Læknablaðið - 15.11.2001, Síða 57
UMRÆÐA & FRÉTTIR / AÐALFUNDUR LÍ
Að lokum vil ég þakka Jóni Kristjánssyni kærlega
fyrir að þiggja boð okkar um að koma á fundinn og
ávarpa okkur. Jón tekur við af heilbrigðisráðherra,
sem setið hefur lengur en nokkur annar og rak ráðu-
neytið hraustlega og með myndarbrag. Ég hef orðið
þess aðnjótandi að eiga samræður við hinn nýja ráð-
herra nokkrum sinnum vegna málefna lækna og heil-
brigðisþjónustunnar og á grundvelli þeirra kynna
hlakka ég til frekara samstarfs við hann og ráðuneyti
hans, það er ef fundur þessi gefur mér þá umboð til
þess. Það er ekkert sjálfsagt að allir séu á eitt sáttir,
þegar vélað er um mikilvæg málefni sem varða heill
alþjóðar og ráðstöfun stórs hluta tekna hennar, en
það er sjálfsagt að samkipti, sem leiða eiga til farsælla
ákvarðana, séu streitulaus og vörðuð gagnkvæmri
virðingu.
Aðalfimdur Lœknafélags íslands er settur.
Með þessum orðum vil ég bjóða ráðherranum
stólinn, þennan stól, sem Sighvatur gaf en Ingibjörg
færði.
Um yfirlýsingu LÍ
Pað er hefð, að aðalfundir LI sendi frá sér ályktanir
um málefni, sem efst eru á baugi í þjóðfélaginu
hverju sinni og varða heilbrigðisþjónustuna eða þá
sjálfa. Þessar ályktanir eru gjarnan hnitmiðaðar og
koma beint að efninu. Þær hafa orðið til úr tillögum
en þeim hafa gjarnan fylgt ítarlegar greinargerðir,
sem eru gleymdar að loknum aðalfundi. Hefur þar
oft farið margur fróðleikur og gullkorn í glatkist-
una.
Þessi yfirlýsing er byggð á tillögu stjórnar LÍ,
sem ákvað að gera svolitla æfingu með annað form
og tók aðalfundurinn síðasti því erindi vel. Þetta
form krefst hins vegar vandaðri undirbúnings og
jafnvel þess að tillögur séu unnar á milli aðalfunda
eða formannafunda og aðalfunda. Það verður for-
vitnilegt að fylgjast með því, hvort þetta form eigi
framtíð fyrir sér hjá okkur, en vinna með þessum
hætti er alsiða hjá alþjóðasamtökum.
SlGURBJÖRN SVEINSSON
Yfirlýsing Læknafélags íslands
um starfsumhverfi lækna
Samþykkt á aðalfundi Læknafélags íslands í Kópa-
vogi 12.-13. október 2001
Inngangur
Heilbrigðisþjónustan á íslandi er góð og skilvirk í
samanburði við heilbrigðisþjónustu iðnríkja Vest-
urlanda. Ef litið er til annarra Evrópulanda. þá er
árangur fslendinga meðal þess besta sem gerist, ef
mældur er með kvörðum lífslíkna við fæðingu,
burðarmálsdauða, dánartíðni og fleiri mælitækjum
heilbrigðisfræðinnar. íslendingar hafa náð þessum
árangri með því að verja hóflegum hluta þjóðar-
tekna til heilbrigðismála í samanburði við önnur
vestræn ríki.
Það eru gömul sannindi og ný, að tilraunir til
umbóta takast illa, séu þær þvingaðar fram án víð-
tæks skilnings og stuðnings þeirra, sem við þær eiga
að búa. Það hefur einkennt þróun heilbrigðismála á
fslandi, að þar hefur gætt varfærni og aðgát verið
höfð við að innleiða nýjar hugmyndir og reynt að
aðlaga þær að íslensku umhverfi án þess að varpa
fyrir róða því, sem vel hefur reynst hér á landi.
Þetta er að sínu leyti hvatning til þess, að haldið
verði áfram á sömu braut.
Forsendur
Aðalfundur Læknafélags fslands, haldinn í Kópa-
vogi dagana 12. og 13. október 2001, vill benda á, að
starf læknisins er burðarás í íslenska heilbrigðiskerf-
inu. Því er veigamikið að nám og starfsumhverfi
lækna þróist áfram í ljósi þess, sem reynslan hefur
kennt og hvetji þá til að tileinka sér þær nýjungar,
sem til framfara horfa og jafnframt til að skila þeim
afköstum, sem geta þeirra og þrek leyfir til hagsbóta
fyrir alþýðu.
Því er það skoðun Læknafélags íslands
og í ljósi samþykkta aðalfunda þessa síðustu tvo
áratugi
- að mikilvægt sé að framhaldsnám lækna á íslandi
verði eflt, en jafnframt að hlutast verði til um að
þeir geti aukið við menntun sína í sem flestum
löndum austan hafs og vestan eins og verið
hefur.
- að kjörum sjúkrahúslækna verði þannig hagað
að þeir geti helgað sig vinnu, kennslu og rann-
sóknum á sjúkrastofnunum.
- að læknar séu frjálsir að því að stunda lækningar
í eigin atvinnurekstri utan sem innan sjúkra-
stofnana án annarra takmarkana en þeirra, sem
faglegar kröfur eða samningar við stjórnendur
stofnana leyfa. Grundvöllur þessa er, að sjúkra-
tryggðir njóti jafnræðis, hvort sem þeir fá læknis-
þjónustu á sjúkrahúsi eða utan þess og njóti
tryggingaverndar Tryggingastofnunar ríkisins.
- að læknar njóti jafnræðis á vinnumarkaði og í at-
vinnurekstri og að ákveðnar sérgreinar læknis-
fræðinnar svo sem heimilislækningar séu ekki
nánast útilokaðar frá verktöku fyrir sjúkratrygg-
ingarnar eins og nú er raunin.
- að læknar lúti einungis ákvörðunum lækna,
þegar til faglegrar stjórnunar kemur.
- að gerðar séu sanngjarnar kröfur til vinnufram-
lags og vinnutíma lækna.
Læknablaðið 2001/87 917