Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.2001, Side 34

Læknablaðið - 15.11.2001, Side 34
FRÆÐIGREINAR / TÍÐNI KRANSÆÐASJÚKDÓMA Table VIII. Absolute number of persons aged 25-74 who died from myocardial infarc- tion (Ml) and number of Ml deaths 1998 expected from 1981 mortality figures and reduction in Ml deaths attributed to different categories. MONICA lceland Study. Men Women Total Ml deaths 1981 187 48 238 Ml deaths 1998 87 28 115 Reduction in Ml deaths 1981-1998 100 20 120 Ml deaths expected 1998 226 58 284 Adjusted reduction 1981-1998 139 30 169 Attributed to the incidence reduction 56 13 69 Attributed to the recurrence reduction 55 12 67 Attributed to the case fatality reduction 28 5 33 við ef ástand væri óbreytt frá 1981 og í þriðja lagi ald- ursleiðrétt fækkun 25-74 ára 1981-1998 ásamt út- reiknaðri fækkun dauðsfalla vegna lækkunar nýgeng- is, endurtekninga og dánarhlutfalls. Aldursleiðrétt fækkun dauðsfalla á ári vegna kransæðastflu er um 170 á tímabilinu þar af vegna lækkandi nýgengis um 70 og endurtekinna tilfella um 70. í MONICA rannsókninni var landinu skipt í þi jú svæði, Reykjavík, Árnessýslu og aðra hluta landsins. Gerður var samanburður á dánartíðni vegna krans- æðastíflu á þessum svæðum og reyndist munurinn ekki marktækur (niðurstöður ekki sýndar). Skil Dánartíðni vegna kransæðasjúkdóms var lág í byrjun síðustu aldar, fór vaxandi fram á áltunda áratuginn, slóð síðan í stað um skeið en fór að lækka upp úr 1980 og hefur lækkað jafnt og þétt síðan. Frá því um 1980 hefur nýgengi, heildartíðni og dánarhlutfall einnig lækkað jafnt og þétt. Þar til MONICA rannsóknin á íslandi hefst 1981 eru aðeins til upplýsingar um dánartíðni vegna krans- æðasjúkdóma sem byggðar eru á dánarvottorðum. Reynt hefur verið að meta gæði þessara upplýsinga (2,3). Ætla má að greiningar dánarorsaka sem byggja á niðurstöðum krufninga séu áreiðanlegri en aðrar. I grein Bjarna Þjóðleifssonar (2) kemur fram að tíðni krufninga var um 30-40% á tímabilinu 1951-1976 og að læknir hafði skoðað viðkomandi fyrir eða eftir andlát í 40-60% tilvika. Samkvæmt Heilbrigðisskýrsl- um hefur krufningatíðni verið nálægt 40% undanfarin ár. Þessi krufningatíðni er mun hærri en gengur og gerist í nágrannalöndunum. Hugsanlegt er að breyt- ingar á hinni Alþjóðlegu sjúkdóma- og dánarmeina- skrá hafi leitt til breytinga á greiningu dánarmeina. I rannsókn Vilhjálms Rafnssonar sem náði yfir tímabil- ið 1951-1985 komu þó ekki fram örugg merki um slfkt (3). Því má ætla að tölur Hagstofu íslands gefi allgott yfirlit um þróunina fyrir aldurshópa eldri en 30 ára. Skráning kransæðastíflutilfella í MONICA verk- efninu hefur frá upphafi verið undir eftirliti Alþjóða- heilbrigðisstofnunarinnar eins og að framan greinir. Einnig ber að geta þess að sömu einstaklingar hafa séð um þessa skráningu á Islandi frá upphafi. Saman- burður á MONICA greiningu og greiningu á dánar- vottorðum sem gerður hefur verið árlega hefur sýnt mjög lítið misræmi. Einn annmarki MONICA skrán- ingarinnar á Islandi er sá að skráningin er aftur- skyggn. Hugsanleg tilfelli kransæðastíflu voru fundin með útskriftargreiningum sjúkrahúsanna, lestri dán- arvottorða hvers árs og krufningaskýrslna. Líklegt er að skráningin hefði orðið enn nákvæmari ef mögu- legt hefði verið að framkvæma hana jafnóðum líkt og gert var á nokkrum MONICA stöðvum. Dánartíðni vegna kransæðastíflu fór vaxandi á fyrri hluta síðustu aldar í flestum löndum. Um 1970 fór tíðnin að lækka í nokkrum löndum, stóð í stað í öðrum en hélt áfram að vaxa í enn öðrum. Meðal kvenna fór dánartíðni raunar að lækka upp úr 1950 í nokkrum löndum meðal annars Bandaríkjunum, Kanada, Japan og nokkrum löndum í Evrópu (13). Þessi breytilega þróun varð tilefni til MONICA rann- sóknarinnar, en með henni var hugmyndin að reyna að skýra samspil áhættuþátta kransæðasjúkdóma, meðferðar við þeim, vissra félagslegra þátta og breyt- inga á tíðni kransæðastíflu. Með þessari rannsókn fengust samanburðarhæfar tölur um dánartíðni, ný- gengi og dánarhlutfall í mörgum löndum. í 37 rann- sóknarhópum í 21 landi sem fylgt var eftir í 10 ár (14) fór tíðni kransæðastíflu meðal karla minnkandi í 28 hópum en vaxandi í níu en meðal kvenna lækkandi í 22 hópum af 35 en vaxandi í 13. Mesta minnkunin á tíðni kransæðastíflu varð í Finnlandi (um 6% á ári meðal karla en um 5% meðal kvenna) en á Islandi varð hún tæplega 5% meðal karla en um 4% meðal kvenna. Aukning á tíðni kransæðastíflu varð aðallega í Austur-Evrópu en einnig á Spáni og í Kína. Dánar- hlutfall fór einnig lækkandi í flestum MONICA lönd- um. Þannig lækkaði dánarhlutfall meðal karla f 25 hópum en hækkaði í 12 en meðal kvenna lækkaði hlutfallið í 22 en hækkaði í 13. Meðal karla varð lækkun á dánarhlutfalli mest í löndum Vestur- og Norður-Evrópu en hækkun átti sér stað einkum í löndum Austur-Evrópu. Meðal kvenna varð þróunin nokkuð breytilegri meðal annars hækkaði dánarhlut- fall í Danmörku, Svíþjóð, Spáni og Frakklandi. Dánarhlutfall vegna kransæðastíflu er mjög lágt á íslandi. I samanburði á 29 rannsóknarþýðum í 18 löndum reyndist dánarhlutfall lægst meðal íslenskra karla (34,6%) en íslenskar konur voru í þriðja neðsta sæti (36,2%) (mynd 4). Rannsóknin náði yfir tímabil- ið 1985-1990 og aldursbilið var 35-64 ára (13). Hlutfall sjúklinga með kransæðastíflu sem ekki komast á sjúkrahús (dóu áður) var lægst meðal ís- lenskra karla (23,4%) en íslenskar konur voru í fjórða neðsta sæti (15,2%). Einnig er dánarhlutfall þeirra sem komast á sjúkrahús mjög lágt, meðal karla 14,7% og eru þeir í neðsta sæti þessara 29 rannsóknarhópa, en meðal kvenna var þetta hlutfall 25,1%. Hér er veruleg- ur munur á körlum og konum en þessi munur er í öfugu hlutfalli við dánarhlutfall þeirra sem ekki komast á 894 Læknablaðið 2001/87

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.