are bound to the mucosal surfaces; the organ where IgA is thought to have its most protective role. Recent studies focusing on the genealogy of primary IgA deficiency have found linkages to chromosome 6, 14, 18 and 22. In addition, a link to certain HLA haplotypes has been reported. Thus, further studies into the immuno- genetics of IgA deficiency are needed, particularly focusing upon the question why some individuals with IgA deficiency are prone to diseases whereas others are not. In this article some of these questions are addressed, and the current literature on the topic reviewed. Correspondence: Björn Rúnar Lúðvíksson. E-mail: bjornlud@landspitali.is Key words: IgA deficiency, prevalence, immunogenetics. Bygging IgA IgA er 160 kDa prótein sem er samsett af tveimur sams konar léttum keðjum, kappa (k, litningur 2) eða lambda (X, litningur 22) og tveimur þungum a keðj- um (litningur 14) sem IgA dregur nafn sitt af. IgA skiptist svo í tvo undirflokka (isotypes), IgA, og IgA2, vegna ólíkra CH gena (constant region) a keðj- unnar á litningi 14 (21). Dreifing IgA IgA finnst bæði í sermi og í slímhúðarseyti. Flutn- ingur IgA milli þessara tveggja kerfa er lítill en þau tengjast að því leyti að ef einstakling skortir IgA í sermi þá skortir hann það einnig í slímhúðarseyti. Hið gagnstæða þarf ekki að eiga við (sjá síðar). IgA getur bæði verið einliða (monomeric) og tvfliða Læknablaðið 2001/87 873

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.