Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2002, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 15.02.2002, Blaðsíða 9
FRÆÐIGREINAR / RITSTJÓRNARGREIN Vottorðamálið Þórir B. Kolbeinsson Höfundur er formaður Félags íslenskra heimilislækna. Hvað segðir pú ef yfirmaður pinn tæki af pér svona 10% af fastalaununum og segði að eiginlega hefðirðu að hans mati aldrei átt að fá þau greidd en reyndar mættirðu tala við þá í launadeildinni, þeir muni sennilega bæta þér þetta upp seinna. Hafi vafist fyrir einhverjum við hverju heilsugæslulæknar voru að bregðast í svokölluðu vottorðamáli þá er ofan- greint í grundvallaratriðum orsökin. Þann 19. desember 2001 setti heilbrigðisráðu- neytið reglugerð sem fjallaði meðal annars um verð sem sjúklingar greiddu fyrir komur á heilsugæslu- stöðvar og til sérfræðilækna. í sömu reglugerð var tekinn af svokallaður 10%-sjóður heilsugæslustöðva og sett inn klásúla um að greiðslur fyrir vottorð til Tryggingastofnunar ríkisins skuli sjúklingar hér eftir greiða til heilsugæslustöðva en ekki lengur til heilsu- gæslulækna. Hér er einhliða gripið inn í kjaramál lækna sem hafa fallið undir kjaranefnd síðan 1996. Mörg atriði eru umhugsunarverð í þessu ferli. Ráðuneytið grípur inn í kjaramál lækna en viður- kennir samt að kjaranefnd sé rétti aðilinn til að fjalla um málið með því að vísa því til kjaranefndar. Ráðu- neytið kemur með einhliða túlkun á úrskurði kjara- nefndar sem er andstæð þeirri túlkun sem unnið hef- ur verið eftir síðan fyrsti úrskurður kjaranefndar var kveðinn upp 3. mars 1998 og jafnframt andstæð þeirri áratuga hefð fyrir því að læknar fái greitt fyrir vottorð og hefur aldrei verið litið á sem hluta af fastalaunum. Og þannig mætti fleira telja. Leiðrétting Ég skrifaði grein í Læknablaðið í nóvember sl. („Pillan fertug", Læknablaðið 2001; 87:869-71) og sagði þar að notkun samsettu getnaðarvarnarpillunnar hefði hafist hér á landi 1966. Þetta var sagt eftir að ég hafði leitað mér munnlegra upp- lýsinga um málið. Nú hefur Þorkell Jóhannesson próf emeritus sent mér orð og sagt mér að „pillan“ hafi numið hér land 1965. Þorkell vann sjálfur við að meta sérlyfið Enavid frá Searle (sérlyfjaumsókn nr. 210) vorið 1965 og lyfið var skráð í fyrstu Sérlyfjaskránni (bls. 16) sem út var gefin 30. september 1965. Ég þakka próf. Þorkeli fyrir ábendinguna og kem gjarnan á framfæri leiðréttingu við grein mína. Reynir Tómas Geirsson prófessor/forstöðulæknir, Kvennadeild Landspítala Hringbraut Fyrstu viðbrögð heimilislækna voru að mótmæla harðlega þessari reglugerð og vinnubrögðum ráðu- neytisins. I kjölfarið fylgdu fundir með heilbrigðis- ráðherra og kjaranefnd. Við könnun á málinu hefur skýrst að lagaforsendur reglugerðarsetningar ráðu- neytisins standa á vafasömum grunni og ljóst er að ráðuneytið hefur sýnt vinnubrögð sem eru ekki í samræmi við hefðbundna stjómsýslu. Nú er verið að vinna að málinu í eðlilegu ferli gegnum kjaranefnd en þegar þetta er skrifað hefur ráðuneytið ekki dregið gjörning sinn til baka. Eins og allir læknar vita hafa verið væringar milli heilsugæslulækna og heilbrigðisráðuneytisins sem byggjast í grundvallaratriðum á þeirri forsendu að sérfræðingar í heimilislækningum hafa ekki notið sömu réttinda og aðrir sérfræðingar hvað varðar laun, starfskjör og réttindi til vinnu. Heimilislæknar hafa bent á hvernig heilsugæslan stendur höllum fæti í heilbrigðiskerfi landsmanna þó henni sé ætlað að vera frumþjónusta. Mönnun og uppbygging hefur ekki haldist í hendur við þarfir neytanda. Heimilis- læknar hafa skírskotað til ábyrgðar ráðuneytisins í þessum efnum og bent á leiðir til úrbóta. Margar ábendingar um leiðréttingar á úrskurði kjaranefndar varðandi kjör heilsugæslulækna hafa verið sendar kjaranefnd og heildrænar tillögur hafa legið fyrir frá því í júní 2001 en ekki verið sinnt. Nú þegar skert eru laun lækna stendur hins vegar ekki á ráðuneytinu að vera með skjót viðbrögð. Hvaða skilaboð ætli ráðu- neytið telji sig vera að senda þeim sem stunda eða hyggjast leggja þessa sérgrein fyrir sig? Þessi vinnubrögð ráðuneytisins hafa ekki ein- göngu bitnað á heimilislæknum og mætti benda á framgang ráðuneytisins í málum sjúkrahúslækna. Það er orðið tímabært að spyrja þeirrar þýðingar- miklu spurningar hvort stýring heilbrigðisráðuneytis- ins á heilbrigðisþjónustu landsmanna sé ekki komin í ógöngur. Þarfir og kröfur neytenda og heilbrigðis- starfsmanna hafa breyst í tímans rás. Ráðuneytið virðist hins vegar fjarri því að skilja hvernig þjónust- an er veitt og hvemig best er staðið að því að veita hana á faglegum en jafnframt mannlegum nótum. Starfsfólk jafnt og sjúklingar er meðhöndlað sem töl- fræði út frá sjónarmiði Mammons og lögfræði en ekki sem lifandi einstaklingar með væntingar og þrár, þekkingu og þarfir. Ráðuneytið þarf að skipuleggja vinnubrögð sín Læknablaðið 2002/88 97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.