Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.2001, Side 49

Læknablaðið - 15.11.2001, Side 49
FRÆÐIGREINAR / SIÐAREGLUR LÆKNABLAÐA reynst misvísandi þar sem ekki komi fram í greinun- um hve vanmegna höfundarnir voru að stjórna rann- sóknum sem bera nafn þeirra. Þessar áhyggjur okkar urðu til þess að við höfum nýlega endurskoðað og hert á ýmsum þáttum í kaflanum um siðfræði greina- skrifa í skjalinu „Uniform Requirements for Manu- scripts Submitted to Biomedical Journals: Writing and Editing for Biomedical Publication", sem samið er af the International Committee of Medical Journal Editors [oft nefndur Vancouver-hópurinn, sjá www. ianje.org, innskot Lbl.] og mikið notað af fræðiritum sem grundvöllur ritstjórnarstefnu þeirra. Endur- skoðaði hlutinn fylgir með þessari ritstjórnargrein [ekki birt með íslensku þýðingunni, innskot Lbl.]. (Plaggið „Uniform Requirements“ er nú til endur- skoðunar í heild; endurskoðuð útgáfa ætti að liggja fyrir í ársbyrjun 2002.) Við ætlum að bæta því við kröfurnar sem gerðar eru til greinarhöfunda að þeir geri í smáatriðum grein fyrir því hvaða hlutverki þeir sjálfir og kostendur gegndu við gerð viðkomandi rannsóknar. Margir úr okkar röðum munu fara þess á leit við ábyrgðarmenn greina að þeir undirriti skjal þar sem þeir lýsa á hendur sér fullri ábyrgð á framkvæmd rannsóknarinnar, þeir hafi haft aðgang að öllum gögnum og ákvörðunarvald um birtingu niðurstaðnanna. Við erum þeirrar skoðunar að kostandi skuli hafa rétt til þess að kynna sér efni handrits í takmarkaðan tíma (til dæmis í 30 til 60 daga) fyrir birtingu svo hon- um veitist ráðrúm til að sækja um aukna einkaleyfis- vernd, telji hann nauðsyn bera til. Starfi einhver grein- arhöfunda hjá kostanda þarf í endanlegri gerð grein- arinnar að leggja mat á framlag og viðhorf hans, rétt eins og annarra höfunda, en kostandinn má hvorki með beinum né óbeinum hætti reyna að koma í veg fyrir að allar niðurstöður rannsóknarinnar séu birtar, þar með talin gögn sem kunna að vera framleiðslu- vöru hans óhagstæð. Þótt okkur sé tamast að tengja slíkt framferði við kostendur úr röðum lyfjaframleið- enda geta rannsóknir sem kostaðar eru af hinu opin- bera eða öðrum stofnunum orðið fyrir barðinu á til- raunum til ritskoðunar, einkum ef niðurstöður þeirra ganga þvert gegn ríkjandi stefnu stjómvalda. Það að vera höfundur felur í sér bæði ábyrgð og sjálfstæði. Handrit sem sent er tímariti til birtingar er eign höfundanna en ekki þess sem kostaði rannsókn- ina. Við höfum ekki áhuga á því að taka til skoðunar eða birta greinar sem byggjast á rannsóknum sem gerðar eru undir þeim formerkjum að kostandinn hafi alræðisvald yfir gögnunum og þar með vald til að birta þau ekki. Við hvetjum vísindamenn til að nota hið endurskoðaða skjal um siðfræði greinaskrifa sem viðmiðun í viðræðum um rannsóknarsamninga. Slík- ir samningar eiga að tryggja rannsakendum raun- verulegt vald yfir mótun rannsóknarinnar, aðgang að frumgögnum, ábyrgð á greiningu og túlkun upplýs- inga og rétt til birtingar - sem eru táknmynd vísinda- legs sjálfstæðis og þegar allt kemur til alls hins aka- demíska frelsis. Með því að gera kröfu um að höfund- ar fari eftir þessum endurskoðuðu reglum getum við sem ritstjórar fullvissað lesendur okkar um að höf- undar hafi gegnt veigamiklu og sannanlega sjálfstæðu hlutverki í rannsókninni sem þeir eru skrifaðir fyrir. Því aðeins geta höfundarnir staðið við þær niðurstöð- ur sem birtar eru - og það sama gildir um okkur. Frank Davidoff, MD, Editor Emeritus Annals of Internal Medicine Catherine D. DeAngelis, MD, MPH, Editor The Journal ofthe American Medical Association Jeffrey M. Drazen, MD, Editor-in-Chief The New England Journal of Medicine M. Gary Nicholls, MD, Editor The New Zealand Medical Journal John Hoey, MD, Editor Canadian Medical Association Journal Richard Horton, MD, FRCP, Editor The Lancet Liselotte Hpjgaard, MD, DMSc, Editor Ugeskrift for Lœger Sheldon Kotzin, Executive Editor MEDLINE/Index Medicus Magne Nylenna, MD, Editor-in-Chief Tidsskrift for Den norske lœgeforening John P.M. Overbeke, MD, PhD, Executive Editor Nederlands Tijdschrift voor Geneeskunde Harold C. Sox, MD, Editor Annals oflnternal Medicine Martin B. van der Weyden, MD, FRACP, Editor The Medical Journal ofAustralia Michael S. Wilkes, MD, PhD, Editor wjm, western journal ofmedicine Heimildir 1. Henderson L. More AMCs finding growth from reform. Centerwatch 2000; 7 (6): 1,10-3. 2. Kowalczyk L. Harvard, other medical schools aim to give drug firms faster pace for trials. Boston Globe 2000, July 28: C4. 3. Mathieu MP. Parexel’s pharmaceutical R&D statistical sourcebook, 1998. Waltham MA: Parexel International Corporation, 1999. 4. Rennie D. Thyroid Storm. JAMA 1997; 277:1238-43. 5. Kahn JO, Cherng DW, Mayer K, Murray H, Lagakos S, for the 806 Investigator Team. Evaluation of HIV-1 immunogen, an immunologic modifier, administered to patients infected with HIV having 300 to 549xl07L CD4 cell counts. JAMA 2000; 284:2193-202. 6. Blumenthal D, Campbell EG, Anderson MS, Causino N, Louis KS. Withholding research results in academic life science: evidence from a national survey of faculty. JAMA 1997; 277: 1224-8. Þessi þýðing er byggð á enskri útgáfu sem birtist í danska læknablaðinu (Ugeskr Læger 2001; 163:4982-5) og norskri þýðingu sem birtist í norska læknablaðinu (Tidsskr Nor Lægeforen 2001; 121:2531-2). Danska blaðið birti auk leiðarans þann hluta Vancouverreglnanna sem varða hagsmuna- árekstra (conflict of interest). Þessi skrif er hægt að nálgast á vef- slóðinni: http://www.dadlnet.dk/uf Uufl0137/v'_pZind_vp.htm Einnig er hægt að nálgast Vancouver- reglurnar í heild sinni á vefslóðinni: http://www. icmje. org íslensk þýðing: © Læknablaðið Læknablaðið 2001/87 909 L

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.