Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.2001, Side 69

Læknablaðið - 15.11.2001, Side 69
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FRAMTÍÐ LANDSPÍTALA ingu sérgreina og tilflutning deilda um miðjan sept- ember. Um þá ákvörðun eru skiptar skoðanir, ekki kannski endilega innihald hennar heldur frekar tíma- setningu. Hvað finnst Bjarna um þessa ákvörðun? „Þessi milliskref sem nú er verið að stíga eru dá- lítið varasöm. Það er mjög vandmeðfarið að flytja sérgreinar milli húsa í þessari biðstöðu sem nú er uppi. Þegar verið er að taka ákvörðun um flutning til- tekinnar sérgreinar verður að athuga vel hverjar eru samstarfssérgreinar hennar svo að samstarfið eflist frekar en hitt. Meðferð sjúklinga krefst þess oftast að fleiri en ein sérgrein komi þar við sögu.“ - Er ekki verið að taka ákvarðarnir í vitlausri röð þegar ákveðið er að flytja sérgreinar örfáum mán- uðum áður en endanleg ákvörðun um framtíðarstað- setningu spítalans verður tekin? „Jú, mikilvægast er að taka ákvörðun um fram- tíðarstaðsetningu sjúkrahússins fyrst og haga svo flutningi sérgreina í samræmi við hana. Það er vont að vera að flytja sérgreinar að óþörfu því þær bíða yfirleitt skaða við flutning, það kemst rót á starfs- fólkið, afköstin minnka og starfsemin truflast. Auð- vitað er sjálfsagt að flytja deildir ef það er gert til frambúðar og taka á sig þá erfiðleika sem því fylgja, en ekki að gera það að óþörfu." Úrelt og staðnað skipulag Þótt ákvörðun um staðsetninguna liggi fyrir er heil- mikið verk óunnið við uppbyggingu sjúkrahússins. Það þarf að koma sköpulagi á krógann ef svo má segja. Nú er spítalanum skipt upp í níu svið en undir sviðin falla mismargar deildir. Um þetta skipulag hafa tveir samnefndarmenn Bjarna, lyflæknamir Runólfur Pálsson sem starfar á Hringbraut og Sig- urður Ólafsson í Fossvogi, fjallað í greinargerð þar sem þeir finna því ýmislegt til foráttu. Þróun undan- farinna ára blasir þannig við þeim: „Núverandi skipulag beggja sjúkrahúsa er staðn- að og í raun úrelt. Uppbygging og stjórnskipulag lækninga við sjúkrahúsin tvö er að mörgu leyti barn þess tíma þegar starfsemin byggðist fyrst og fremst á legudeildarþjónustu. Þá var nær öll starfsemi sér- greina tengd ákveðinni sjúkradeild og starfseminni stjórnað frá henni. A síðustu áratugum hafa orðið stórfelldar breytingar á læknisþjónustu sjúkrahús- anna. Aukin læknisfræðileg þekking og tæknivæðing hefur leitt til vaxandi sérhæfingar og fleiri rannsókn- ar- og meðferðarmöguleika. Legudeildir sjúkrahús- anna eru ekki lengur sú þungamiðja starfseminnar sem áður var. Starfsemi hverrar sérgreinar er orðin miklu dreifðari og nær til margvíslegra annarra þátta, s.s. göngudeildar- og dagdeildarþjónustu, ráðgjafar- þjónustu innan sjúkrahúss og utan og fjölbreyttra klínískra þjónusturannsókna auk akademískra starfa. Jafnframt hefur orðið aukin sérhæfing innan einstakra sérgreina sem oft á tíðum krefst sérþjálf- unar viðkomandi lækna. Loks hefur vísindastarfsemi stóraukist og samtímis hefur verið krafa um mark- vissari kennslu og þjálfun læknanema og unglækna. Skipulag lækningaþáttar á sjúkrahúsunum tveim- ur hefur ekki þróast í takt við ofangreindar breyting- ar og hefur á undanfömum árum í raun staðið í vegi fyrir framþróun og uppbyggingu sérgreina læknis- fræðinnar.“ Vegna þessa úrelta skipulags búa sérgreinar eða skorir við aðstöðuleysi, þær hafa fæstar skrifstofur og ekki heldur sjálfstæða ritaraþjónustu. Aðstaða til kennslu og vísindastarfa er af skomum skammti sem gerir sérgreinunum illmögulegt að sinna háskólahlut- verki sínu. Lóð Landspítala í Foss- vogi er stór og rúmgóð. Hugmyndir arkitekta gera ráð fyrir því að mest verði byggt ofan við núverandi sjúkrahús (meðfram Álandi) en einnig vestan Háaleitisbrautar. Ljósm. Mats Wibe Lund. Óvissa um stöðu yfirlækna Þeir Runólfur og Sigurður segja mjög misjafnt hvernig sérgreinum sviðanna sé fyrir komið. „Þessi skipting er reyndar nokkuð vel á veg komin á lyf- lækningasviðum, handlækningasviði og kvennasviði en síður annars staðar. Vissulega er sérhæfing fyrir hendi á barnasviði og geðsviði en skiptingu í sér- greinar vantar á þessum stóru sviðum í skipurit sjúkrahússins því þær þurfa á forystu sérfræðinga við- komandi greina að halda.“ Þarna er komið að kjarna málsins sem er sá að vegna hins úrelta skipulags er forysta lækna fyrir sér- greinunum ekki eins markviss og hún þyrfti að vera. Þeir félagar nefna sem dæmi að staða yfirlækna sé fremur óviss því þótt lög um heilbrigðisþjónustu taki af öll tvímæli um forystuhlutverk þeirra þá skorti til- finnanlega nánari skilgreiningu á hvað það felur í sér og hver ábyrgð þeirra og skyldur séu. „Yfirlæknar hafa gjarnan verið skipaðir yfir einstaka spítalaganga eða afmarkaðar þjónustueiningar fremur en sem leiðtogar sérgreina. Það þarf að tryggja að yfirlæknar séu þeir forystumenn sem lögin gera ráð fyrir því fag- leg forysta lækna er lykilþáttur í þróun og starfsemi háskólasjúkrahúss," segir í greinargerð þeirra félaga. Þeir ganga lengra en að lýsa ástandinu því þeir setja einnig fram tillögur um breytta skipan. Megin- inntak tillagna þeirra er að sjálfstæði sérgreinanna innan hvers sviðs verði aukið og þeim gert kleift að Læknablaðið 2001/87 929

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.