Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.2001, Side 16

Læknablaðið - 15.11.2001, Side 16
FRÆÐIGREINAR / IgA MÓTEFNASKORTUR Mynd 2. Þroskunarferli B frumna hefst hjá CD34+ stofnfrumum beinmergs. Gegnum áhrif ýmissa vaxt- arþátta verður til óþroskuð B-fruma (nalve) sem enn hefur ekki orðið fyrir áhrif- um mótefnavaka. Undir eðlilegum kringumstœðum er þetla þroskunarferli óháð mótefnavakarœsingu. Sérhcefður skortur á IgA er ekki talinn eiga rætur að rekja til þessa fyrsta hluta þroskunarferlisins. Nœsta þroskunarferli á sér að stœrstum hluta stað innan eitla, slímhúðar og milta (secondary lymphoid organ). Hér verður flokka- skipting (isotype switching) og rœðst hún meðal annars af mótefnavakaháðri rœs- ingu í gegnum B-frumu viðtakann. Það er á þessu stigi sem orsakir IgA-skorts er líklega að fínna*. sem MHC gen af flokki II og afurðir þeirra eru nauðsynlegar starfsemi T-hjálparfrumna og tengsl- um þeirra við B-frumur þá er rökrétt að álykta að MHC gen af flokki II geti valdið IgA skorti. Þessu til stuðnings hefur IgA skortur verið tengdur ákveðnum genum af flokki II, einkum þeim sem innihalda HLA DR DQ samsætur (52,53). Aðrar rannsóknir hafa sýnt að MHC gen af flokki III hafi sterkari tengsl við þær samsætur sem helst tengjast IgA skorti. Gen af flokki III tjá komplí- mentþættina C2 og C4 og þátt B en einnig TNF-a og TNF-(3 sem eru nauðsynleg eðlilegu mótefna- svari. Athygli vekur sú fylgni sem er á milli IgA skorts og þess að hafa brottfall eða tvöföldun í C4a geninu (54). Svæðið milli merkigena af flokki III D821/D823 og svo HLA-B8 inniheldur 21 gen, þar með talin áðurnefnd gen af flokki III, og er þetta svæði líklega það áhugaverðasta í dag (55,56). 2. A litningi 14 eru staðsett gen sem tjá óbreytanlega hluta (constant region, CH) þungu mótefnakeðj- anna. Brottfall eða tvöföldun á þessum genum geta hindrað flokkaskipti en áhugi manna á þessu svæði, sem meginorsök IgA skorts fer dvínandi (17,57,58). 3. IgA-skortur og CVID (common variable immune deficiency) hafa lengi verið þekkt afleiðing galla á litningi 18. Brottfall á stutta arminum eða langa arminum virðist oft á tíðum valda IgA skorti. Nýj- ustu rannsóknir draga þó úr hugsanlegu mikilvægi þessa litnings hvað varðar meginorsök IgA skorts (59,60). 4. Brottfall á litningi 22 getur valdið DiGeorge heil- kenni (algengi 1/3-4000). Lélegt mótefnasvar og IgA skortur er algengur meðal þessara einstak- linga, en ekki er vitað hvort það er vegna lélegrar T- frumna starfsemi eða vegna óþekkts B-frumna galla (61). Áunnar orsakir IgA skorts Mörg lyf geta valdið IgA skorti. Algengustu lyfin eru bólgueyðandi gigtarlyf og flogaveikilyf. Þannig geta súlfasalizín, gull, klórókín, karbamazepín og valpórat öll valdið IgA skorti. I um helmingi tilvika er um afturkræfanlegan skort að ræða en hjá hinum við- helst skorturinn þrátt fyrir að lyfjagjöf sé hætt. Ekki er vitað hvernig lyfin valda lækkuninni (62-64). Tímabundinn IgA skortur Yfirleitt er reglan sú að ef einstaklingur greinist með IgA skort þá er skorturinn varanlegur. Tímabundinn skortur (transient deficiency) getur átt sér stað, eins og áður sagði, við vissar lyfjagjafir en einnig er hon- um lýst hjá börnum. Hluti barna sem greinast með IgA skort eða mjög lágt IgA virðist með tímanum geta þróað eðlilegt magn IgA þrátt fyrir að gildi þeirra liggi alltaf við neðri mörk viðmiðunarmarka. Hugsanlega liggur önnur arfgerð á bak við tímabund- inn skort en varanlegan skort (39,59). Afleiðingar IgA skorts Af þeim sjúkdómum er einstaklingar með IgA skort eru hvað útsettastir fyrir eru endurteknar sýkingar, en sjálfsofnæmissjúkdómar, ofnæmissjúkdómar og krabbamein eru einnig talin tengjast IgA skorti. Ymsar rannsóknir hafa sýnt fram á, að stærsti hluti einstaklinga með IgA skort virðist einkennalaus. Margt bendir þó til þess að ef slíkum einstaklingum er fylgt eftir í lengri tíma, sé tíðni slímhúðarsýkinga og annarra fylgikvilla hærri (10,65). Talið var að af- leiðing skorts væri háð því umhverfi sem fólk lifir í og þar með því áreiti sem slímhúðin verður fyrir en svo virðist ekki vera. Gerð var rannsókn á afleiðingum IgA skorts í fátækrahverfum Brasilíu sem sýndi að um það bil tveir þriðju einstaklinga með IgA skort voru án einkenna eða svipað hlutfall og hjá þjóð- 876 Læknablaðið 2001/87

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.