Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.2001, Side 77

Læknablaðið - 15.11.2001, Side 77
Samþykkt var að halda næsta ársfund samtakanna í Nýju Delí 2.-6. maí 2002 sem þýðir að það ár verða tveir ársfundir, sá síðari um haustið í Washington DC. Nýr forseti tók við, Enrice Accorsi frá Chile, og nýtur hann víðtæks stuðnings og virðingar. Samtökin verða hins vegar ekki með neinn „tilvonandi“ forseta (president elect) fram að næsta ársfundi. Fyrir liggja fjögur fram- boð til næsta forseta og það sem er óvana- legt er að tvö framboðin eru frá Norður- löndunum, Svíþjóð og Finnlandi. LÍ hefur þegar lýst yfir stuðningi við dr. Anders Milton frá Svíþjóð, enda veitti hann félag- inu mikinn siðferðislegan stuðning í gagna- grunnsmálinu þegar hann var formaður stjórnar samtakanna, en af því lét hann síð- astliðið vor. Hann á einnig vísan stuðning Dana og Norðmanna. Dreifibréf landlæknisembættisins nr. 7/2001 Tílkynning frá sóttvarnalækni Bólusetning gegn inflúensu Alþjóðaheilbrigðisstofnunin ráðleggur að inflúensubóluefni á norðurhveli fyrir tímabilið 2001-2002 innihaldi eftirtalda stofna (WHO Weekly Epidemiological Record, 2001; 76(8); 58-61); A/Moskvu/10/99 (H3N2) - lík veira* A/Nýju Caledoniu/20/99 (HlNl) - lík veira B/Sichuan/379/99 - lík vcira** * A/Panama/2007/99 stofn er A/Moskvu/10/99 - lík veira ** B/Jóhannesborgar/5/99 og B/Viktoríu/504/2000 stofn eru B/Sichuan/379/99 - líkar veirur sem hafa verið notaðar í framleiðslu inflúensubóluefna. Hverja á að bólusetja? Alla einstaklinga eldri en 60 ára. Öll böm og fullorðna sem þjást af lang- vinnum hjarta-, lungna- nýrna- og lifrar- sjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdóm- um og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum. Starfsfólk heilbrigðisþjónustu og aðra þá sem daglega annast fólk með aukna áhættu. Brýnt er að bólusetningu ljúki eigi síðar en í nóvemberlok. Frábendingar Ofnæmi gegn eggjum, formalíni eða kvikasilfri. Bráðir smitsjúkdómar. Bólusetning gegn pneumókokkasýkingum Sóttvamalæknir vill einnig minna á bólu- setningar gegn pneumókokkasýkingum á 10 ára fresti til handa öllum þeim sem eru eldri en 60 ára og á fimm ára fresti fyrir einstaklinga sem eru í sérstökum áhættu- hópum. Lyfseðlar fyrir lyf án markaðsleyfis (Undanþágueyðublöð) Ný lyfseðilseyðublöð fyrir lyf án markaðs- leyfis tóku gildi með reglugerð nr. 111/2001 um gerð lyfseðla og ávísun lyfja, þann 1. apríl síðastliðinn. Vegna tafa í prentun voru þessi nýju eyðublöð ekki til hjá Lyfjastofn- un fyrr en í byrjun júní. Lyfjastofnun hefur því ákveðið að taka við eldri gerðum eyðu- blaða til 1. janúar 2002. Ef sækja á um greiðsluþátttöku Tryggingastofnunar ríkis- ins í óskráðum lyfjum er þó eingöngu hægt að nota nýju eyðublöðin. Lyfjastofnun hefur einnig ákveðið að frá og með 1. nóvember næstkomandi verði eyðublöðin eingöngu seld læknum, læknastofum og sjúkrahúsum í samræmi við reglur sem gilda um sölu á öðrum lyf- seðilseyðublöðum. Þeim tilmælum hefur verið beint til apóteka að þau verði lækn- um innan handar og veiti þeim upplýsing- ar varðandi óskráð lyf (ATC-flokkur, innflytjandi, framleiðandi og fleira). Vel útfyllt eyðublöð auðvelda umfjöllun Lyfjastofnunar um umsóknina og loka- frágang hennar. Fréttatilkynning frá Lyfjastofnun

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.