Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.2001, Qupperneq 52

Læknablaðið - 15.11.2001, Qupperneq 52
UMRÆÐA & FRÉTTIR / A F SJÓNARHÓLI STJÓRNAR LÍ Um samskipti stjórnvalda og samtaka lækna Sigurður Björnsson Sjónarmiö þau er fram koma í pistlunum Af sjónurhóli stjórnar eru höfundar hverju sinni og ber ekki aö taka sem samþykktir stjórnar LÍ. Höfundur er sérfræðingur í almennum lyflækningum og lyflækningum krabbameina. Formaöur Sérfræðingafélags íslenskra lækna og á sæti í stjórn LÍ. Fátt varð íslenzku wóðinni til meiri hagsbóta á nýliðinni öld en efling almannatryggingakerfisins. Með stofnun sjúkrasamlaga á fjórða áratugi aldar- innar var leitazt við að tryggja jafnrétti allra til lækn- isþjónustu án lillits til efnahags eða þjóðfélagsstöðu. Sjúkrasamlögin reyndust misjafnlega í stakk búin til að tryggja samlagsmönnum jafna þjónustu og því var Tryggingastofnum ríkisins sett á stofn og þar með voru réttindi allra landsmanna til heilbrigðisþjónustu jöfnuð án tillits til búsetu. Á níunda áratugnum voru sjúkrasamlögin lögð niður þannig að iðgjaldahugtak- ið hvarf smám saman úr hugum fólks og var eftir það alfarið verkefni embættismanna og stjórnmálamanna að úthluta fjármagni úr ríkissjóði til Tryggingastofn- unar. Jafnframt breyttust greiðslur til sjúkrahúsa frá því að fjármagn fylgdi verkefnum í formi daggjalda yfir í það að stjórnvöld úthlutuðu sjúkrahúsum föst- um fjárveitingum. Segja má að við það hafi fjárhags- legt starfsumhverfi sjúkrahúsanna færzt frá því að vera afkastahvetjandi yfir í að vera afkastaletjandi. Reyndin hefur orðið sú að þrátt fyrir nákvæmar og ítarlegar fjárhagsáætlanir stjórnenda sjúkrahúsa hafa fjárveitingar stjórnvalda ekki nægt til að sinna þeirri starfsemi, sem sjúkrahúsunum ber að halda uppi og því hefur á hverju ári þurft að grípa til ýmiss konar sparnaðar- og aðhaldsaðgerða, sem koma niður á þjónuslu við sjúklinga. Þetta hefur haft í för með sér fækkun læknisverka, lokun deilda, lengingu biðlista og veruleg óþægindi og oft þjáningar þeirra, sem bíða eftir þjónustu. Þessa dagana er haft eftir stjórnendum Landspítala háskólasjúkrahúss að 600- 650 milljónir króna skorti til að endar nái saman í rekstri sjúkrahússins á þessu ári og að fjárveitingar fyrir næsta ár séu naumt áætlaðar í fjárlagafrumvarpi. II Skipta má læknisþjónustu á íslandi í tvo meginþætti, grunnþjónustu og sérhæfða læknisþjónustu. Grunn- þjónustan er aðallega veitt af sérfræðingum í heimil- islækningum annarsvegar á heilsugæzlustöðvum og hinsvegar á stofum sjálfstætt starfandi heimilislækna. Sérhæfða læknisþjónustan er veitt annarsvegar á sjúkrahúsum og hinsvegar á stofum sjálfstætt starf- andi sérfræðinga utan sjúkrahúsa. Almannatrygg- ingakerfið, eða hin síðari ár ríkissjóður, hefur tekið mismikinn þátt í greiðslum fyrir læknisverk, greitt alfarið fyrir þjónustuna ef sjúklingurinn er lagður inn á sjúkrahús en greitt hluta kostnaðar ef ekki kemur til innlagnar. Taxtar fyrir læknisverk og rannsóknir vegna sjúklinga utan spítala hafa orðið til í samning- um milli Tryggingastofnunar og læknafélaganna. Stjórnvöld hafa síðan ákveðið kostnaðarhlutdeild sjúklinganna. Það kerfi, sem hér hefur stuttlega verið lýst, hefur þróazt með nokkuð góðri sátt á mörgum áratugum þótt ýmsar breytingar hafi verið umdeildar. Þá hefur heilbrigðisþjónustan orðið æ flóknari og að henni koma nú, auk lækna og hjúkrunarfræðinga, fjölda- margir starfsmenn, flestir háskólamenntaðir. Engu að síður er hlutverk læknisins óbreytt, sjúklingar leita læknis til að fá bót meina sinna. Mikilvægt er að stjórnvöld leiti allra leiða til samráðs við samtök lækna um breytingar í heilbrigðiskerfinu, þegar þær snerta starfsumhverfi lækna og aðstöðu þeirra til að sinna sjúkum. III Tilhneigingar gætir hjá embættis- og stjórnmála- mönnum í þá átt að auka miðstýringu í heilbrigð- iskerfinu. Á sama tíma stefnir flest önnur starfsemi í þjóðfélaginu í þveröfuga átt. það er til aukins frelsis og dreifstýringar í atvinnurekstri og minnkandi ríkis- afskipta. í umræðum um heilbrigðiskerfið rugla rnenn gjarnan saman almannatryggingahugtakinu, sem allir landsmenn eru sammála um að standa vörð um, og rekstrarfyrirkomulagi þjónustunnar. Það er engan veginn sjálfgefið að ríkisrekstur sé ætíð bezta rekstrarfyrirkomulagið og vel má vera að fé al- mannatrygginganna (ríkissjóðs) mætti nýta betur ef bryddað væri uppá fleiri rekstrarformum þar sem kostir fjárhagslegrar og faglegrar samkeppni fengju notið sín. IV Tvö nýleg dæmi lýsa nokkuð þróun þeirri til frekari miðstýringar, sem hér hefur verið gerð að umtalsefni. Þar á ég við reglugerð um S-merkt lyf, sem tók gildi um síðuslu áramót og áform heilbrigðisráðuneytisins um breytingar á lögum um heilbrigðisþjónustu og lögum um almannatryggingar, sem nú eru til umræðu á Alþingi og færa mjög aukið vald til ráðherra heil- brigðismála. V í Reglugerð um greiðslur almannatrygginga í lyfja- kostnaði sem tók gildi 1. janúar 2001 segir í 9. grein: „Tryggingastofnunin tekur ekki þátt í kostnaði lyfja, sem eru S-merkt í gildandi lyfjaskrám..Með reglu- gerðinni fylgdi Hsti yfir nokkur hundruð lyf, sem ein- ungis má afgreiða úr apótekum sjúkrahúsa en ekki öðrum Iyfjabúðum, þótt ætluð séu til notkunar utan sjúkrahúsa. Hér er ekki unnt að rekja efnislega inni- hald reglugerðarinnar né rökstuðning stjórnvalda og Tryggingastofnunar fyrir þeim grundvallarbreyting- um, sem reglugerðin boðar. Þær breytingar snerta einkum sjúklinga með illkynja sjúkdóma og svipta þá 912 Læknablaðið 2001/87
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.