Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2001, Síða 80

Læknablaðið - 15.11.2001, Síða 80
UMR/EÐA & FRETTIR / TIL ASKRIFENDA Áskrifendur Læknablaðsins eru vinsamlega beðnir að tilkynna aðsetursskipti. Tilkynnið breytingar á heimilisfangi í síma 564 4104 eða í netfang: ragnh@icemed.is Við flutning til útlanda Við flutning til útlanda fellur niður áskrift að Læknablaðinu sem greidd er með félagsgjöldum til LÍ. Læknar sem vilja halda áskrift að blaðinu þurfa að æskja þess sérstaklega. Áskriftar- gjald er kr. 6.000 án virðisaukaskatts og ber að greiða fyrirfram. Sími vegna áskriftar Læknablaðsins er 564 4104; netfang: ragnh@icemed. is INNÖNDUNARDUFT, R 03 A K (Sérlyfjaskrártexti og heimildaskrá) Innihaldslýsing: Hver skammtur inniheldur: Budesonidum INN 160 míkróg og Formoterolum INN, fúmarat tvíhýdrat, samsvarandi Formoterolum INN 4,5 míkróg og Lactosum. Ábendingar: Til reglulegrar meðferðar á astma þegar samsett lyfjameðferð (barkstori til innöndunar og langvirkur betaörvi) á viö þegar ekki næst full stjórn á sjúkdómnum með barkstera til innöndunar og stuttverkandi beta2-örva til innöndunar eftir þörfum, eða þegar full stjóm hefur náöst á sjúkdómnum með bæði barkstera til innöndunar og langverkandi beta2-örva. Skammtar og lyfjagjöf: Lyfið er ekki ætlað til upphafsmeöferöar á astma. Skömmtun virku efnanna í lyfinu er einstaklingsbundin og henni á aö breyta til samræmis við alvarleika sjúkdómsins. Skammti skal breyta að lægsta skammti sem heldur einkennum sjúkdómsins niöri. Skammtastærðir handa fullorðnum: 1 -2 innandanir tvisvar sinnum á sólarhring. Venjulega þegar stjóm á einkennum hefur náðst með gjöf lyfsins tvisvar sinnum á sólarhring, getur skammtaminnkun að lægsta virka skammti leitt til þess að unnt verði að gefa lyfiö einu sinni á sólarhring. Skammtastærðir handa börnum (yngri en 12 ára): Lyfiö er ekki ráðlagt bömum yngri en 12 ára. Sérstakir sjúklingahópar: Ekki þarf að breyta skömmtum hjá öldruöum. Frábendingar: Ofnæmi fyrir búdesónlði, formóteróli eða innönduöum mjólkursykri. Vamaðarorð og varúðarreglur: Ráölagt er að minnka skammta smám saman þegar meðferð er hætt. Ef sjúklingur telur aö meöferö skili ekki viöunandi árangri eða að hann þurfi meira en núverandi skömmtun samsetts lyfs, veröur hann aö leita læknis. Aukin notkun berkjuvíkkandi lyfs í bráöatilvikum (rescue bronichodilatores) bendir til versnunar á undirtiggjandi ástandi og krefst endurmats á astmameðferðinni. Skyndileg og áframhaldandi versnun á stjórn astma getur veriö lífshættuleg og brýnt er aö endurmeta meðferöina. f slíkum tilvikum skal hafa í huga þörf á aukinni meöferö meö barksterum eða hvort gefa þurfi að auki bólgueyðandi lyf til inntöku, eins og kúr með barksterum eöa sýklalyfjameðferð ef sýking er til staðar. Almenn einkenni geta komið fram við notkun hvaða barkstera til innöndunar sem er, sérstaklega viö stóra skammta sem eru gefnir til langs tlma. Þessar verkanir koma miklu síður fram við meöferö til innöndunar heldur en þegar barksterar eru teknir inn. Hugsanlegar almennar verkanir eru m.a. bæling nýrnahettna, seinkun á vexti hjá bömum og unglingum, minnkun á beinþóttni, vagl á auga og gláka. Það er þess vegna mikilvægt að skammtur af innönduðum barksterum só sá minnsti sem heldur einkennum niðri. Lyfið á að gefa með varúö sjúklingum með ofstarfsemi skjaldkirtils, krómfíklaæxli (phaeochromocytoma), sykursýki, ómeðhöndlaðan kalíumskort, hjartavöðvakvilla með þrengingum og hjartavöðvastækkun (hypertrophic obstructive cardiomyopathy), sjálfvakin neðanósæðarþrengsli (idiopathic subvalvular aortic stenosis), alvarlegan háþrýsting, slagæöagúlp eða aðra alvarlega hjarta- og æðasjúkdóma, eins og blóðþurrðarhjartasjúkdóm, hraösláttartruflanir eða alvarlega hjartabilun. Hætta á alvarlegum kalíumskorti er hugsanleg eftir stóra skammta af beta2-örvum. Samtímis meðferð með lyfjum sem geta valdiö kalíumskorti getur aukið möguleikann á blóðkalíumlækkandi verkun við stórra skammta af beta2-örvum. Sérstök varúð er ráðlögð við bráðan alvarlegan astma þar sem vefildisskortur getur aukið hættuna. Blóðkalíumlækkandi áhrif geta aukist við samtímis gjöf xantín-afleiöa, stera og þvagræsilyfja. Ráðlagt er að fylgjast með þéttni kalíums í sermi við meðferö á bráöum alvarlegum astma. Eins og við á um alla beta2-örva. ætti að hafa f huga að auka tíðni blóðsykursmælinga hjá sykursjúkum. Lyfið inniheldur mjólkursykur (<1 mg/innöndun). Þetta magn hefur venjulega ekki vandamál í för með sér hjá einstaklingum með mjólkursykuróþol. Milliverkanir við lyf og annað: Milliverkanir vegna lyfjahvarfa: Ketókónazól 200 mg einu sinni á dag sexfaldaöi að meðaltali plasmagildi búdesóníðs (einn 3 mg skammtur) sem gefiö var samtfmis. Milliverkanir vegna lyfhrifa: Betablokkar geta dregið úr eða hamlað verkun formóteróls. Lyfið skal því ekki gefa samtímis betablokka (þ.m.t. augndropum) nema brýna nauösyn beri til. Meðganga og brjóstagjöf: Engar klínískar upplýsingar liggja fyrir um notkun lyfsins eða samtímis meöferðar með formóteróli og búdesóníði á meðgöngu. Fullnægjandi upplýsingar um notkun formóteróls hjá þunguðum konum liggja ekki fyrir. Upplýsingar benda ekki til aukinnar hættu á vansköpun vegna notkunar búdesóníös til innöndunar. Á meögöngu ætti einungis aö nota lyfið þegar væntanlegur ávinningur vegur þyngra en hugsanleg hætta. Nota ætti lægsta skammt af búdesónfði sem gefur viöunandi stjóm á astma. Ekki er vitaö hvort formóteról og búdesóníð berast í brjóstamjólk. Eingöngu ætti að gefa konum með bam á brjósti lyfiö ef væntanlegur ávinningur móður er talinn meiri en hugsanleg hætta fyrir barnið. Aukaverkanir: Algengar (>1/100): Miðtaugakerfi: Höfuöverkur. Hjarta- og æðakerfi: Hjartsláttarköst. Stoðkerfi: Skjálfti. Öndunarvegur: Sveppasýkingar í munni og koki, væg erting í hálsi, hósti, hæsi. Sjaldgæfar (0,1-1%): Hjarta- og æöakerfi: Hraöur hjartsláttur. Stoðkerfi: Vöðvakrampar. Miðtaugakerfi: Æsingur, eirðarleysi, taugaveiklun, ógleði, sundl, svefntruflanir. Mjög sjaldgæfar (<1/1.000): Húð: Útbrot, ofsakláöi, kláði. öndunarvegur: Berkjukrampi. Afar sjaldgæfar aukaverkanir, þar af geta sumar verið alvarlegar eru m.a.: Búdesónið: Geöræn einkenni eins og depurð, hegðunartruflanir (aðallega hjá bömum), merki og einkenni um almenna barkstera verkun (þ.m.t. vanstarfsemi nýmahettna), snemm- eða síðkomið ofnæmi (þ.m.t. húöbólga, ofsabjúgur og berkjukrampi), marblettir. Formóteról: Hjartaöng, blóðsykurshækkun, truflanir á bragðskyni, breytingar á blóöþrýstingi. Ofskömmtun: Ofskömmtun formóteróls myndi Ifklega valda verkunum sem eru einkennandi fyrir beta2-adrenvirka örva: skjálfti, hðfuöverkur, hjartsláttarköst og hraður hjartsláttur. Lágþrýstingur, efnaskiptablóðsýring, kalíumskortur og blóðsykurshækkun geta einnig komiö fram. Bráð ofskömmtun með búdesóníði, jafnvel í stórum skömmtum, er ekki talió klínískt vandamál. Lyfhrif: Lyfið inniheldur formóteról og búdesóníð. Verkunarmáti þessara efna er mismunandi, en þau hafa samleggjandi verkun við að draga úr versnun astma. Upplýsingar um verkunarhátt hvors lyfjaefnis um sig eru hér á eftir. Búdesóníð: Búdesóníö gefið til innöndunar í ráölögöum skömmtum hefur barkstera bólgueyöandi verkun í lungum sem dregur úr einkennum og versnun astma og hefur minni aukaverkanir í för með sér en þegar barksterar eru gefnir óstaðbundið. Nákvæmur verkunarháttur þessara bólgueyðandi áhrifa er óþekktur. Formóteról: Formóteról er sértækur beta2-adrenvirkur ðrvi sem veldur slökun á slóttum vöðvum íberkjum hjá sjúklingum meö tímabundna teppu (öndunarvegum. Berkjuvíkkun hefst fljótt, innan 1-3 m(n. eftir innöndun og verkunarlengd er 12 klst. eftir einn skammt. Pakkningar og hámarksverð: Symbicort Turbuhaler: Innöndunarduft 160/4,5 míkróg/innöndun: 120 skammtar: 9.670 kr., 360 skammtar (3 x 120): 26.296 kr. Afgreiðslutilhögun: Lyfið er lyfseðilskylt. Greiðsluþátttaka: B. Maí 2001. Heimildaskrá: 1. Palmqvist M, Arvidsson P, Beckman O, Peterson S, Lötvall H. Onset of bronchodilation of budesonide/formoterol vs salmeterol/fluticasone in single inhalers. Pulm Pharmacol Ther (2001) 14,29-34 2. Zetterström O, Buhl R, H Mellem, Perpiná M, Hadman J, O'Neill S, Ekström T. Symbicort (budesonide and formoterol in a single inhaler) improves asthma control compared with budesonide alone; a randomised controlled study. ERJ 2001 (in press). 3. Bateman ED, Bantje TA, Gomes M Joao, Toumbis M, Huber R, Eliraz A, Pettersson E. Symbicort (budesonide and formoterol in a single inhaler) is more effective treatment than fluticasone in asthma patients. ATS 2001. 4. Lalloo UG, Malolepszy J, Kozma D, Krofta K, Ankerst J, Johansen B, Thomson NC. Low-dose Symbicort® (budesonide/formoterol) is more effective than double-dose inhaled corticosteroid in mild asthma. Allergy Clin Immunol Int 2000 (Suppl 2):122. 5. Vermeulen JH, Simon G, Tal A, Vit P, Cobos N, Everara ML. de Boeck C, Peterson S. Improved lung function and rapid control achieved with the new single inhaler product containing both budesonide and formoterol in asthmatic children aged 4-17 years. Eur Respir J 2000; 16 (Suppl 31):384s. Markaðsleyfishafi: AstraZeneca A/S, Albertslund, Danmark. Umboð a íslandi: Pharmaco hf., Hörgatúni 2, Garðabæ. Nánari upplýsingar er að finna í Sérlyfjaskrá Symbicort Turbuhaler 940 Læknablaðið 2001/87
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.