Læknablaðið - 15.11.2001, Page 67
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FRAMTÍÐ LANDSPÍTALA
Um þetta stendur valiö og þó aðallega tvo síðast-
töldu kostina því flestir virðast vera á því að nýbygg-
ing sé ekki fýsilegur kostur, hún sé svo dýr og taki allt
of langan tíma. Fjórði möguleikinn hefur raunar ver-
ið nefndur sem er sá að spítalinn starfi áfram bæði á
Flringbraut og í Fossvogi en hann á sér fáa formæl-
endur. Flestir telja einsýnt að spítalinn verði að vera
á einum stað, ekki síst í Ijósi þess að flestir sjúklingar
þurfa á þjónustu fleiri en einnar sérgreinar að halda
og oft getur verið miklum erfiðleikum bundið að
flytja þá langar leiðir.
Pað eru líka allir sammála um að þessari bið eflir
ákvörðun um framtíðarstaðsetningu sjúkrahússins
verði að linna sem fyrst. Sífelld biðstaða reynir á þol-
rifin í starfsfólki og óvissan kemur niður á starfsanda,
afköstum og vellíðan starfsfólks og sjúklinga. Enda-
lausar bráðabirgðalausnir á aðsteðjandi húsnæðis-
vanda deilda og sérgreina eru heldur ekki til þess
fallnar að bæta ástandið, svo ekki sé minnst á þann
kostnað sem af slíkum hringlanda hlýst.
„Húsasóttin“ í rénun
Læknar og annað starfsfólk hefur löngum skipst í
tvær fylkingar milli Fossvogs og Hringbrautar og hafa
menn gjarnan tekið afstöðu með sínum vinnustað.
Hefur á stundum kveðið svo rammt að þessu að
menn eru sagðir hafa tekið illvíga „húsasótt". í blöð-
um hefur mátt lesa greinar eftir lækna og aðra starfs-
menn þar sem þeir tíunda kosti „síns húss".
Nú virðast þessar fylkingar vera að riðlast því
skipulags- og þróunarnefnd læknaráðs Landspítala
sem skipuð er tveimur læknum úr Fossvogi og tveim-
ur af Hringbraut hefur tekið af skarið og lagt til að
framtíðaruppbygging sjúkrahússins verði við Hring-
braut. Bjarni Torfason er formaður nefndarinnar en
aðrir nefndarmenn eru Árni V. Þórsson, Runólfur
Pálsson og Sigurður Ólafsson.
Bjarni segir að sameining sjúkrahúsanna hafi ver-
ið gæfuspor en að það hafi bara verið fyrsta skrefið í
átt að markmiðinu sem hljóti að vera eitt, öflugt og
vel starfandi sjúkrahús. „Það er mjög mikilvægt að
slíkt sjúkrahús sé á háskólasvæðinu og þar með í
tengslum við uppbyggingu akademískrar þjónustu.
Hér er gömul hefð fyrir sjúkrahúsi, nægt rými, fallegt
bæjarstæði og áform uppi hjá borginni um góðar um-
ferðartengingar. Hér er talsvert af þokkalegu hús-
næði sem má nýta, barnaspítalinn er á byggingarstigi
og það verður ekki hætt við hann. Við þetta má bæta
því að víða um heim hefur sú stefna rutt sér til rúms
að betra sé að hafa sjúkrahúsin í miðborgum en í út-
hverfum. Þetta er stærsti vinnustaður landsins og
hann þarf ýmsa þjónustu sem er að hafa í miðbænum
auk þess sem hann gefur miðbænum mikið líf með
öllu þessu starfsfólki og þeirri þjónustu sem sjúkra-
húsið hefur upp á að bjóða. Hér er nóg pláss og ljóst
að flugvöllurinn fer einhvern tímann eða að það
verður þrengt að honum. Þegar það gerist mun há-
skólasvæðið flæða hingað að spítalasvæðinu."
- Var ekkert erfitt að sætta sjónarmið lækna á báð-
um stöðum?
„Nei, þessi húsasótt sem talað er um er í rénun. Ég
held að þeir séu afar fáir sem eru svo bundnir húsinu
sem þeir vinna í að þeir geti ekki hugsað sér að flytja.
Auk þess vinna flestir læknar á báðum stöðum, eink-
um núna eftir sameiningu spítalanna. Læknar eru
sammála um að mikilvægast sé að taka ákvörðun sem
fyrst um framtíðarstaðsetninguna og þeir eru tilbúnir
að taka þeirri niðurstöðu sem út úr því kemur, hver
svo sem hún verður því allir möguleikarnir hafa sína
kosti og sína galla.“
Einkennileg tímasetning ákvörðunar
Hver sem niðurstaðan verður um staðsetninguna
þá liggur ljóst fyrir að sjúkrahúsið verður starfrækt á
tveimur og raunar fleiri stöðum næstu árin. I ljósi þess
tók stjórnarnefnd Landspítala ákvörðun um samein-
Lóö Landspítala eins og
hún gæti litið út eftir
flutning Hringbrautar til
suðurs. Spítalinn á tilkall
til lóðarinnar umhverfis
Læknagarð og einnig
sunnan hinnar nýju Hring-
brautar (þar sem moidar-
flagið er lengst til vinstri á
myndinni). Pá gera stjórn-
endur spítalans sér vonir
um að í framtlðinni gœti
spítalinn einnig fengið lóð-
ina sem Umferðarmiðstöð-
in stendur á og jafnvel
einnig spilduna handan
nýju Hringbrautarinnar
þarfyrirsunnan. (Mynd
unnin fyrir skrifstofu borg-
arverkfræðings.)
Læknablaðið 2001/87 927