Læknablaðið - 15.11.2001, Síða 15
FRÆÐIGREINAR / IgA MÓTEFNASKORTUR
Algengi IgA skorts
Algengi IgA skorts er mismunandi eftir kynþætti og
þjóðerni. Algengi í N-Evrópu hefur mælst um einn af
hverjum 600 einstaklingum (1,33-35). í ákveðnum
héruðum í Bandaríkjunum hefur algengið mælst einn
af hverjum 328 einstaklingum (36), á meðan Asíu-
þjóðir eins og Japan hafa mælst með algengið einn af
hverjum 18.500 einstaklingum (37). Algengið er
oftast metið út frá mælingum á IgA í sermi blóðgjafa
en árið 1964 var fyrst sýnt fram á IgA skort í heil-
brigðum einstaklingum. Rannsóknum ber saman unt
að algengi IgA skorts meðal blóðgjafa sé á bilinu
1:400-1:700 hjá þjóðum N-Evrópu og N-Ameríku.
Par sem blóðgjafar eru fyrst og fremst heilbrigðir,
ungir rnenn verður að teljast líklegt að algengið geti
verið hærra.
íslenskar rannsóknir á IgA skorti
Algengi IgA skorts í heilbrigðum einstaklingum hef-
ur áður verið rannsakað á Islandi. A árunum 1974-
1979 var skimað fyrir IgA skorti hjá blóðgjöfum
Blóðbankans (tafla I). Algengið mældist 1:633 sem til
þessa hefur verið notað sem algengi IgA skorts í heil-
brigðum Islendingum. I sömu rannsókn var skimað
fyrir IgA skorti hjá 704 sjúklingum og fannst einn, al-
gengið 1:704. Einnig var mælt IgA hjá 1.013 barns-
hafandi konum, sem voru resus neikvæðar og fund-
ust þrjár, algengið 1:340 (1,38).
Á árunum 1989-1992 var gerð rannsókn hér á
landi þar sem 179 ungabörn á aldrinum 18-23 mán-
aða voru valin af handahófi og meðal annars mælt
hjá þeim IgA. Þar reyndist eitt barn vera með algjör-
an skort (IgA undir 0,05 g/L), algengið 1:179 (39). Af
þessu má sjá að mikilvægt er að meta betur algengi
IgA skorts hér á landi. Ræðst það sérstaklega af því
hversu lítið ungbarnaþýðið var og hversu strangar
reglur eru um það hverjir mega gefa blóð. Einnig er
ljóst að langflestir blóðgjafar eru karlmenn. En slíkt
er mikilvægt þar sem margir sjálfsofnæmissjúkdómar
eru algengari hjá konum en körlum.
Orsakir IgA skorts
IgA skortur er oftast afleiðing stöðvunar á eðlilegri
sérhæfingu B-frumna yfir í IgA seytandi plasma-
frumur. Þetta er flókið ferli og ekki að öllu ljóst
ennþá. Meginþættir þessa ferlis eru:
1. Umbreyting forstigs B frumu (IgM+ IgD+) í eitil-
frumu sem hefur IgA mótefni á yfirborði sínu
(IgM+ IgD+ IgA+).
2. Þroskunarferli B frumu í IgA seytandi plasma-
frumu.
Til þess að þessum tveimur þroskastigum sé náð
þarf margþætt samstarf eitilfrunma og annarra sýnd-
arfrumna (antigen presenting cells, APC) að koma til
sem felst meðal annars í ræsingu nokkurra sérhæfðra
yfirborðssameinda og seytingu boðefna. Rannsóknir
benda til að einstaklingar með IgA skort virðast hafa
Tafla I. IgA-skortur á íslandi 1974-1979*.
Fjöldi Skimun IgA-skortur Algengí
Blóðgjafar Resus nei- 13.942 22 1/633
kvæðar konur 1.013 3 1/340
Sjúklingar 704 1 1/704
Samtals 15.663 26 1/602
* Niöurstööur rannsókna á IgA-skorti í íslendingum á árunum
1974-1979 (1,38).
eðlilegt magn IgA yfirborðsberandi B-frumna þann-
ig að gallinn liggur líklega í því skrefi sem kemur þar
á eftir (4,14,20,40).
Fyrri rannsóknir tengdar ónæmissvari barna hafa
leitt í ljós að mikilvægt er að öðlast sem skilvirkast
IgA slímhúðarsvar strax á unga aldri. Islensk rann-
sókn leiddi í ljós að börn sem voru með lágt IgA við
18-24 mánaða aldur voru líklegri til þess að hafa of-
næmi og þjást af eyrnabólgu (39). Jafnframt leiddu
framhaldsrannsóknir það í ljós að fjögurra ára börn
með lágt IgA í slímhúð voru lfklegri til þess að þjást
af ofnæmiskvefi og hafa jákvæða svörun á ofnæmis-
húðprófum. Því er verulega mikilvægt að auka skiln-
ing okkar bæði á útbreiðslu og tengslum IgA skorts
við kvilla sem gætu tengst ónæmisfræðilegum vanda-
málum. Er þetta sérstaklega áhugavert þar sem að
stjórnunarferli IgA myndunar er háð að minnsta
kosti bæði seytingu á TGF-p og tjáningu á CD40-
CD40L, en bæði þessi boðleiðakerfi hafa mikilvægu
hlutverki að gegna í almennri bólgusvörun. Jafn-
framt hefur verið leitt í Ijós að einstaklingar sem þjást
af CD40L skorti (Hyper IgM syndrome) geta ekki
myndað aðra mótefnaundirflokka en IgM (41).
Flokkaskiptaferlið (isotype switching) í B-frumum
er háð efnaþáttum sent losaðir eru meðal annars af
APC-frumum, T-frumum og B-frumununt sjálfum.
Galli eða skortur á TGF-þ og IL 4-5-6-10 hefur verið
athugaður sem hugsanleg orsök IgA skorts. Sýnt
hefur verið fram á marktækt lægri gildi TGF-fl í ein-
staklingum með IgA skort, en mikilvægi þess er enn
óljóst (14,19,42-50). Hugsanlegir gallar í viðtökum
þessara efna hafa einnig verið nefndir sem hugsan-
legir meinvaldar (15,18,41,51). Af þessu má vera ljóst
að líklegt verður að teljast að hjá þeim einstakling-
um, þar sem IgA skortur og ónæmismiðlaðir sjúk-
dómar fara saman, megi búast við göllum í einhverju
af ofangreindum stjórnunarferlum (mynd 2).
Erfðafrœðilegir þœttir IgA skorts: IgA skortur er í
sumum tilvikum bundinn við fjölskyldur. Þar sem
skorturinn er ekki bundinn kynjum gæti hans verið
að leita í stökkbreytingu gens, með takmarkaða
sýnd, sem erfist ríkjandi á A-litningi. I dag eru nokk-
ur genasvæði lalin vera álitlegust.
1. Á litningi 6 er Major Histocompatibility Complex
(MHC). IgA skortur hefur verið tengur ákveðn-
um HLA samsætum (haplotypes) og MHC gena-
afurðir eru taldar taka þátt í myndun IgA. Þar
Læknablaðið 2001/87 875