Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.2001, Side 90

Læknablaðið - 15.11.2001, Side 90
STYRKIR / LÆKNADAGAR / ÞING Vísindasjóður Félags íslenskra heimilislækna Umsóknir um vísindastyrki fyrir haustúthlutun 2001 þurfa að berast sjóðnum fyrir 25. nóvember og séu stílaðar á undirritaðan. Umsóknum ber að skila á þar til gerðum eyðublöðum ásamt rannsóknar- og fjárhagsáætlunum. Hægt er að sækja eyðublöðin og sjá lög Vísindasjóðsins á heimasíðu FÍH: http://www.heimilislaeknar.is Fyrir hönd stjórnar Vísindasjóðs FÍH Þórir B. Kolbeinsson formaður Þrúðvangur 22, 850 Hella Netfang: thorbk@vortex.is Læknadagar 2002 Árlegir fræðsludagar framhaldsmenntunarráðs læknadeildar og Fræðslustofnunar lækna verða 14.-18. janúar 2002. Dagskrá 14. og 15. janúar verður í Hlíðasmára 8 og dagskrá 16.-18. janúar verður á Grand Hóteli, Reykjavík. Fræðslustofnun lækna Framhaldsmenntunarráð læknadeildar XV. þing Félags íslenskra lyflækna ísafirði 7.-9. júní 2002 XV. þing Félags íslenskra lyflækna verður haldið á ísafirði dagana 7.-9. júní 2002. Þing félags- ins hafa verið nokkuð hefðbundin um alllangt skeið en búast má við að einhverjar breytingar verði á fyrirkomulagi þess næsta sumar, bæði hvað varðar efnisþætti og efnistök, enda er lyflæknisfræðin í stöðugri þróun eins og aðrar greinar læknisfræðinnar. Skilafrestur ágripa verður 1. apríl. Nánari upplýsingar um dagskrá og annað sem snýr að þinginu mun birtast í desemberhefti Læknablaðsins. F.h. stjórnar Félags íslenkra lyflækna Runólfur Pálsson Landspítala Hringbraut runolfur@landspitali.is 950 Læknablaðið 2001/87

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.