Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 55

Læknablaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 55
UMRÆÐA & FRÉTTIR / AÐALFUNDUR LÍ Hlúum að sérstöðu og sjálfsmynd lækna Setningarræða formanns Sigurbjörns Sveinssonar Jón Kristjánsson heilbrigðismálaráðherra, aðrir gestir og fundarmenn og félagar í Læknafélagi íslands. Ég vil bjóða ykkur öll velkomin til þessa fundar sem haldinn er á 83. starfsári félagsins. Það skiptast á skin og skúrir í daglegri önn félags okkar og er þessi aðalfundur haldinn við sh'kar að- stæður. Nýlega komst LÍ að mikilvægu samkomulagi við íslenska erfðagreiningu eftir langvinn og erfið skoð- anaskipti um álitamál um hluta af starfsemi fyrirtæk- isins, umræðu, sem náð hefur um alla kima þjóð- félagsins. Samkomulag þetta er einfalt í sniðum, lætur lítið yfir sér, ef svo má að orði komast, en felur annars vegar í sér mikilvæga öryggis- og réttindabót fyrir al- menning og vísar hins vegar öðrum úrlausnarefnum í farveg, þar sem aðilar geta unnið í samneiningu að farsælli lausn ágreiningsefna án þess að í nokkru sé dreginn í efa fullveldisréttur okkar til setja okkur lög og hlýta þeim í þessum efnum. Nú er tóm til að skoða þessi mál í víðara samhengi, án streitunnar sem fylgir kappinu á skeiðvellinum og án þeirra miklu tilfinn- inga, sem fylgja gjarnan andlegunt átökum af þessum toga. Þetta er ánægjuefni. Það er líka ánægjuefni, hversu vel og fordómalaust hinn nýi heilbrigðisráð- herra hefur tekið þessu samkomulagi og tjáð sig um að hann vilji skoða það opnum huga. Það er afar mikilvægt að samkomulagi þessu sé veitt pólitískt skjól og hef ég rökstuddar ástæður til að ætla að þessi velvilji nái út fyrir veggi heilbrigðisráðuneytisins. Þessi aðalfundur er líka haldinn í skugga, skugga boðaðs frumvarps til laga um breytingar á lögum um heilbrigðisþjónustu og lögum um almannatryggingar. Margir kannast við efni þessa frumvarps frá drögum sem í hámæli komust síðastliðið vor. Að vísu hefur verið brugðist vel við ýmsum athugasemdum, sem við það voru gerðar, en það er mín skoðun að afleið- ingar þessa fyrir sjálfstæða atvinnustarfsemi lækna, ef að lögum verður, munu verða hinar sömu og lagt var upp með í upphafi. I plaggi, sem fyrir þessum fundi liggur og varðar starfsvettvang lækna segir með leyfi ykkar: „ Heilbrigðisþjónustan á íslandi er góð og skilvirk í samanburði við heilbrigðisþjónustu iðnríkja Vestur- landa. Eflitið er til annarra Evrópulanda, þá er árang- ur Islendinga meðal þess besta sem gerist, ef mœldur er með kvörðum lífslíkna við fœðingu, burðarmáls- dauða, dánartíðni og fleiri mœlitœkjum lieilbrigðis- frœðinnar. íslendingar hafa náð þessum árangri með því að verja hóflegum hluta þjóðartekna til heilbrigð- ismála í samanburði við önnur vestrœn ríki. Pað eru gömul sannindi og ný, að tilraunir til um- bóta takast illa, séu þœr þvingaðar fram án víðtœks skilnings og stuðnings þeirra sem við þœr eiga að búa. Það hefur einkennt þróun heilbrigðismála á íslandi, að þar hefur gœtt varfœrni og aðgát verið höfð við að innleiða nýjar hugmyndir og reynt að aðlaga þœr að íslensku umhverfi án þess að varpafyrir róða því, sem vel hefur reynst hér á landi. Petta er að sínu leyti hvatning til þess, að haldið verði áfram á sömu braut. “ Ég fæ ekki betur orðað eða stutt með rökum þá ósk, að þessi sjónarmið verði í heiðri höfð við setn- ingu nýrrar löggjafar um starfsumhverfi lækna. Ég fæ ekki varist þeirri hugsun, að oft sé litið á lækna og starfsemi þeirra sem sérstakt viðfangsefni eða vanda- mál, hvort sem litið er til fjárveitinga, eftirlits með því hvernig opinberu fé er varið og stöðu lækna almennt í heilbrigðisþjónustunni. Vísa ég þá ekki einvörð- ungu til stjórnmálamanna, sem vissulega eru ekki alltaf öfundsverðir af hlutskipti sínu, heldur einnig margra annarra sem læknar eiga skipti við á þessum vettvangi. Læknum er vel ljóst mikilvægi starfa sinna í heilbrigðisþjónustunni og þeir hafa mikinn og heil- brigðan metnað fyrir sína hönd. Þessi metnaður er ekki einvörðungu sjálfsmiðaður, heldur beinist fyrst og fremst að viðfangsefnunum og nærir árangur í starfi og hvetur þá til að ná þeim markmiðum sem þjóðfélagið hefur sett góðri heilbrigðisþjónustu. Að þessum metnaði og að sérstöðu lækna og sjálfsmynd þeirra á að hlúa, hvort sem er með læknalögum eða annarri löggjöf sem varðar starfsvettvang þeirra. Læknablaðið 2001/87 915
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.